Háskóli Íslands

Þóra Björk Hjartardóttir

Ég fæst einkum við rannsóknir á samskiptamálfræði og samtalsgreiningu á sjálfsprottnu talmáli. Einnig hef ég rannsakað breytileika í máli með áherslu á vensl við félagslegar breytur. Ég hef einnig sinnt orðfræðilegum rannsóknum: athugað staðbundinn orðaforða og breytingar á merkingu og notkun orða.

Upplýsingar um Þóru í starfsmannaskrá Háskóla Íslands.

 

Úrval greina og fræðirita:

2011. Orðræðusambandið er það ekki. Hali og viðbrögð. Íslenskt mál 33:29-51. [Samskiptamálfræði, samtalsgreining]

2011. Hvað á býlið að heita? Um starfsemi örnefnanefndar. Nefnir. Vefrit nafnfræðifélagsins. [Orðfræði, nafnfræði, málstýring]

2011. Íslenska sem annað mál. Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.): Handbók um íslensku. Hagnýtur leiðarvísir um íslenskt mál, málnotkun, stafsetningu og ritun. JPV útgáfa, Reykjavík. bls. 301-308. [Málrækt, annarsmálsfræði]

2009. „Af hummum og höum Íslandsbersa”. Sturlaðar sögur sagðar Úlfari Bragasyni sextugum 22. apríl 2009, bls. 108-111. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík. [Samskiptamálfræði, samtalsgreining]

2008. „Staðbundin heiti á sjávardýrum í Fiskafræði Jóns Ólafssonar úr Grunnavík”. Íslenskt mál 30:179-201. [Orðfræði]

2007. Ichtyographia Islandica eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík. Textaútgáfa ásamt skýringum og inngangi. Guðrún Kvaran og Þóra Björk Hjartardóttir (útgefendur): Jón Ólafsson úr Grunnavík. Náttúrufræði: Fiskafræði – Steinafræði. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, Reykjavík. [Orðfræði]

2006. „Halar í samtölum”. Íslenskt mál 28:18-55. [Samskiptamálfræði, samtalsgreining]

2004. „Íslenska í breyttu málumhverfi“. Ari Páll Kristinssson og Gauti Kristmannsson (ritstj.): Málstefna. Language Planning, bls. 113-121. Rit Íslenskrar málnefndar 14. Íslensk málnefnd, Reykjavík. [Málstefna, annarsmálsfræði]

2004. „Baráttan um orðin. Orðanotkun tengd samkynhneigð”. Íslenskt mál 26:83-122. [Félagsmálvísindi, orðfræði]

1998. „Variblen (a) i islandsk i relation til køn og holdninger”. Pedersen, Inge Lise og Jann Scheuer (ritstj.): Sprog og køn og kommunikation. Rapport fra 3. nordiske konference om sprog og køn, København, 11.-13. september 1997, bls. 87-94. Københavns Universitet, Institut for dansk dialektforskning. C.A. Reitzels forlag, København. [Félagsmálvísindi. Breytileiki í máli]

1997. „Framburður, viðhorf og kynferði”. Íslenskar kvennarannsóknir. Erindi flutt á ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir sem haldin var á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands, Odda, dagana 20. til 22. október 1995, bls. 67-76. Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í kvennafræðum, Reykjavík. [Félagsmálvísindi: Breytileiki í máli]

1996. „Breytileiki í máli”. Erindi um íslenskt mál, bls. 95-110. Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík. [Meðhöfundur: Ásta Svavarsdóttir]. [Félagsmálvísindi: Breytileiki í máli]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is