Háskóli Íslands

Málþroski barna sem alast upp í tvítyngi táknmáls og íslensku

Language Development of Children who grow up Bilingually in Icelandic Sign Language and Icelandic

 

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) 2006-2009.

Verkefnisstjóri: Dr. Valdís I. Jónsdóttir.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Valgerður Stefánsdóttir, Rannveig Sverrisdóttir (leiðbeindi starfsfólki sem skoðaði og greindi málfræðiatriði táknmálsins og samloðun í texta).

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Júlía Hreinsdóttir, Svava Jóhannesdóttir auk nokkurra annarra starfsmanna Samskiptamiðstöðar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

 

Um verkefnið:

Markmið rannsóknarinnar er að þróa mælitæki til þess að meta málþroska á táknmáli og afla þekkingar á máltöku og málþróun tvítyngdra barna með bakgrunn íslensks táknmáls og íslensku. Börnin sem um ræðir eru börn sem fæðast heyrnarlaus eða heyrnarskert og heyrandi börn sem alast upp hjá táknmálstalandi foreldri/foreldrum. Ennfremur er ætlunin að leita eftir rannsóknarsamstarfi við önnur Norðurlönd á þessu sviði. Nýmæli rannsóknarinnar er að horfa á þátttakendur hennar sem heildstæðan hóp tvítyngdra barna og ætla má að það geti varpað ljósi á stöðu fleiri hópa tvítyngdra barna sérstaklega þeirra sem alast upp við minnihlutamálstvítyngi. Gert er ráð fyrir að um 50 börn taki þátt í rannsókninni á aldrinum 2 – 16 ára. Beitt verður bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum; þátttökuathugunum, myndbandsgreingum og málþroskaprófunum.

 

Helstu samstarfsaðilar:

Hrafnhildur Ragnarsdóttir, HÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is