Háskóli Íslands

Tilbrigði í setningagerð

Variation in Syntax

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2004 (undirbúningsstyrk) og Öndvegisstyrk frá sama sjóði 2005–2008.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Eiríkur Rögnvaldsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Ásta Svavarsdóttir og Þórunn Blöndal.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Matthew Whelpton (dósent), Þórhallur Eyþórsson (sérfræðingur), Tania Strahan (nýdoktor), Ásgrímur Angantýsson og Theódóra Anna Torfadóttir (doktorsnemar), Ásbjörg Benediktsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson, Elva Díana Davíðsdóttir, Eyrún Lóa Eiríksdóttir, Guðlaugur Jón Árnason, Guðrún Þórðardóttir, Gunnhildur Ottósdóttir, Halldóra Björt Ewen, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Salbjörg Óskarsdóttir og Sigrún Steingrímsdóttir (meistara- og BA-nemar).

Fjölmargir aðrir háskólanemar og rannsóknamenn komu að verkinu, eða alls um 40, auk aðstoðarmanna á vettvangi og erlendra samstarfsmanna og ráðgjafa.

Vefsíða verkefnisins.

Um verkefnið:

Markmið verkefnisins var, eins og nafnið bendir til, að skoða tilbrigði í setningagerð. Lýsandi markmiðið var þá einkum að fá yfirlit yfir tilbrigði í íslenskri setningagerð, með nokkrum samanburði við tilbrigði í norrænu nágrannamálunum. Fræðilega markmiðið var í fyrsta lagi að öðlast skilning á því hvernig tilbrigði geta lifað hlið við hlið og hvernig eða að hvaða marki dreifing þeirra tengist landshlutum, aldurshópum eða öðrum félagslegum breytum. Í öðru lagi var markmiðið að skilja betur hvernig ólík tilbrigði geta komið upp í náskyldum tungumálum. Þetta síðara markmið tengdist því að um svipað leyti var verið að gera hliðstæðar rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum, en þau tengdust í gegnum norrænu rannsóknanetin ScanDiaSyn (Scandinavian Dialect Syntax, sjá hér) og NORMS (Nordic Center of Excellence in Microcomparative Syntax, sjá hér) og NLVN (Nordic Language Variation Network, sjá hér). Í rannsókninni voru valin setningafræðileg viðfangsefni og þau rannsökuð í stórum yfirlitskönnunum sem voru lagðar fyrir hópa fólks víðs vegar á landinu. Í kjölfarið voru síðan tekin viðtöl við hluta þátttakenda til þess að varpa skýrara ljósi á tiltekin atriði og til þess að rannsaka þætti sem erfitt er að kanna skriflega. Auk þess var safnað textum úr talmáli og búið um þá þannig að efniviðurinn nýtist til margvíslegra rannsókna, m.a. til samanburðar við niðurstöður úr yfirlitskönnununum.

Helstu samstarfsaðilar:

Þátttakendur í norrænu rannsóknanetunum ScanDiaSyn, NORMS og NLVN en þeir komu einkum frá háskólum á Norðurlöndum. Þátttakendur í ScanDiaSyn voru frá norsku háskólunum í Tromsø, Þrándheimi og Osló, sænsku háskólunum í Lundi og Gautaborg, dönsku háskólunum í Kaupmannahöfn og Árósum, háskólanum í Helsinki og Fróðskaparsetri Færeyja, auk Háskóla Íslands. Auk þess voru setningafræðingar við Edinborgarháskóla, háskólann í Padova á Ítalíu, Meertens Institut í Amsterdam og finnska setningafræðinetinu FinDiaSyn tengdir verkefninu (sjá nánar hér). Þátttakendur í NORMS voru frá norsku háskólunum í Tromsø, Þrándheimi og Osló og síðan frá Lundi, Árósum og Helsinki (sjá hér). Þátttakendur í NLVN voru frá öndvegissetrinu CASTL í Tromsø, danska rannsóknaverkefninu LANCHART í Kaupmannahöfn, norsku rannsóknaverkefnunum UPUS í Þrándheimi og víðar og FORSE í Bergen og loks frá sænska verkefninu GRIMM í Lundi, auk íslenska tilbrigðaverkefnisins (sjá nánar hér).

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

2009. NORMS-ráðstefnan Relating to Reflexives í Reykjavík 24.–25. apríl (skipuleggjendur: Tania Strahan og Jóhannes Gísli Jónsson). Sjá hér

2008. Málstofan Íslenskan öll? á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 4.–5. apríl (skipuleggjandi: Höskuldur Þráinsson). Þessi málstofa var nokkurs konar uppskeruhátíð verkefnisins og þar voru fluttir 14 fyrirlestrar og endurskoðaðar gerðir af flestum þeirra munu birtast í bók um verkefnið. Sjá hér.

2007. NORMS-ráðstefna um fornöfn og eðli þeirra 8.–9. desember í Reykjavík (skipuleggjendur: Höskuldur Þráinsson og Þórhallur Eyþórsson). Sjá hér

2007. Þriðji stórfundur ScanDiaSyn í Reynihlíð í Mývatnssveit 16.–19. ágúst. Sjá hér.

2007. NORMS-ráðstefna um stöðu sagnar, Háskóla Íslands, Reykjavík, 26.–27. janúar (skipuleggjendur: Höskuldur Þráinsson og Þórhallur Eyþórsson).

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Yfirlitsrit um verkefnið:

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). 2013. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. I. Markmið, aðferðir og efniviður. Aðrir höfundar Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur RögnvaldssonJóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Þórhallur Eyþórsson, Þórunn Blöndal. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Höskuldur ÞráinssonÁsgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). Væntanl. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. II. Helstu niðurstöður. Tölfræðilegt yfirlit. Aðrir höfundar Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Þórðardóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Jóhannes Gísli JónssonMatthew J. Whelpton, Sigríður Sigurjónsdóttir, Tania E. StrahanTheódóra A. TorfadóttirÞórhallur Eyþórsson, Þórunn Blöndal.  Væntanl. hjá Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Höskuldur ÞráinssonÁsgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). 2013. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. III. Sérathuganir. Aðrir höfundar Guðrún Þórðardóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Jóhannes Gísli JónssonMatthew J. Whelpton, Salbjörg Óskarsdóttir, Sigríður SigurjónsdóttirTania E. StrahanTheódóra A. TorfadóttirÞórhallur Eyþórsson.  Væntanl. hjá Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Árnadóttir, Jóhannes Gísli JónssonMatthew J. Whelpton, Salbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Tania E. StrahanTheódóra A. TorfadóttirÞórhallur Eyþórsson og Þórunn Blöndal. Væntanlegt hjá Háskólaútgáfunni, Reykjavík.

Önnur rit:

Ásbjörg Benediktsdóttir. 2008. Nýja þolmyndin: fyrsta þolmyndun barna? B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Ásgrímur Angantýsson. 2007. Embedded Fronting Constructions in Icelandic. Meistaraprófsritgerð, Cornell University, Ithaca.

Ásgrímur Angantýsson. 2007. „Verb-third in Embedded Clauses in Icelandic“. Studia Linguistica 61(3):237–260.

Ásgrímur Angantýsson. 2011. The Syntax of Embedded Clauses in Icelandic and Related Languages. Doktorsritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Ásta Svavarsdóttir. 2007. „Talmál og málheildir — talmál og orðabækur“. Orð og tunga 9:25–50.

Einar Freyr Sigurðsson. 2006. Tölvan hjá mér er biluð. Notkun forsetningarinnar hjá í eignarmerkingu. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Freyr Sigurðsson og Hlíf Árnadóttir. Væntanl. „Case in Disguise. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Eiríkur Rögnvaldsson. 2007. „Textasöfn og setningagerð: Greining og leit“. Orð og tunga 9:57–81.

Elva Díana Davíðsdóttir. 2008. Mér leiðast bókmenntatímarnir: könnun á samræmi sagnar við nefnifallsandlag á Húsavík. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Guðlaugur Jón Árnason. 2007. Miðgildi. Könnun á áhrifum mismargra svarmöguleika í málfarsrannsóknum. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Gunnhildur Ottósdóttir. 2006. „Ólafsfjarðareignarfallið“. Eignarsambönd í íslensku með áherslu á eitt lítið mállýskuafbrigði. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Höskuldur Þráinsson. 2007. The Syntax of Icelandic. Cambridge University Press, Cambridge.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Predictable and Unpredictable Sources of Variable Verb and Adverb Placement in Scandinavian“. Lingua 120, 5:1062–1088.

Höskuldur Thráinsson. Væntanl. „Ideal Speakers and Other Speakers. The Case of Dative and some other cases“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson, Ásta Svavarsdóttir, Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2007. „The Icelandic (Pilot) Project in ScanDiaSyn“. Nordlyd 34(1):87–12.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2008. „Preposition Reduplication in Icelandic“. Sjef Barbiers, Olaf Koeneman, Marika Lekakou og Margreet van der Ham (ritstj.): Microvariation in Syntactic Doubling, bls. 403–418. Emerald Group Publishing, Bingley.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Verb classes and dative objects in Insular Scandinavian“. Jóhanna Barðdal og Shobhana Chelliah (ritstj.): The Role of Semantic, Pragmatic and Discourse Factors in the Development of Case, bls. 203–224. John Benjamins, Amsterdam.

Jóhannes Gísli Jónsson. Væntanl. „Dative vs. Accusative and the Nature of Non-Structural Case“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Salbjörg Óskarsdóttir. 2008. Hann þótti gott í staupinu. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Höskuldur Þráinsson. 2007. „Regional variation in Icelandic syntax?“. Proceedings from the 8. Nordiske Dialektologkonference, Aarhus Universitet, Denmark.

Tania Strahan. 2009. „Faroese Long-distance Reflexives Face Off against Icelandic Long-distance Reflexives“. Nordlyd 36,2:114–141.

Tania Strahan. 2009. „Outside-in Binding of Reflexives in Insular Scandinavian“. Miriam Butt og Tracy Holloway King (ritstj.): Proceedings of LFG09, bls. 541–561. CSLI Publications, Stanford. Sjá hér.

Þórhallur Eyþórsson. 2009. „Stöðugleiki og breytingar í færeysku og íslensku: Beygingar og setningagerð“. Turið Sigurðardóttir og Magnús Snædal (ritstj.): Frændafundur 6: 75-93. Fróðskapur, Tórshavn.

Þórhallur Eyþórsson. 2008. The New Passive in Icelandic Really Is a Passive. Þórhallur Eyþórsson (ritstj.), bls. 173–219.

Þórhallur Eyþórsson. 2010. „Dative Case in Icelandic, Faroese and Norwegian: Preservation and non-preservation“. [Meðhöf.: Janne Bondi Johannessen (Osló), Signe Laake (Osló) og Tor A. Åfarli (Þrándheimi).] Handrit. [Bíður birtingar í Nordic Journal of Linguistics.]

Þórhallur Eyþórsson (ritstj.). 2008. Grammatical Change and Linguistic Theory: The Rosendal Papers. Benjamins, Amsterdam.

Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Structured Exceptions and Case Selection in Insular Scandinavian“. Heike Wiese og Horst Simon (ritstj.): Expecting the unexpected: Exceptions in grammar, bls. 231-241. Mouton de Gruyer, Berlín.

 

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Meðan þetta verkefni var í gangi héldu þátttakendur í því yfir 100 fyrirlestra tengda viðfangsefninu. Hér hafa aðeins verið valdir fáeinir til að gefa hugmynd um breiddina, einkum fyrstu árin (sjá líka slóðina hér). Margir fyrirlestrar tengdir verkefninu hafa bæst við síðan og væntanlega mun slíkt halda áfram í allmörg ár. Fyrirlestrum sem hafa birst sem greinar eða bókarkaflar er yfirleitt sleppt, svo og fyrirlestrum sem voru haldnir á „uppskeruhátíð“ verkefnisins á Hugvísindaþingi 2009. Þeir eru væntanlegir í yfirlitsriti um verkefnið.

Ásgrímur Angantýsson. 2006. „The CP-domain in Icelandic“. Stórfundur ScanDiaSyn í Solf, Finnlandi.

Ásgrímur Angantýsson. 2007. „Mainland Scandinavian word order in embedded clauses in Icelandic“. NORMS-ráðstefna um stöðu sagnar, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Ásta Svavarsdóttir. 2006. „Textar, tal og tilraunir. Um efnivið og aðferðir í tilbrigðarannsókn-um“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Freyr Sigurðsson. 2007. „The Possessive hjá-construction in Icelandic“. Upphafsfundur NLVN-netsins, Tromsø, Noregi.

Höskuldur Þráinsson. 2008. „Parameters and the Statistics of Variation“. NORMS-ráðstefnan Revisiting Parameters: Holmberg and Platzack (1995) Reloaded, Háskólanum í Lundi.

Höskuldur Þráinsson. 2009. „Variation: Facts and Figures“. Boðsfyrirlestur á Comparative Germanic Syntax Workshop 24 í Brüssel.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „An Overview of Icelandic Variation Projects“. Veggspjald á NLVN-ráðstefnunni Grammatical, Sociolinguistic and Infrastructural Perspectives, Reykjavík, 8. október. Sjá hér.

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson, Ásta Svavarsdóttir, Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2005. „The Icelandic (Pilot) Project in ScanDiaSyn“. Stórfundur ScanDiaSyn, Leikanger, Noregi.

Höskuldur Þráinsson og Theódóra A. Torfadóttir. 2010. „The Extended Progressive“. Veggspjald á NLVN-ráðstefnunni Grammatical, Sociolinguistic and Infrastructural Perspectives, Reykjavík, 8. október.

Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson. 2006. „Syntactic Variation in Icelandic from a Parametric Perspective“. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar, Reykjavík.

Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson. 2006. „Syntactic Variation without Regional Dialects“. DGfS (Deutsche Gesellschaft für Sprachwissenschaft), Bielefeld, Þýskalandi.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2007. „Variation in Morphosyntax: Some Lessons from Insular Scandinavian“. Fyrirlestur á ráðstefnunni Formal Approaches to Variation in Syntax, York University, Englandi.

Matthew Whelpton. 2006. „Hvernig á að öskra sig hásan á íslensku? – What the Resultative Can Tell us about Verb Syntax and Variation“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2006. „Listin að læra að tala: Tilbrigði og máltaka barna“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Tania E. Strahan. 2008. „Celebrating Diversity in Scandinavian Reflexives“. The Glory of Babel: Celebrating Diversity in Languages and Linguistics, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Theódóra Anna Torfadóttir. 2006. „The Progressive in Progress: Changes in the Icelandic Aspect System“. Stórfundur ScanDiaSyn, Solf, Finnlandi.

Theódóra Anna Torfadóttir. „A Study of a Change: the Icelandic Progressive“. Second Scandinavian Ph.D. Conference in Linguistics and Philology, Bergen, Noregi.

Þórhallur Eyþórsson. 2006. „Goðsögnin um óbreytanleika íslensku“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Þórhallur Eyþórsson. 2007. „Verbs and Objects in Older Scandinavian Languages“. NORMS-ráðstefna um stöðu sagnar, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Þórhallur Eyþórsson. 2008. „The New Passive in Icelandic: Variation and Diachrony“. Comparative Germanic Syntax Workshop 24, Edinborgarháskóli, Edinborg.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is