Háskóli Íslands

Jón G. Friðjónsson

Ég hef áhuga á orðfræði, einkum orðatiltækjum (e. idioms) og málsháttum (e. proverbs). Um þessar mundir vinn ég að lokagerð verks sem fjallar um íslenska málshætti, frá elstu heimildum til nútímans. Hver fletta hefur að geyma uppflettimynd, merkingarskilgreiningu og skýringabálk. Í skýringarbálki er lögð áhersla á uppruna, breytingar á mynd og merkingu ef því er að skipta og tengsl við aðra málshætti. Við verkið nýt ég aðstoðar þriggja yfirlesara og yfirlestrar á vegum forlags, að öðru leyti vinn ég það einn.

Úrval greina og fræðirita:

2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík. [endurskoðuð og aukin útgáfa, uppr. gefin út 1993]. [Orðfræði, saga orðaforðanns]

1997. Rætur málsins. Íslenska bókaútgáfan, Reykjavík. [Orðfræði, saga orðaforðanns]

2005. „Kerfisbundar breytingar á notkun nokkurra forsetninga í íslensku”. Íslenskt mál og almenn málfræði 27:7-40. [Söguleg setningafræði]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is