Máltæknisetur og Rannsóknastofa í táknmálsfræðum eru rannsóknastofur sem starfa innan vébanda Málvísindastofnunar. Þær eru samstarfsvettvangur nokkurra aðila eins og fram kemur í starfsreglum sem stjórn Málvísindastofnunar hefur samþykkt fyrir þær.
Innan vébanda Hugvísindastofnunar starfar Rannsóknastofa í máltileinkun sem byggist á samstarfi Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.