Háskóli Íslands

Málfræðilegar formdeildir og hlutverksvarpanir með hliðsjón af miðlunarhætti

Grammatical categories and functional projections from a cross-modality perspective

Styrkur frá Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) 2010-2012.

Verkefnisstjóri: Jóhannes Gísli Jónsson.

Meðumsækjendur: Matthew Whelpton, Rannveig Sverrisdóttir (umsjón með táknmálshluta) og Þórhallur Eyþórsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir (íslenskt táknmál), Gísli Rúnar Harðarson (íslenska), Helga Jónsdóttir (íslenska), Íris Edda Nowenstein Mathey (færeyska), Kristín Þóra Pétursdóttir (íslenska) og Kristín Lena Þorvaldsdóttir (íslenskt táknmál).

Um verkefnið:

Markmið þessa verkefnis er að rannsaka málfræðilegar formdeildir og hlutverksvarpanir með tilliti til miðlunarháttar. Þetta verður gert með samanburði á tveimur raddmálum, íslensku og færeysku, og einu táknmáli, íslensku táknmáli. Í verkefninu verður byggt á fyrri rannsóknum umsækjenda á íslensku og færeysku en þar sem rannsóknir á íslensku táknmáli eru mjög skammt á veg komnar ætti verkefnið að skila umtalsverðri nýrri þekkingu á málfræði íslensks táknmáls.

Helstu samstarfsaðilar:

Erlendir samstarfsaðilar eru fyrst og fremst þeir fræðimenn sem taka þátt í COST-verkefninu IS1006 – Rannsókn á málfræði táknmála í Evrópu: Leiðir til fullrar samfélagsþátttöku heyrnarlausra táknmálsnotenda og varðveislu tungumálaarfs þeirra (Unraveling the grammars of European sign languages: pathways to full citizenship of deaf signers and to the protection of their linguistic heritage). Þetta verkefni er til fjögurra ára (2011-2014) og það er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnisstjóri er Josep Quer, ICREA rannsóknaprófessor í Universitat Pompeu Fabra (UPF).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is