Háskóli Íslands

Heimir Freyr Viðarsson

Í rannsóknum mínum hef ég aðallega fengist við sögulega setningafræði, einkum samspil beygingar- og setningafræði. Í B.A.-verkefni mínu rannsakaði ég breytileika í forníslenskum handritum sem líktist (á yfirborðinu) þágufallssýki og M.A.-verkefni mitt snerist um stoðsögnina 'gera' (gjörðarstoð) í elstu forníslensku, einkum 9.-13. öld, sem líktist nokkuð málfræðilegri notkun 'do' í ensku og fleiri málum.

Nú legg ég meiri áherslu á að tvinna saman félagslegar og formlegar setningafræðilegar hliðar íslensks máls í sögulegu ljósi. Í tengslum við doktorsverkefni mitt um tilbrigði og málbreytingar á 19. öld vinn ég með hópi málfræðinga við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóla Íslands, Uppsalaháskóla og Vrije Universiteit Brussel innan rannóknarverkefnisins Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals. Ætlunin er að kanna íslenskt mál og málsamfélag á 19. öld nánar en áður hefur verið gert með því að rannsaka ákveðnar málbreytur í ólíkum tegundum texta: í formlegum útgefnum ritum, dagblöðum og tímaritum, og óformlegum einkabréfum.

Markmiðið með þessu er að komast nær þeim þáttum sem hafa verið að verkum í mótun íslensku, formlegum þáttum sem setja tilbrigðum ákveðnar skorður, t.d. áhrifum ríkulegs fallakerfis og beygingarsamræmis, en einnig meintum áhrifum málstöðlunar/málhreinsunar og meintum stöðugleika íslensku og íslensks (mál)samfélags.

Rauður þráður í mínum rannsóknum hefur verið að tilbrigði og breytingar eru mun meiri í íslensku en almennt er talið.

Úrval greina og fræðirita:

To appear. Þáttur málstöðlunar í afstöðu sagnar til neitunar í 19. aldar íslensku: „málsgreinir sem mér fannst eitthvert danskt óbragð að“.

„To appear. Tilbrigði til forna“. Tilbrigði í íslenskri setningagerð, III. bindi. Sérathuganir. Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). Málvísindastofnun, Reykjavík.

2009. „Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga. Þágufallshneigð í forníslensku?“ Íslenskt mál og almenn málfræði 31:15-66.

Úrval ráðstefnufyrirlestra:

2013. „Málviðhorf og -dómar á 19. öld: fegurð, forneskja, fals“. Íslenskt mál á 19. öld, Háskóli Íslands, 4. október.

2013. „Subject-initial embedded V2/V3 in 19th-century Icelandic“. 7th HiSoN summer school in Mitochi, Lesbos, Grikklandi, 3.-10. ágúst.

2013. „The rise of standard Icelandic syntax in the 19th century: rewriting history“. Prescriptivism Conference 2013. Háskólinn í Leiden, Hollandi, 12.-14. júní.

2013.  „Variation in embedded verb-adverb placement as a mirror to 19th century standardisation“. Foundations of Language Standardization, vinnustofa á 25th Scandinavian Conference of Linguistics (25-SCL), Reykjavík, 13.-15. maí.

2013. „New perspectives on word order variation in Icelandic ditransitives: a diachronic corpus study“. Morphosyntactic Variation and Change in Germanic vinnustofa á 25th Scandinavian Conference of Linguistics (25-SCL), Reykjavík, 13.-15. maí.

2013. „Sagnfærsla á tímum tilfærslu í viðmiðum og málnotkun á 19. öld“. Hugvísindaþing 2013, 16. mars.

2013. „Mál í skorðum (eður sprok í spelkum): stöðlun íslenskrar setningafræði á 19. öld“. Málvísindakaffi, Málvísindastofnun, Háskóli Íslands, 21. febrúar.

2011. „Case, Flexibility and Transparency in Old(er) Icelandic“. TIN-dag, 5. febrúar, Utrecht University, Holland.

2010. „Syntactic effects of morphological case“. NAP-dag, 15th October, ACLC & ILLC, University of Amsterdam, Holland.

2010. „Case or no case: variation in double object constructions“ [I]. Málvísindakaffi, 30. júlí, Málvísindastofnun, Háskóli Íslands

2010. „Case or no case: variation in double object constructions“ [II]. research group Grammar and cognition research group, 27. ágúst, University of Amsterdam, Holland

2010. „Case or no case: variation in double object constructions“ [III]. T-lezing of the research group Variatielinguïstiek, 6. september, Meertens Institute, Amsterdam, Holland.

2009. „Sól gerði eigi skína“: gjörðarstoð í forníslensku. Málvísindakaffi 10. júlí, Málvísindastofnun, Háskóli Íslands.

2008. „Do-support in Old Norse“. Grand Meeting for the Network for Scandinavian Dialect Syntax, 24.-28. ágúst, Sandbjerg, Danmörk.

2008. „Tilbrigði til forna“. Hugvísindaþing 2008, 4.-5. apríl.

2008. „Þágufallssýki í forníslensku?“ Mímisþing 2008, 16. febrúar, ReykjavíkurAkademían.

2006. „„Klæjar mér þar mjök“. Þágufallssýki í forníslensku“. Veggspjald á Hugvísindaþingi 2006, 3.-4. nóvember.

2006. [Meðhöf.: Jolanda van der Feest.] „Getur Jón skammast hans á íslensku? Athugun á tilbrigðum í skammdrægri afturbeygingu“. MA málþing, Tilbrigði í setningagerð, 15. desember, Háskóli Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is