Háskóli Íslands

Guðrún Þórhallsdóttir

Rannsóknir mínar spanna vítt svið innan sögulegra málvísinda. Þær eiga við sögu og forsögu íslenskrar tungu allt til upptakanna í indóevrópska frummálinu. Ég stunda einkum sögulega hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, eins og við er að búast af málfræðingi sem er menntaður í indóevrópskri og germanskri samanburðarmálfræði, og orðsifjarannsóknir koma einnig við sögu. Á seinni árum hef ég meðal annars fengist við beygingarbreytingar í íslensku á síðari öldum. Þá hef ég kynnt mér fræðasviðið mál og kyn og fjallað um notkun málfræðilegra kynja í íslensku og skyldum tungum og baráttu femínista fyrir málbreytingum af jafnréttisástæðum.

Ég undirbjó og stjórnaði ráðstefnunni The 28th East Coast Indo-European Conference (ReykIEC), sem Málvísindastofnun hélt í Háskóla Íslands 10.-14. júní 2009. Minn helsti samverkamaður var Haraldur Bernharðsson, og við nutum aðstoðar Margrétar Guðmundsdóttur, starfsmanns Hugvísindastofnunar. Ég sat einnig í undirbúningsnefnd og stjórnaði ráðstefnunni The Xth Conference of Nordic and General Linguistics, sem Málvísindastofnun hélt í Háskóla Íslands 6.-8. júní 1998. Með mér í undirbúningsnefndinni voru Eiríkur Rögnvaldsson, Höskuldur Þráinsson, Magnús Snædal og Þóra Björk Hjartardóttir. Við nutum aðstoðar starfsmanna Málvísindastofnunar, Þorsteins G. Indriðasonar og Áslaugar J. Marinósdóttur.

Upplýsingar um Guðrúnu í starfsmannaskrá Háskóla Íslands.

Úrval greina og fræðirita:

2013.  „Analogical changes in the history of OIce. fela“. Cooper, Adam I., Jeremy Rau og Michael Weiss (ritstj.): Multi Nominis Grammaticus: Studies in Classical and Indo-European Linguistics in honor of Alan J. Nussbaum on the occasion of his sixty-fifth birthday, bls. 76–93. Beech Stave Press, Ann Arbor/New York. [Söguleg beygingarfræði]  

2011. „Að kaupa til karnaðar sér ambátt“. Orð og tunga 13:77–92. [Orðsifjafræði]

2009. „Masculine or Neuter? The Icelandic Bible Meets Feminist Language Reform“. Bruno-Kress-Vorlesungen 11:7–27. Ernst Moritz Arndt Universität Greifswald. [Mál og kyn]

2008. „Karlkyn eða hvorugkyn? Íslensk málhefð, femínísk málstýring og verkefni þýðingarnefndar“. Glíman 5:103–34. Sjá grein. [Mál og kyn]

2007. „The dative singular of ō-stems in Old Norse“. Nussbaum, Alan J. (ritstj.): Verba Docenti: Studies in historical and Indo-European linguistics presented to Jay H. Jasanoff by students, colleagues, and friends, bls. 329–41. Beech Stave Press, Ann Arbor/New York. [Germönsk samanburðarmálfræði, forsaga íslenskrar tungu, söguleg beygingarfræði]

2004. „The etymology of ON øglir ‘hawk’“. Adam Hyllested o.fl. (ritstj.): Per aspera ad asteriscos. Studia Indogermanica in honorem Jens Elmegård Rasmussen sexagenarii Idibus Martiis anno MMIV, bls. 555–63. Innsbrucker Beiträge zur Sprachwissenschaft, Innsbruck. [Orðsifjafræði, söguleg hljóðkerfisfræði, söguleg orðhlutafræði]

1997. „ylgr, heiðr, brúðr. Saga r-endingar nefnifalls eintölu kvenkynsorða“. Úlfar Bragason (ritstj.): Íslensk málsaga og textafræði, bls. 41–56. Rit Stofnunar Sigurðar Nordals 3. Reykjavík. [Söguleg beygingarfræði, indóevrópsk samanburðarmálfræði, norræn samanburðarmálfræði, forsaga íslenskrar tungu]

1994-1995. „„En er þeir knjáðu þetta mál ...“.  Af sögnunum knjá og knýja“. Íslenskt mál og almenn málfræði 16-17:67-98. [Orðsifjafræði, indóevrópsk og germönsk samanburðarmálfræði, forsaga íslenskrar tungu]

1993. The Development of Intervocalic *j in Proto-Germanic, doktorsritgerð við Cornellháskóla. ix, 282 bls. [Indóevrópsk og germönsk samanburðarmálfræði, söguleg hljóðkerfisfræði, söguleg beygingarfræði]

1988. „Tocharian contraction across -w-“, Tocharian and Indo-European Studies 2:184-210. [Indóevrópsk samanburðarmálfræði]

Úrval ráðstefnufyrirlestra:

2014. „The loss of nasality in Old Norse“, The 33rd East Coast Indo-European Conference, Virginia Tech, Blacksburg, VA, 6. júní. [Söguleg hljóðkerfisfræði]

2013. „Notkun málfræðilegra kynja í íslensku og færeysku“, Frændafundur 8, Fróðskaparsetri Færeyja, 24. ágúst. [Söguleg setningafræði]

2013.  „Is it possible to reverse a linguistic change? Language change and standardization in 19th-century Icelandic“, The 21st International Conference on Historical Linguistics, Oslo Universitet, 9. ágúst. [Söguleg félagsmálvísindi]

2012. „Gender agreement in the history of Icelandic“, Workshop — Agreement from a diachronic perspective, Philipps-Universität Marburg, 4. október. [Söguleg setningafræði, söguleg félagsmálvísindi]

 2012.  „Gothic ajukdūþs, Old English ēode and intervocalic *j“, Conference on Indo-European Linguistics, Kyoto University, 5. mars. [Germönsk samanburðarmálfræði]

2011. „Strong verbs and weak preterites“. The 30th East Coast Indo-European Conference, Harvard University, Cambridge, MA, 9. júní. Sjá úthendu. [Söguleg beygingarfræði]

2009. „Að kaupa til karnaðar sér ambátt. Orð af orði, málþing um orð og orðsifjar helgað aldarminningu Ásgeirs Blöndals Magnússonar, haldið á vegum tímaritsins Orðs og tungu og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðarbókhlöðunni, 7. nóvember. Sjá grein um efnið hér að ofan. [Orðsifjafræði]

2009. „Raunkyn, eðliskyn og fleiri kynlegar hliðar á kyni“. 23. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunnar HÍ, Háskóla Íslands, 31. janúar. Sjá úthendu. [Mál og kyn]

2008 „andvaka og einmana í sálarkreppu“. 22. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunnar HÍ, Háskóla Íslands, 26. janúar. Sjá úthendu. [Söguleg beygingarfræði, forsaga íslenskrar tungu]

2007. „„… þar sem fjallað er um bæði kynin“: Íslensk málhefð, femínísk málstýring og verkefni þýðingarnefndar“. Ný íslensk biblíuþýðing, Málþing í Skálholti 16.–17. nóvember, haldið á vegum ReykjavíkurAkademíunnar, Skálholtsskóla og tímaritsins Glímunnar. Sjá grein um efnið hér að ofan. [Mál og kyn]

2006. „Frjálslyndir og Vinstri græn. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 4. nóvember. Sjá úthendu. [Mál og kyn]

2005. „Kvenvæðing og karlamálfræði“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 18. nóvember. Sjá úthendu. [Mál og kyn]

2005. „„Mál beggja kynja“ í máli með þrjú kyn“. , , hann, hún þeir, þær, þau, Málþing um mál, kyn og kirkju, Safnaðarheimili Neskirkju, 5. mars. Að þinginu stóðu Guðfræðistofnun, Helgisiðanefnd, Hið íslenska Biblíufélag, Íslensk málnefnd, Íslenska málfræðifélagið og Rithöfundasamband Íslands. Sjá úthendu. [Mál og kyn]

2004. „Á góðri stundu í höllu Skúla jarls. Undarlega u-endingin í þágufalli sterkra kvenkynsorða”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, október. Sjá grein um efnið hér að ofan. [Germönsk samanburðarmálfræði, forsaga íslenskrar tungu, söguleg beygingarfræði]

2003. „Þversögnin í þversögn Sturtevants og sagan af sögninni fela“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, nóvember. Sjá úthendu. [Söguleg beygingarfræði]

2002. „One n and Two in Germanic n-stems“. Indogermanistik, Germanistik, Linguistik: Arbeitstagung der Indogermanischen Gesellschaft, Friedrich-Schiller-Universität Jena, september. [Indóevrópsk og germönsk samanburðarmálfræði]

1996. „ylgr, heiðr, brúðr: Saga r-endingar nefnifalls eintölu kvenkynsorða“. Alþjóðleg ráðstefna um íslenska málsögu og textafræði, Stofnun Sigurðar Nordals, Reykjavík, september. Sjá grein um efnið hér að ofan. [Söguleg beygingarfræði, indóevrópsk samanburðarmálfræði, norræn samanburðarmálfræði, forsaga íslenskrar tungu]

1995. „ON øglir ‘hawk’“. The Fourteenth East Coast Indo-European Conference, Harvard University, júlí. Sjá grein um efnið hér að ofan. [Orðsifjafræði, söguleg hljóðkerfisfræði, söguleg orðhlutafræði]

1994. „„En er þeir knjáðu þetta mál...“. Old Norse knjá and knýja:  one verb or two?“. The Thirteenth East Coast Indo-European Conference, University of Texas at Austin, maí. Sjá grein um efnið hér að ofan. [Orðsifjafræði, indóevrópsk/germönsk samanburðarmálfræði, forsaga íslenskrar tungu]

1993. „The Development of Intervocalic *j in Proto-Germanic“. The Twelfth East Coast Indo-European Conference, Cornell University, júní. [Indóevrópsk og germönsk samanburðarmálfræði, söguleg hljóðkerfisfræði, söguleg beygingarfræð]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is