Háskóli Íslands

Tveggja andlaga sagnir í íslensku og færeysku

Tveggja andlaga sagnir í íslensku og færeysku (Ditransitives in Insular Scandinavian) er alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði (Rannís) til þriggja ára, 2019–2021. Verkefnisstjórar eru Cherlon Ussery og Jóhannes Gísli Jónsson.

Markmið verkefnisins er að rannsaka tveggja andlaga sagnir í íslensku og færeysku með hliðsjón af tveggja andlaga sögnum í öðrum málum og almennum kenningum í setningafræði. Rannsóknin mun einkum beinast að þremur atriðum: (a) umröðun andlaga (þ.e. orðaröð þar sem beina andlagið fer á undan óbeina andlaginu), (b) táknun andlaganna (ólík föll og nafnliðir vs. forsetningarliðir) og (c) hugsanlegu sviði (scope) andlaganna tveggja. Í þessu skyni verða ýmsar kannanir lagðar fyrir íslenska og færeyska málhafa auk þess sem gögnum verður safnað úr Risamálheildinni og færeyska textasafninu á teldni.fo. Í könnunum verða þátttakendur m.a. beðnir um að dæma ýmiss konar setningar með tveggja andlaga sögnum en í málheildunum verður dæmum safnað um tiltekin málfræðiatriði sem tengjast tveggja andlaga sögnum.

Tengill á heimasíðu verkefnisins: https://tvoandlog.hi.is/

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is