Háskóli Íslands

Eiríkur Rögnvaldsson: Íslensk orðhlutafræði. Kennslukver handa nemendum á háskólastigi

Í þessari bók er fjallað um beyginga- og orðmyndunarfræði (orðið orðhlutafræði nær yfir hvort tveggja, sbr. enska orðið morphology), þ.e. gerð orða og beygingu. Meginhluti bókarinnar fjallar um beygingar íslenskra orða en einnig er að finna skilgreiningar á grunnhugtökum orðhlutafræðinnar og ítarlega umfjöllun um hlutverk og eðli málfræðilegra formdeilda, s.s. falla, tíða o.s.frv. Þá er gefið yfirlit yfir íslenska orðmyndun, gerð grein fyrir helstu forskeytum og viðskeytum, merkingu þeirra og hlutverki. Einnig er drepið á helstu tegundir samsettra orða.

Sjá nánar um höfund bókarinnar.

Bókin er uppseld.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is