Háskóli Íslands

Umskráning og aðlögun mállýskugagna

Digitalization and Adaptation of Dialect Material

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands 2004–2007 og aftur frá 2009.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Ari Hauksson, Bjarki M. Karlsson, Eva Lára Logadóttir, Gísli Valgeirsson, Sigrún Tómasdóttir og Steinar Höskuldsson.

Vefsíða verkefnisins.

Um verkefnið:

Markmið þessa verkefnis var í fyrsta lagi að færa íslensk mállýskugögn (úr rannsóknaverkefninu Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN)) af spólum og yfir í stafrænt form og í öðru lagi að gera þau nýtilegri til rannsókna og að einhverju leyti aðgengileg á Netinu.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Engin fræðirit eru beinlínis byggð á þessu verkefni, en hluti af efninu sem hefur verið fært yfir í stafrænt form er aðgengilegur á vefsíðu verkefnisins.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Þar sem hér er ekki beinlínis um fræðilegt rannsóknaverkefni að ræða hafa ekki verið fluttir margir fyrirlestrar tengdir því. Það hefur þó verið kynnt almenningi og fræðimönum.

Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Bjarki M. Karlsson. 2009. „Íslenskar framburðarmállýskur: Sögulegt yfirlit“. Veggspjald á vísindavöku RANNÍS  í september. Sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is