Háskóli Íslands

DIALANG

DIALANG er evrópskt samstarfsverkefni, styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins DG XXII innan SOCRATES-áætlunarinnar, LINGUA Action D.

Verkefnisstjórar á Íslandi: María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir (1997-2003).

Auk verkefnisstjórnar sáu María og Sigríður um samningu prófverkefna, yfirlestur prófverkefna, innslátt prófverkefna, umsjón og yfirlestur þýðinga, innslátt þýðinga, annan yfirlestur prófverkefna, umsjón með tilraunaprófi (Pilot). Fólk hér á Íslandi var fengið til að taka prófin í öllum tungumálum. Prófverkefnin voru svo lagfærð í samræmi við niðurstöður úr tilraunaprófi.

Vefsíða verkefnisins.

 

Um verkefnið:

Verkefnið gekk út á að semja stöðupróf/sjálfsmat í 14 Evrópumálum fyrir þá sem eru að læra þessi mál sem erlent/annað mál. Þessi próf hafa verið aðgengileg á Netinu fyrir alla frá 2003.

 

Helstu samstarfsaðilar:

Háskóli Íslands var samstarfsaðili frá hausti 1997.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is