Háskóli Íslands

Tilbrigði í færeyskri setningagerð

Variation in Faroese Syntax

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2008–2009.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Tania E. Strahan (nýdoktor), Ásgrímur Angantýsson og Theódóra Torfadóttir (doktorsnemar), Ásbjörg Benediktsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson, Gísli Rúnar Harðarson, Helena á Løgmansbø, Hlíf Árnadóttir, Lena Reinert, Margrét Lára Höskuldsdóttir,  Mona Breckmann, Paula Gaard, Per Jacobsen, Petra Eliasen, Rakul Napóleonsdóttir Joensen, Steintóra Gleðisheygg Joensen og Tóta Árnadóttir (meistara- og BA-nemar).

Vefsíða verkefnisins.

Um verkefnið:

Þetta var ítarleg rannsókn á tilbrigðum í færeyskri setningagerð með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Meginmarkmiðið var að öðlast betri skilning á eðli málbreytinga og tilbrigða, m.a. á þeirri staðreynd að stundum þróast náskyld mál og mállýskur í ólíkar áttir en stundum svipaðan hátt án þess að um sé að ræða gagnkvæm áhrif. Byggt var á þeim grunni sem fyrri rannsóknir umsækjenda höfðu lagt, einkum á þeirri forrannsókn sem gerð var sem hluti af öndvegisverkefninu Tilbrigði í setningagerð er naut styrks úr Rannsóknasjóði 2005–2007. Gerðar voru tvær skriflegar yfirlitsrannsóknir sem náðu til um 20 ólíkra staða í Færeyjum og var stefnt að því að ná í um 30 einstaklinga úr fjórum aldurshópum á hverjum stað. Auk þessa voru tekin viðtöl við valda þátttakendur úr yfirlitskönnuninni og þeir spurðir nánar um tiltekin atriði.

Helstu samstarfsaðilar:

Í Færeyjum: Jógvan í Lon Jacobsen, Zakaris S. Hansen, Hjalmar P. Petersen og Eivind Weyhe.

Annars staðar: Caroline Heycock í Edinborg, Peter Svenonius og Øystein Vangsnes í Tromsø (stjórnendur norrænu rannsóknanetanna ScanDiaSyn (Scandinavian Dialect Syntax) og NORMS (Nordic Center of Excellence in Microcomparative Syntax) sem þetta verkefni tengdist).

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

2010. Tilbrigði í færeysku máli, málstofa haldin í tengslum við Frændafund 7, Reykjavík, 23. ágúst. Sjá hér.

2009. Tilbrigði í færeyskum framburði, beygingum og setningagerð. Málstofa á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, Reykjavík, 13.–14. mars. Sjá hér.

2008. Málstofan The 3rd NLVN Training Seminar and the 5th NORMS Dialect Workshop, 8.–15. ágúst, Þórshöfn, Færeyjum. Sjá hér.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Ásgrímur Angantýsson. 2011. The Syntax of Embedded Clauses in Icelandic and Related Languages. Doktorsritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Freyr Sigurðsson og Hlíf Árnadóttir. Væntanl. „Case in Disguise“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Höskuldur Þráinsson. 2009. „Looking for Parametric Correlations within Faroese“. Nordlyd 36,2:1–24.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Predictable and Unpredictable Sources of Variable Verb and Adverb Placement in Scandinavian“. Lingua 120,5:1062–1088. Aðgengileg hér.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Variation and parametric correlations in Faroese“. Handrit, Háskóla Íslands. [Endurskoðuð gerð af grein HÞ 2009, í ritrýningu.]

Höskuldur Thráinsson. Væntanl. „Ideal Speakers and Other Speakers. The Case of Dative and some other cases“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Höskuldur Þráinsson, Hjalmar P. Petersen, Jógvan í Lon Jacobsen og Zakaris Svabo Hansen. 2011. Faroese: An Overview and Reference Grammar. 2. útgáfa með leiðréttingum og nýrri ritaskrá. Fróðskapur, Tórshavn.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Covert Nominative and Dative Subjects in Faroese“. Nordlyd 36,2:142–164.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Verb classes and dative objects in Insular Scandinavian“. Jóhanna Barðdal og Shobhana Chelliah (ritstj.): The Role of Semantic, Pragmatic and Discourse Factors in the Development of Case, bls. 203–224. John Benjamins, Amsterdam.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Covert Nominative and Dative Subjects in Faroese“. Handrit, Háskóla Íslands. [Endurskoðuð gerð af JGJ 2009a. Í ritrýningu.]

Jóhannes Gísli Jónsson. Væntanl. „Dative vs. Accusative and the Nature of Non-Structural Case“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Tania Strahan. 2009. „Faroese Long-distance Reflexives Face Off against Icelandic Long-distance Reflexives“. Nordlyd 36,2:114–141.

Tania Strahan. 2009. „Outside-in Binding of Reflexives in Insular Scandinavian“. Miriam Butt og Tracy Holloway King (ritstj.): Proceedings of LFG09, bls. 541–561. CSLI Publications, Stanford. Sjá hér.

Þórhallur Eyþórsson. 2009. „Stöðugleiki og breytingar í færeysku og íslensku: Beygingar og setningagerð“. Turið Sigurðardóttir og Magnús Snædal (ritstj.): Frændafundur 6:75-93. Fróðskapur, Tórshavn.

Þórhallur Eyþórsson. 2010. „Dative Case in Icelandic, Faroese and Norwegian: Preservation and non-preservation“. [Meðhöf.: Janne Bondi Johannessen (Osló), Signe Laake (Osló) og Tor A. Åfarli (Þrándheimoi).] Handrit. [Bíður birtingar í Nordic Journal of Linguistics.]

Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Structured Exceptions and Case Selection in Insular Scandinavian“. Heike Wiese og Horst Simon (ritstj.): Expecting the unexpected: Exceptions in grammar, bls. 231-241. Mouton de Gruyer, Berlín.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Ásgrímur Angantýsson. 2009. „Framfærslur og formgerð aukasetninga“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Einar Freyr Sigurðsson. 2009. „Eignarfall og eignarliðir í færeysku“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Hjalmar P. Petersen. 2010. „K8 databasan í Hamborg og føroyskt-danskt málamót“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst.

Höskuldur Þráinsson og Zakaris Svabo Hansen. 2008. „A Comparative Overview of Faroese Syntax“. The 3rd NLVN Training Seminar and the 5th NORMS Dialect Workshop, Þórshöfn, ágúst.

Höskuldur Þráinsson. 2009. „Um tengsl á milli tilbrigða í framburði, beygingum og setningagerð“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands í mars.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „How Can V2 Vary?“. NORMS-ráðstefnan Verb Movement: Its Nature, Triggers and Effects, Amsterdam, 12. desember.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Tilbrigði í færeyskri setningagerð - yfirlit“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund í Reykjavík 23. ágúst.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2008. „Object Case Variation in Insular Scandinavian“. The Glory of Babel, Reykjavík, desember.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Þágufallið og væntanleg örlög þess í færeysku“.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Frumlagsfall og frumlagssætið í færeysku“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2009. „Trøllagentan sá at Jerry vaskaði sær: Afturbeyging í máli færeyskra barna“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2010. „"Minnie sá at Jerry vaskaði sær": Hvernig túlka færeysk börn fornöfn í aukasetningum?“ Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund í Reykjavík 23. ágúst.

Tania E. Strahan. 2008. „Celebrating Diversity in Scandinavian Reflexives“. The Glory of Babel, Reykjavík, desember.

Tania Strahan. 2009. „Antecedent-based approach to binding in Icelandic and Faroese“. Workshop on reflexivisation and related matters , Reykjavík, 23. apríl.

Tania Strahan. 2009. „Tilbrigði í notkun afturbeygðra fornafna“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands í mars.

Tania Strahan. 2010. „Rannsóknir mínar á færeysku - yfirlit og framtíðaráform“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst. 

Victoria Absalonsen. 2010. „Nýtslan av afturbendum fornøvnum í føroyskum“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst.

Zakaris S. Hansen. 2010. „Føroyskir tekstagrunnar“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík 23. ágúst.

Þórhallur Eyþórsson. 2009. „Gömul og ný þolmynd í færeysku“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Þórhallur Eyþórsson. 2010. „Tilbrigði í þolmynd í færeysku“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund í Reykjavík 23. ágúst.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is