Mótframlagastyrkir

Málvísindastofnun hefur oft greitt mótframlög með styrkjum sem félagar í stofnuninni hafa fengið frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þessi mótframlög miðast við ein mánaðarlaun að hámarki samkvæmt taxta Nýsköpunarsjóðs en þó er heimilt að nýta upphæðina að hluta til í annað en launakostnað ef stjórn stofnunarinnar samþykkir það. (Þessi upphæð er 300.000 krónur fyrir árið 2020.) Félagar í Málvísindastofnun sem sækjast eftir slíkum mótframlögum skulu hafa samband við stjórn stofnunarinnar áður en sótt er um styrkinn.