Háskóli Íslands

Jón Magnússon: Grammatica Islandica – Íslenzk málfræði

Í ritinu birtist í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu ein merkasta heimildin um íslenskt mál á 18. öld og hugmyndir manna á þeim tíma um lýsingu tungunnar. Höfundurinn, Jón Magnússon prestur og sýslumaður, bróðir Árna Magnússonar prófessors, var með lærðustu mönnum þjóðarinnar á sinni tíð, en ógæfusamur í einkalífi. Málfræðibókina ritaði hann á efri árum, þá dæmdur frá eignum og embættum. Latneskur texti höfundarins er hér birtur ásamt íslenskri þýðingu Jóns Axels Harðarsonar málfræðings, ítarlegum inngangi um ritið og ævi höfundar og athugasemdum við málfræðitextann. Auk málfræði- og málsögulegs gildis ritsins er umfjöllun Jóns Axels um stórmerka ævi höfundar einnig fróðleg fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskri sögu á 18. öld.

Háskólaútgáfan annast dreifingu bókarinnar (hu@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is