Háskóli Íslands

Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd

Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd

Heritage language, linguistic change and cultural identity

Styrkur frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2013-2015.

Verkefnisstjórar: Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum)

Aðrir umsækjendur: Ásta Svavarsdóttir, Daisy Neijmann, Kristján Árnason, Matthew Whelpton og Úlfar Bragason

Aðrir þátttakendur í verkefninu og ráðgjafar: Birna Bjarnadóttir (Winnipeg), Eiríkur Rögnvaldsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Gunnar Ólafur Hansson (UBC, Vancouver), Haraldur Bernharðsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Viðar Hreinsson, Jón Karl Helgason, Helgi Skúli Kjartansson, Vesturfarasetrnið á Hofsósi

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kristín M. Jóhannsdóttir nýdoktor, Elma Óladóttir MA, Iris Edda Nowenstein MA, Sigríður Mjöll Björnsdóttir MA, Gísli Valgeirsson meistaranemi, Katrín María Víðisdóttir meistaranemi, Margrét Lára Höskuldsdóttir MA, Þórhalla Guðmundsdóttir Beck MA, Sigrún Gunnarsdóttir MA, Kristján Friðbjörn Sigurðsson MA, Valdís Valgeirsdóttir ...

Um verkefnið:

Aðalmarkmið þessa verkefnis er að rannsaka vesturíslensku og þróun hennar og bera hana saman við þróun íslensku á Íslandi frá 19. öld til dagsins í dag. Í þessari rannsókn verður litið á vesturíslensku sem upprunamál (eða erfðarmál, e. heritage language), en sú nafngift hefur verið notuð um tungumál sem eru töluð heima við en eru minnihlutamál í viðkomandi málsamfélagi. Í þessu sambandi verður m.a. skoðað hvaða hlutverki tungumálið hefur gegnt í því að þróa og viðhalda menningarlegri sjálfsmynd Vestur-Íslendinga. Félagsleg og menningarleg staða íslensku á Íslandi hefur augljóslega verið allt önnur en sú sem vesturíslenska hefur búið við og með því að bera saman þróun þessara tveggja afbrigða íslenskunnar ætti að vera hægt að öðlast aukinn skilning á því hvaða hlutverki málfræðilegir þættir annars vegar og félagslegir og menningarlegir þættir hins vegar gegna í málbreytingum. Í verkefninu verður byggt á niðurstöðum rannsókna sem hafa verið gerðar áður eða verið er að vinna að núna, bæði málfræðilegra og menningar- eða bókmenntalegra. Verkefnið á þannig að varpa nýju ljósi á eðli málbreytinga almennt og á eðli máltileinkunar eða máltöku í tvítyngdu (eða fleirtyngdu) samfélagi. Um leið ætti verkefnið að auka skilning okkar á samspili máls og menningar og geta haft áhrif á kennslu upprunamála almennt.

Helstu samstarfsaðilar erlendis:

Janne Bondi Johannessen (Osló), Helge Sandøy (Bergen), Maia Andréasson (Gautaborg), Kurt Braunmüller (Hamborg), Mike Putnam (Penn State U.), Joe Salmons (U. of Wisconsin, Madison), Nelson Gerrard (Manitoba)

Birt efni:

Ritið 1/2014: Þemahefti um "Vesturheimsferðir í nýju ljósi." Gestaritstjórar Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson. Í heftinu eru t.d. eftirtaldar greinar:

Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson: Ímyndir, sjálfsmyndir og þvermenningarleg yfirfærsla.

Dagný Kristjánsdóttir: "Við hérna í vestrinu". Um bernsku og barnaefni í íslenskum barnablöðum í Vesturheimi.

Úlfar Bragason: "Syng, frjálsa land þinn frelsissöng".

MA-ritgerðir:

Elma Óladóttir: Daisy stundum talar íslensku - Sagnfærsla í vesturíslensku. MA-ritgerð í íslenskri málfræði. Leiðbeinandi Birna Arnbjörnsdóttir. September 2013. Iris Edda Nowenstein:
Tilbrigði í frumlagsfalli á máltökuskeiði. Þágufallshneigð og innri breytileiki. [Nokkur samanburður við vesturíslensku.] MA-ritgerð í almennum málvísindum. Leiðbeinendur Sigríður Sigurjónsdóttir og Höskuldur Þráinsson. Maí 2014. Sigríður Mjöll Björnsdóttir: "Hún er svo montin af að vera íslenskt" - Fallmörkun og samræmi í vesturíslensku erfðarmáli. MA-ritgerð í almennum málvísindum. Leiðbeinandi Höskuldur Þráinsson.

Ráðstefnur og fyrirlestrar:

Íslenskt mál og menning í Vesturheimi. Málstofa á Hugvísindaþingi 14. mars 2014. Málstofustjórar Daisy Neijmann og Ásta Svavarsdóttir. Dagskrá má sjá hér.

 

Kristín M. Jóhannsdóttir: Tímatáknun í vesturíslensku

Daisy Neijmann: Upprunamál og menningarleg sjálfsmynd: Samspil máls og menningar í vestur-íslensku samhengi

Matthew Whelpton og Þórhalla Guðmundsdóttir Beck: Fætur ofan á diski. Um merkingarlega könnun á vesturíslensku og kanadískri ensku.

Iris Edda Nowenstein og Sigríður Sigurjónsdóttir: Sýki eða ekki sýki. Um málvernd og máltilbrigði á Íslandi og vestanhafs

Höskuldur Þráinsson og Sigríður Mjöll Björnsdóttir: Hvernig falla föll í gleymsku? Um andlagsfall og önnur föll í vesturíslensku og í málstoli

4th Annual Workshop on Immigrant Languages in the Americas, Reykjavík 19.-21. september. Aðalskipuleggjandi Birna Arnbjörnsdóttir. Dagskrá má sjá hér.

Fyrirlestrar tengdir verkefninu sem voru fluttir á 4th Annual Workshop...

Birna Arnbjörnsdóttir og Elma Óladóttir: „Icelandic as a Heritage Language : Some Thoughts About V2 and Incomplete Acquisition“

Jóhannes Gísli Jónsson: „Preserving Innovative Forms: Strong Masculine -ia stems in North American Icelandic“

Sigríður Mjöll Björnsdóttir: „Case Assignment by Verbs in North American Icelandic“

Iris Edda Nowenstein: „North American Icelandic and Intra Speaker Variation in Subject Case“

Kristín M. Jóhannsdóttir: „Changes in the Aspectual System and North American Icelandic“

Höskuldur Þráinsson: „North American Icelandic: Some Elicitation Techniques“

Matthew Whelpton, Kristín M. Jóhannsdóttir og Þórhalla Guðmundsdóttir Beck: A Semantic Elicitation Experiment on North American Icelandic“

Margrét Lára Höskuldsdóttir, Katrín Víðisdóttir and Gísli Valgeirsson: „The Preservation and Change of Some Phonological Variants in North American Icelandic“

 

Hugvísindaþing Háskóla Íslands, 15.-16. mars 2013

Veggspjald: "Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd. Rannsókn á vesturíslensku." Veggspjaldið sjálft og dreifiblað sem fylgdi því má sjá hér fyrir neðan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is