Háskóli Íslands

Rannsóknastofa í táknmálsfræðum

Rannsóknastofa í táknmálsfræðum er starfrækt við Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið. Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta og starfar innan vébanda Málvísindastofnunar. Markmið Rannsóknastofu í táknmálsfræðum er að stuðla að auknum rannsóknum á táknmáli, táknmálssamskiptum, túlkun, málþroska táknmálstalandi barna og kennslufræði táknmáls og táknmálstúlkunar og samvinnu milli þeirra sem þær stunda til að tryggja sem besta nýtingu þekkingar og fjármuna.

Aðilar Rannsóknastofu í táknmálsfræðum fylgja siðareglum samfélags táknmálsfræðinga, Sign Language Linguistic Society (SLLS). Reglurnar hafa verið þýddar á íslenskt táknmál.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is