Háskóli Íslands

Jón Helgason: Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar

Málið á Nýja testamenti Odds GottskálkssonarBókin kom fyrst út árið 1929 og var endurútgefin hjá Málvísindastofnun árið 1999 í ritröðinni Rit um íslenska málfræði. Hún hafði þá lengi verið ófáanleg en hana má telja grundvallarrit um íslenska málsögu síðari alda. Endurútgáfan er ljósprentuð eftir frumútgáfunni frá 1929.

Í bókinni fjallar Jón í fjórum þáttum um málið á hinu merka tímamótaverki Odds Gottskálkssonar frá 1540, fyrstu bók sem prentuð var á íslensku og sem Guðbrandur biskup Þorláksson tók upp í Biblíu sína 1584. Í fyrsta þætti fjallar Jón um stafsetningu Odds og ýmis atriði sem tengjast prentuninni, stafagerð og því um líkt. Í öðrum þætti fjallar hann um orðmyndir og gerir grein fyrir hverjum orðflokki fyrir sig. Í þriðja þætti eru setningar til umfjöllunar og í fjórða þætti er loks fjallað um heimildir Odds og fyrirmyndir. Í bókinni er einnig ítarlegt orðasafn í stafrófsröð.

Bókin er kilja en hægt að fá óskorin eintök hjá Málvísindastofnun fyrir þá sem kynnu að vilja láta binda hana inn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is