Háskóli Íslands

Mótframlagastyrkir

Málvísindastofnun hefur oft greitt mótframlög með styrkjum sem félagar í stofnuninni hafa fengið frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

  • Mótframlög styrkja úr Nýsköpunarsjóði námsmanna miðast við ein mánaðarlaun að hámarki.
  • Mótframlög styrkja frá Vinnumálastofnun miðast við muninn á styrk Vinnumálastofnunar og laun skv. launakerfi Háskólans.

Félagar í Málvísindastofnun sem hyggjast sækja um slík mótframlög skulu hafa samband við stjórn stofnunarinnar fyrir fram til að kanna hvort þeir eru í boði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is