Háskóli Íslands

Kolbrún Friðriksdóttir

Rannsóknir mínar eru á sviði annarsmálsfræða. Eitt af því sem ég hef skoðað er tileinkunarferli fallbeygingar nafnorða í íslensku sem öðru máli en megináhersla í rannsóknum mínum nú er á sviði tölvustudds tungumálanáms (CALL) og kennslufræði miðilsins. Ég vinn nú að rannsókn á námshegðun nema í vefnámskeiðunum Icelandic Online (http://icelandiconline.is) sem byggist m.a. á gögnum úr gagnagrunni námskeiðanna - en vöktunarkerfi Icelandic Online hefur fylgt málnemum eftir í um áratug. Í brennidepli er þá m.a. athugun á því hvort mismunandi námsumgjörð (blandað nám, fjarnám, sjálfsnám) skipti máli m.t.t til námsframvindu.

Upplýsingar um Kolbrúnu í starfsmannaskrá Háskóla Íslands.

Úrval greina og fræðirita:

2013.  „Íslenskuþorpið: Leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku.“ Milli mála - Tímarit um erlend tungumál og menningu 5:13-44. [Meðhöfundur: Guðrún Theodórsdóttir.]

2010. Útgáfa framhaldsnámskeiðs í íslensku sem öðru máli á netinu, Icelandic Online 4: http://icelandiconline.is/iol4. [Íslenska sem annað mál]

2010. Útgáfa framhaldsnámskeiðs í íslensku sem öðru máli á netinu, Icelandic Online 3: http://icelandiconline.is/iol3. [Íslenska sem annað mál]

2008. „Íslenska sem annað mál: Hvernig lærist fallbeyging nafnorða í íslensku?“ Hrafnaþing 5:33-53. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. [Íslenska sem annað mál]

2006. Útgáfa aukinnar útgáfu af Icelandic Online  til fjarkennslu fyrir HÍ-nema o.fl., Icelandic Online 1 Plús: http://icelandiconline.is/kennari/plus. [Íslenska sem annað mál]

2005. Útgáfa framhaldsnámskeiðs í íslensku sem öðru máli á netinu, Icelandic Online 2: http://icelandiconline.is/iol2. [Íslenska sem annað mál]

2005. „Vangaveltur um u-hljóðvarpsvíxl“. Mímir 50:120-126. [Íslensk málfræði]

2004. Útgáfa byrjendanámskeiðs (tvöfalt námskeið, tvö þemu) í íslensku sem öðru máli á netinu, Icelandic Online 1: http://icelandiconline.is/nattura og http://icelandiconline.is/menning. [Íslenska sem annað mál]

Úrval ráðstefnufyrirlestra:

2014. „Not margmiðlunarefnis við tileinkun orðaforða og lesskilnings.“ Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 15. mars. 

2014. „Íslenskunám/-kennsla og margmiðlun: Blönduð námskeið - vefstudd námskeið.“ Erindi í Bitaboxi RÍM: Umæðufundi Rannsóknarstofu í máltileinkun, Háskóla Íslands, 28. mars.

2014. „Icelandic Online í góðri blöndu.“ Málþingið Háskólakennsla í takt við tímann - færni og tækifæri í blönduðu námi, Háskóla Íslands, 29. apríl.

2013. „Íslenskuþorpið í reynd - viðhorf íslenskunema.“ Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 16. mars. 

2013. „Icelandic Online - opinn aðgangur að íslensku máli og menningu.“ Frændafundur, Þórshöfn, 25. ágúst.

2012. „Séð og heyrt. Um tileinkun orðaforða í íslensku sem öðru máli.“ Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 10. mars.

2012. „Nýjar rannsóknir á íslensku sem öðru máli og Íslenskuþorpið - leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku í samfélaginu.“ Erindi flutt í Málstofunni (Rás 1), 27. mars. [Meðflytjandi: Guðrún Theodórsdóttir.]

2012. „Icelandic Online: Lykilinn að nýjum málnotendum.“ Erindi á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 16. maí.

2011. „Íslenskuþorpið: Leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 11.-12. mars. [Meðflytjandi: Guðrún Theodórsdóttir.] [Tileinkunarferli íslensku sem annars máls. Talað mál og aðferðir til tjáskipta]

2011. „Aðferðir málnema til að byggja upp orðaforða í íslensku sem öðru máli”. Málstofan Rannsóknir í máltileinkun - RÍM, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25.-26. mars. [Íslenska sem annað mál]

2011. „The Icelandic Village: A guided participation in real-life interaction”. Nordand 10, – Konference om Nordens sprog som andet- og fremmed sprog, Háskóla Íslands, 25.-28. maí. [Meðflytjendur Guðrún Theodórsdóttir og Guðlaug S. Brynjólfsdóttir.] [Tileinkunarferli íslensku sem annars máls. Talað mál og aðferðir til tjáskipta]

2010. „Icelandic Online: Mikilvæg viðbót í íslenskukennslu”. Fyrirlestur á málþingi Íslenskustofu: Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 27. janúar. [Rannsóknir og kennsla íslensku sem annars máls]

2010. „Icelandic Language Learning: Teaching Morphologically Complex Language Online”. Málstofuröð SOAS-UCL: Languages of the Wider World CETL, University College London, 10. febrúar. [Rannsóknir og kennsla íslensku sem annars máls]

2010. „Vefurinn og gildi hans í kennslu íslensku sem annars máls: Icelandic Online og kennsla fallbeygingar”. Málstofan Rannsóknir í máltileinkun - RÍM, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 5.-6. mars. [Kennsla fallbeygingar, íslenska sem annað mál]

2010. „Icelandic as a Second/Foreign Language: Icelandic Online – The Pedagogical Approach”. Nordic Seminar on CALL and Corpora, 24.-25. september. [Rannsóknir og kennsla íslensku sem annars máls á netinu]

2009. „Tengsl persónuleika og árangurs í tungumálanámi”. Málstofan Námsstíll – Námsaðferðir – Námsárangur, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 13.-14. mars. [Íslenska sem annað mál]

2008. „Vönduð íslenskunámskeið eru lykilatriði”. Fyrirlestur á málþingi um framtíð íslenskrar tungu í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi, 28. mars. [Einn frummælenda á þingi sem haldið var á vegum Íslenskrar málnefndar og Alþjóðahúss í Alþjóðahúsi í tilefni af endurskoðun íslenskrar málstefnu.] [Rannsóknir og kennsla íslensku sem annars máls]

2008. „Þróun kunnáttunnar í íslensku sem öðru máli: Málfræðin byggð upp og endurskipulögð”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 3.- 4. apríl. [Tileinkunarferli fallbeygingar nafnorða í íslensku sem öðru máli]

2006. „Tileinkun fallbeygingar nafnorða í íslensku sem öðru máli: Kunnátta nema við Háskóla Íslands eftir 3-18 mánaða nám”. Fyrirlestur á ráðstefnu um íslensku sem annað mál/erlent mál á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals, 17.-19. ágúst. [Tileinkunarferli fallbeygingar nafnorða í íslensku sem öðru máli]

2005. „Íslenska sem annað mál. Nám fallbeygingar nafnorða: Hvernig þróast kunnáttan?”. Fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 17. mars. [Tileinkunarferli fallbeygingar nafnorða í íslensku sem öðru máli]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is