Háskóli Íslands

Tilbrigði í íslenskri setningagerð II

Í bókinni er greint frá niðurstöðum úr viðamiklu rannsóknaverkefni sem hlaut svonefndan Öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði 2005-2007. Eins og nafnið bendir til var markmið verkefnisins að kanna útbreiðslu og eðli helstu tilbrigða í setningagerð íslensks máls og fá þannig glögga vitneskju um það hvert þróunin stefndi. Fjölmörg atriði voru rannsökuð og sem dæmi má nefna þessi: orðaröð, fall andlags og frumlags (þar með talin svokölluð þágufallssýki), þolmynd (meðal annars nýja þolmyndin) og notkun framsöguháttar og viðtengingarháttar.

Bókin er gefin út í þremur bindum. Fyrsta bindi fjallar um markmið verkefnisins, aðferðafræði og þann efnivið sem rannsóknin byggist á. Í öðru bindi er tölfræðilegt yfirlit yfir helstu niðurstöður en í þriðja bindi eru birtar sérrannsóknir á völdum tilbrigðum.

Höfundar greina, auk ritstjóra, eru: Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Þórðardóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Matthew J. Whelpton, Salbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Tania E. Strahan, Theódóra A. Torfadóttir, Þórhallur Eyþórsson og Þórunn Blöndal.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is