Háskóli Íslands

Þorsteinn G. Indriðason: Regluvirkni í orðasafni og utan þess. Um lexíkalska hljóðkerfisfræði íslensku

Regluvirkni í orðasafni og utan þess. Um lexíkalska hljóðkerfisfræði íslenskuRitið fjallar um samband hljóðkerfisfræði við orðhlutafræði og setningafræði í anda nýlegrar kenningar sem gengið hefur undir nafninu „lexical phonology”. Kenningin felur í stuttu máli í sér að skipta megi málfræði hvers tungumáls í orðasafn (lexicon) og það sem utan þess er (syntax). Enn fremur er gert ráð fyrir því að orðasafnið sé lagskipt og að í lögunum verki saman orðhluta- og hljóðkerfisreglur samkvæmt ákveðnum lögmálum.

Höfundur gefur fyrst yfirlit um helstu þætti kenningarinnar með nokkrum samanburði við eldri kenningar um hljóðkerfisfræði en prófar hana síðan á valin efni úr íslensku. Hann rannsakar m.a. hljóðkerfisleg tengsl viðskeyta og róta, beygingarendinga og stofns, nafnorðs og greinis, svo og fyrri og seinni hluta samsettra orða. Í ljósi niðurstaðna úr þessum rannsóknum setur höfundur fram tilgátu um lagskipt orðasafn í íslensku. Enn fremur er að finna í ritinu ítarlega rannsókn á virkni hljóðkerfisreglna í íslensku og umfjöllun um samband hljóðkerfisfræði og setningafræði.

Hugvísindastofnun annast dreifingu bókarinnar (hugvis@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is