Háskóli Íslands

ÍS-TAL. Íslenskt talmál – gagnabanki

Verkefnið er styrkt af Rannís auk fleiri sjóða, 1999-2001.

Verkefnisstjóri: Þórunn Blöndal.

Verkefnisstjórn: Þóra Björk Hjartardóttir.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kolbrún Eggertsdóttir (starfsmaður).

Vefslóð verkefnisins.

Um verkefnið:

Samvinnuverkefni sjö fræðimanna frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Orðabókar Háskólans um gerð gagnabanka (e. corpus) með íslensku talmáli til nota fyrir margs kyns rannsóknir á íslensku talmáli og sem grunn til þróunar verkefna á sviði tungutækni. Tekin voru upp 31 sjálfsprottin samtöl, alls um 20 klukkustundir og þau öll skráð á tölvutæku formi samkvæmt sérstöku umritunarkerfi. Síðan hafa gögnin verið greind og mörkuð (e. tagged) til notkunar við máltækniverkefni ýmiss konar. Gagnabankinn er aðgengilegur á netinu í Textasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is