Háskóli Íslands

Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970

Verkefnið er styrkt af Rannís auk fleiri sjóða.

Verkefnisstjórar: Auður Hauksdóttir og Guðmundur Jónsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Íris Ellenberger (doktorsnemi í sagnfræði) Christina Folke Ax (rannsóknarmaður).

Þóra Björk Hjartardóttir rannsakar tiltekna þætti í málnotkun Dananna auk eigin viðhorfa til notkunar á íslensku og dönsku.

Um verkefnið:

Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að vanræktum hópi í danskri og íslenskri sögu; hópi Dana sem bjó á Íslandi á tímabilinu 1900-1970, á tíma þegar stjórnmálalegt forræði Dana yfir Íslandi leið smám saman undir lok. Rannsóknarverkefnið sameinar krafta danskra og íslenskra tungumálasérfræðinga og sagnfræðinga sem munu takast á við spurningar varðandi tungutak Dananna, sjálfsmynd, menningarleg sérkenni, samfélagslega og efnahagslega stöðu í íslensku samfélagi ásamt tengslum þeirra við Danmörku.

Helstu samstarfsaðilar:

Kaupmannahafnarháskóli.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is