Tímaritið Íslenskt mál og almenn málfræði er gefið út af Íslenska málfræðifélaginu í samvinnu við Málvísindastofnun. Í því eru birtar rannsóknagreinar og yfirlitsgreinar um öll svið íslenskrar og almennrar málfræði, auk umræðugreina og smágreina, ritdóma og ritfregna. Ritstjórar eru Haraldur Bernharðsson og Höskuldur Þráinsson. Félagar í Íslenska málfræðifélaginu eru áskrifendur að tímaritinu. Allir sem áhuga hafa á málfræði geta skráð sig.
Íslenskt mál er aðgengilegt á tímarit.is, nema fjórir síðustu árgangar.
Leiðbeiningar fyrir höfunda er að finna hér og prentvæn útgáfa er hér.