Háskóli Íslands

Haukur Þorgeirsson

Ég rannsaka kveðskap sem málsögulega heimild. Hingað til hef ég einkum athugað tímabilið 1300-1550. Með því að skoða hvað stuðlar saman, hvað rímar saman og hvernig atkvæðabygging er leyfð getum við fræðst um hljóðbreytingar á borð við hljóðdvalarbreytinguna, samruna /y/ og /i/, þróun hljóðaklasans /vá/ og samruna -r og -ur í endingum. Einnig koma beygingafræðilegar og setningafræðilegar breytingar við sögu. Vandinn við að nota kvæði frá síðmiðöldum sem heimild um málsögu er að í flestum tilfellum eru litlar heimildir til um höfund þeirra og aldur. Raunar eru slík kvæði einkum tímasetjanleg út frá innri rökum, ekki síst málsögulegum rökum. Ég hef unnið að viðfangsefninu úr báðum áttum og bæði reynt að tímasetja kvæði út frá málfræðilegum rökum (og öðrum rökum) en einnig að tímasetja málbreytingar eftir aldri kvæðanna sem sýna þær.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is