Háskóli Íslands

Stjórn, verkefni og rannsóknir

Stjórn Rannsóknastofu í táknmálsfræðum 2018-2019 skipa:

  • Elsa G. Björnsdóttir, þýðandi á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
  • Rannveig Sverrisdóttir,  lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands, rannsve@hi.is
  • Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, vala@shh.is

Innan rannsóknastofunnar eru unnin ýmis verkefni sem snúa að íslensku táknmáli og menningu döff. Aðilar rannsóknastofunnar tóku á árunum 2011-2015 þátt í evrópska verkefninu SignGram sem styrkt var af COST. Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á málfræði táknmála og gefa út bók sem gæti nýst sem grunnur fyrir málfræðinga og aðra sem rannsaka vilja málfræði táknmála (sjá hér upplýsingar á alþjóða táknun). Bókin er í opnum aðgangi og má finna hér.

Í júní 2017 var FEAST ráðstefnan haldin í Reykjavík og sáu aðilar rannsóknastofunnar um skipulagningu. Ráðstefnan var  í samvinnu við SIGN-HUB verkefnið.

Á síðunni SignWiki má lesa ýmsar greinar um táknmál.

Upplýsingar um birtar málfræðirannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenska táknmálinu má finna hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is