Háskóli Íslands

Jón Gíslason og Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir: Landsteinar. Textabók í íslensku fyrir útlendinga

Ritið er skrifað fyrir erlenda nemendur sem leggja stund á íslensku við Háskóla Íslands og ætlað þeim sem hafa lokið u.þ.b. einu misseri þar eða samsvarandi námi. Reynt var að safna í ritið fjölbreyttu efni sem gæti aukið við þekkingu nemenda á landi og þjóð. Margir textanna eru nýlegir, s.s. blaðagreinar, ljóð og bókarkaflar, en auk þess eru sýnishorn af textum frá ýmsum tímum, textabrot á fornmáli, ljóð, þjóðsögur o.fl.

Ritinu er skipt í sex kafla sem bera nöfn landshluta og valdir voru textar sem tengdust á einhvern hátt viðkomandi landshluta. Í ritinu eru ýmist frumsamdir textar eða aðfengnir en auk þeirra er nokkuð ítarleg umfjöllun um helstu þætti orðmyndunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is