Háskóli Íslands

Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis

Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis
Modeling the linguistic consequences of digital language contact

Öndvegisstyrkur frá Rannsóknasjóði 2016-2019.

Verkefnisstjórar: Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson.

Aðrir þátttakendur: Anton Karl Ingason (Málvísindastofnun), Ari Páll Kristinsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Ásgrímur Angantýsson (Menntavísindasviði), Ásrún Jóhannsdóttir (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum), Birna Arnbjörnsdóttir (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum), Einar Freyr Sigurðsson (Málvísindastofnun), Elín Þöll Þórðardóttir (McGill University), Guðbjörg Andrea Jónsdóttir (Félagsvísindastofnun), Laurel McKenzie (New York University), Noel P. Ó Murchadha (Trinity College Dublin), Joel Wallenberg (Newcastle University) og Charles Yang (University of Pennsylvania).

Doktorsnemar: Iris Edda Nowenstein, Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Um verkefnið

Verkefnið gengur út á að rannsaka áhrif eins tungumáls á annað í gegnum stafræna miðla og í prófunarskyni er sjónum beint að notkun ensku í íslensku málsamfélagi. Lýsandi markmið rannsóknarinnar er að kortleggja dreifingu og eðli ensks og íslensks ílags í íslensku málsamfélagi og fá yfirlit yfir máltilbrigði sem kunna að tengjast nánu sambýli íslensku og ensku. Fræðilega markmiðið er að tengja félagslega þætti og tvítyngi við nýlegar hugmyndir og líkön fræðimanna sem gera ráð fyrir að innri málkunnátta málnotenda sé leidd af magni og dreifingu ílags á máltökuskeiði og takmarkist af tilteknum hömlum sem gilda um það hvernig tungumál geta verið. Í því sambandi verður einkum byggt á breytileikalíkani Yangs (2002) um máltöku og þær hugmyndir þróaðar áfram.

Ítarlegum málgögnum verður safnað frá 400 íslenskum málhöfum sem valdir verða með lagskiptu handahófsúrtaki. Ílag hvers málhafa verður greint og metið og tilteknir þættir málkunnáttunnar kannaðir með viðtölum og prófum. Auk ítargagnanna verður lögð fyrir viðamikil netkönnun sem nær til 5000 þátttakenda og er ætlað að veita megindlegt yfirlit um notkun íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi. Rannsóknin mun fela í sér mikilvægt framlag á sviði fræðikenninga um máltöku og málbreytingar, líf og dauða tungumála og breytileika og þróun í máli einstaklinga.

Project summary

The project aims to investigate and model the linguistic consequences of digital language contact, using the rise of English in the Icelandic language community as a test case. The main empirical goal of the project is to construct a nationwide profile of the distribution and nature of English and Icelandic input in the Icelandic language community and the differences in linguistic knowledge which arise as a result of novel types of intense encounters with English. The main theoretical goal is to integrate sociological factors and bilingualism into the evolving field of models which derive the linguistic knowledge of speakers from the quantified distribution of input in acquisition as well as from hypothesized constraints on possible languages. In particular, our work will extend Yang’s (2002) Variational Model (VM) of Language Acquisition.

The implementation of the project will include a detailed profile of a stratified random sample of 400 speakers of Icelandic. The study will evaluate the input they are exposed to and selected aspects of their linguistic knowledge. An online survey, administered to 5000 speakers, will complement the detailed profile constructed in the interviews in order to assess the same variables within a much larger cohort of participants. The proposed study of the digital minoritization of Icelandic will have important implications for theories on language acquisition and change, language vitality, and lifespan change of individuals.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is