Háskóli Íslands

Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð

Real-time linguistic change in Icelandic phonology and syntax

Styrkir frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) og Þjóðhátíðarsjóði 2010-2012.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Aðrir umsækendur: Kristján Árnason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Matthew Whelpton og Þórhallur Eyþórsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn) hafa verið doktorsnemarnir Margrét Guðmundsdóttir, Gísli Rúnar Harðarson og Einar Freyr Sigurðsson og meistara- og BA-nemarnir Ásbjörg Benediktsdóttir, Bjarni Gunnar Ásgeirsson, Díana Rós Rivera, Gísli Valgeirsson, Gunnhildur Jónatansdótir, Helga Jónsdóttir, Katrín María Víðisdóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir, Nanna Kristjánsdóttir og Védís Ragnheiðardóttir.

Um verkefnið:

Í þessu rannsóknarverkefni er leitað svara við eftirtöldum aðalspurningum:

  • Að hvaða marki breytir fullorðið fólk máli sínu smám saman í áranna rás?
  • Eru einhverjir þættir málsins líklegri en aðrir til þess að breytast smám saman?
  • Hvaða áhrif hafa búferlaflutningar á framburðareinkenni?

Í sumum kenningum um eðli málbreytinga er lögð megináhersla á að skýra hvernig nýjungar koma upp í máli. Í því sambandi er þá einkum horft til þess hvernig börn tileinka sér málið en að mestu litið framhjá þeim möguleika að mál fullorðins fólks geti breyst smám saman. Í öðrum kenningum er kappkostað að útskýra hvernig málbreytingar breiðast út og lítill gaumur gefinn að því hvernig þær kunna að hafa kviknað. Í þessu verkefni er m.a. verið að prófa sannleiksgildi þeirrar tilgátu að sumir þættir málsins geti breyst smám saman en aðrir ekki (eða a.m.k. síður). Tilgátan er með öðrum orðum sú að sumir þættir í máli séu líklegri til að breytast í rauntíma en aðrir. Við höfum einstakt tækifæri til að prófa þessa tilgátu með því að bera saman þróun valinna breyta í íslensku hljóðkerfi og setningagerð. Í hljóðkerfisfræðilega hlutanum er þróun valinna mállýskuatriða könnuð með viðtölum við um 200 einstaklinga í þriðja skipti á 65 ára tímabili og um 400 einstaklinga í annað skipti á 25 árum. Auk þess verður sérstaklega skoðað hvaða áhrif það hefur haft á framburð um 200 einstaklinga að flytjast utan af landi til Reykjavíkur. Í setningafræðilega hlutanum verða um 250 einstaklingar prófaðir í annað sinn, en í viðamikilli yfirlitsrannsókn fyrir 10 árum kom fram að þeir höfðu tileinkað sér ákveðna nýjung í íslenskri setningagerð. Niðurstöður úr annarri rannsókn benda til þess að þessi setningagerð breiðist ekki út frá einni kynslóð til annarrar, en því hefur einnig verið haldið fram að hún eldist af fólki. Nú er tækifæri til að prófa þá staðhæfingu og um leið varpa nýju ljósi á eðli þessarar áhugaverðu nýjungar.

Helstu samstarfsaðilar:

Sá erlendi fræðimaður sem við höfum ráðfært okkur hvað mest við er Frans Gregersen, prófessor í Kaupmannahöfn og stjórnandi rannsóknaverkefnisins LANCHART (Language Change in Real Time) við Kaupmannahafnarháskóla (sjá líka Acta Linguistica Hafniensia 41,1,2009). Við höfum einnig tekið upp samstarf við Helge Sandøy sem stýrir verkefninu Dialect Change Processes (Dialektendringsprosessar) við Bergenháskóla, en það er líka nokkurs konar systurverkefni. Ýmsir aðrir erlendir fræðimenn hafa tengst RAUN-verkefninu á óformlegri hátt, svo sem Anthony Kroch við Pennsylvaníuháskóla og Joan Maling, fyrrverandi prófessor við Brandeisháskóla í Bandaríkjunum.

Birt rit um niðurstöður úr verkefninu:

Katrín María Víðisdóttir. 2011. Þá og nú. Um einstaklingsþróun á mállýskum á Norðurlandi frá níunda áratugnum þar til nú. BA-ritgerð, Háskóla Íslands.

Margrét Lára Höskuldsdóttir. 2012. Ertu nokkuð búin(n) að [tha:pha] þér? Framburður Norðlendinga á Norðausturlandi og í Reykjavík á árunum 1940–2011. BA-ritgerð, Háskóla Íslands.

Margrét Lára Höskuldsdóttir. 2013. Breytingar á norðlenskum framburði 1940-2011 og áhrif búferlaflutninga. Íslenskt mál 35:129-152.

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

Hvernig breytast tungumál? Málstofa á Hugvísindaþingi, Háskóla Íslands, 25. mars 2011. Sjá hér.

Language Change in Real Time. Málstofa á 25th Conference of Scandinavian Linguistics, Reykjavík 13.-15. júní. Skipulögð í samvinnu við Frans Gregersen (Kaupmannahöfn) og Helge Sandøy (Bergen). Sjá nánar hér

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Höskuldur Þráinsson. 2014.  "The New Impersonal/Passive in Icelandic: Development in Real Time and Predictions for the Future.“ Nordisk syntaxhistoria, Stockholm. Sjá glærur.

Höskuldur Þráinsson. 2012. "How Do Languages Change?" Fyrirlestur í Linguistic Colloquium við University of California í San Diego 15. október. (Þriðja gerð af fyrirlestri með sama nafni.) Sjá glærur

Höskuldur Þráinsson. 2012. "How Do Languages Change?" Boðsfyrirlestur, Lundarháskóla, 6. september. (Endurskoðuð og breytt gerð af fyrirlestri sem var fluttur við Bostonháskóla 23. apríl.) Sjá glærur

Höskuldur Þráinsson. 2012. "On Quantity and Quality in Variation Studies". Boðsfyrirlestur, N’CLAV Grand Meeting, Osló (Lysebu). Sjá glærur. 2010.

Höskuldur Þráinsson. 2012. "How Do Languages Change?" Boðsfyrirlestur, Boston University, 23. apríl. Sjá glærur

2012. Katrín María Víðisdóttir og Margrét Lára Höskuldsdóttir. Tvær BA-ritgerðir um málbreytingar í rauntíma. Málvísindakaffi, Háskóla íslands, 16. mars.

Margrét Guðmundsdóttir. 2011. "Phonology and Syntax of Icelandic - A Real Time Project." N'CLAV Grand Meeting, Gottskär, Svíþjóð, 22.-25. ágúst. Sjá glærur.

Ásbjörg Benediktsdóttir. 2011. „Það var hrint mér aftur”. Málstofan Hvernig breytast tungumál?, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25. mars. 

Höskuldur Þráinsson. 2011. „Málbreytingar í sýndartíma og rauntíma”. Málstofan Hvernig breytast tungumál?, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25. mars. Sjá glærur.

Höskuldur Þráinsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og Þórhallur Eyþórsson. 2010. „RAUN – Linguistic Change in Real Time in the Phonology and Syntax of Icelandic”. Veggspjald á ráðstefnunni Nordic Language Variation í Reykjavík, 8. október. Sjá hér.

Margrét Guðmundsdóttir. 2011. „Af framburði og flugnaskít”. Málstofan Hvernig breytast tungumál?, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25. mars.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is