Háskóli Íslands

Vanessa Isenmann

Í rannsókn minni fæst ég við „tölvuboðskipti“ (e. computer-mediated-communication, skammstafað CMC) á Íslandi og stílfræðilegan samamburð þess við ritmálsstaðalinn. Af því að maður getur „talað“ og skrifað samtímis á netinu myndast blanda af talmáli, ritmáli og táknmáli og tölvuboðskipti hafa þróað og dreift nýjum málfræðilegum og táknrænum formum. Á gagnagrunnum af netspjöllum, spjallborðum og bloggum, sem ég aðgreini frá fréttagreinum, lýsi ég sérkennum íslenskra tölvuboðskipta.

Aðalleiðbeinandinn minn er Kristján Árnason.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is