Háskóli Íslands

Hanna Óladóttir

Ég er doktorsnemi í íslenskri málfræði og vinn undir leiðsögn Höskuldar Þráinssonar, aðrir í doktorsnefndinni eru Ari Páll Kristinsson og Veturliði Óskarsson. Rannsóknin er eigindleg og beinist að málfræðikennslu í grunnskóla. Rætt er við íslenskukennara í 10. bekk og nemendur þeirra um markmið og áhrif málfræði í grunnskóla til að greina hvaða hugmyndir um tungumálið liggja til grundvallar kennslunni. Tilgangur rannsóknarinnar er ekki síst sá að varpa ljósi á hvort tilefni sé til að endurskoða markmið málræðikennslunnar og hvernig best sé að nálgast málfræði í grunnskólakennslu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is