Háskóli Íslands

Sigurður Jónsson, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Höskuldur Þráinsson: Mállýskudæmi

Bók og snælda.

Í bókinni er íslenskum framburðarmállýskum lýst og sagt frá því hvar þær er (og í sumum tilfellum var) helst að finna. Þá eru í bókinni textar sem koma fyrir á samnefndri snældu og hljóðrituð dæmi af snældunni. Á snældunni lesa 16 Íslendingar, víðs vegar að af landinu, texta eða textabúta sem eru prentaðir og hljóðritaðir í bókinni. Öll staðbundin mállýskueinkenni íslenskunnar koma fyrir á snældunni. Hver málhafi er kynntur og bent á þau framburðaratriði í máli hans sem eftirtektarverð eru þannig að hægt er að nota snælduna án bókarinnar ef vill.

Sjá nánar um Höskuld.

Hugvísindastofnun annast dreifingu bæði bókar og snældu (hugvis@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is