Háskóli Íslands

Kristján Árnason

Helstu hugðarefni mín eru hljóðkerfisfræði, bragfræði, stílfræði, félagsleg málvísindi, mál og samfélag, hreintungustefna, stöðlun og breytileiki, ritmál og talmál. Ég hef tekið þátt í nokkrum stærri rannsóknarverkefnum. Helst má nefna þessi:

  • RÍN, rannsókn á íslensku nútímamáli, aðal-samstarfsmaður Höskuldur Þráinsson.
  • Rannsókn á aðkomuorðum í íslensku (aðalskipuleggjendur Helge Sandøy, Tore Kristiansen og Lars Vikør; íslenskir samstarfsmenn m.a. Ásta Svavarsdóttir, Guðrún Kvaran, Halldóra Ewen og Hanna Óladóttir).
  • Stöðlun tungmála í Evrópu (SLICE). Aðalskipuleggjandi: Tore Kristiansen; samstarfsmenn m.a. Ari Páll Kristinssson og Stephen Leonard
  • Greinir skáldskapar. Braggreindur, orðhlutagreindur og setningagreindur gagnagrunnur með eldri og yngri kveðskap (m.a. eddukvæðum, dróttkvæðum og rímum). Helstu samstarfsmenn: Bjarki M. Karlsson, Eiríkur Kristjánsson, Haukur Þorgeirsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Þórhallur Eyþórsson. Samstarf við norska verkefnið PROIEL undir stjórn Dags Haug.
  • Málbreytingar í rauntíma. Endurtekin RÍN-rannsókn; aðalskipuleggjandi Höskuldur Þráinsson.

Um þessar mundir er að koma út bókin: The phonology of Icelandic and Faroese, útgefandi Oxford Univesity Press.

Ég á í samstarfi við þýska málfræðinga (í Freiburg og Konstanz) um frekari rannsóknir á færeysku hljóðkerfi.

Ég tók þátt í að skipuleggja ráðstefnuna West Nordic Standardisation and Variation sem haldin var í Stokkhólmi þann 7. október 2001. Samstarfsmaður minn var Ari Páll Kristinsson. Ég sat einnig í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar Greinir skáldskapar - The Branches of Poetry ásamt Margréti Guðmundsdóttur og Þórhalli Eyþórssyni.

Upplýsingar um Kristján í starfsmannaskrá Háskóla Íslands.

Úrval greina og fræðirita:

2011. The Phonology of Icelandic and Faroese. Oxford University Press, Oxford. [Íslensk og færeysk hljóðkerfisfræði, almenn hljóðkerfisfræði, söguleg málvísindi, samtímaleg samanburðarmálfræði, vestnorræn samanburðarmálfræði]

2010. „Um formgildi og tákngildi íslenskra ljóðstafa”. Són, tímarit um óðfræði 8:137-169. [Bragfræði, bókmenntasaga]

2009. „Phonological domains in Modern Icelandic”. Janet Grijzenhaut og Barish Kabak (ritstj.): Phonological Domains. Universals and Deviations, bls. 283-313. Moutond de Gruyter, Berlín. [Hljóðkerfisfræði, setningafræði, samband setningagerðar og hljóðgerðar]

2009. „On Craigie’s Law and Kuhn’s law in Nordic poetry”. Tonya Kim Dewey og Frog (ritstj.): Vestatility in Versification. Multidisciplinary Approaches to Metrics. Berkeley Insights in Linguistics and Semiotics 74, bls. 39-60. Peter Lang, New York. [Bragfræði, hljóðkerfisfræði, setningafræði, söguleg málvísindi]

2007. „On the principles of Nordic Rhyme and alliteration”. Arkiv för nordisk filologi 122:79-114. [Bragfræði, hljóðkerfisfræði, málsaga]

2006. „Um Háttatal Snorra Sturlusonar. Bragform og braglýsing”. Gripla XVII:75-124.

2006. „Island”. Tore Kristiansen og Lars S. Vikør (ritstj.): Nordiske språkhaldningar. Ei meningsmåling. Moderne importord i språka i Norden, bls. 17-39.

2006. „The Representation of Vowel Shortness: Icelandic once more”. The Linguistic Society of St. Petersburg. Language & Language Behavior 6. Facutly of Philology. St. Petersburg University. [Hljóðkerfisfræði]

2006. „The rise of the quatrain in Germanic: musicality and word based rhythm in eddic metres”. B. Elan Dresher og Nila Friedberg (ritstj.): Formal Approaches to Poetry. Recent Developments in Metrics, bls. 151-169. Mouton de Guyter, Berlin. [Bragfræði, söguleg hljóðkerfisfræði]

2005. Íslensk tunga I. Hljóð. Almenna bókafélagið, Reykjavík.

2005. „Íslenska og enska: Vísir að greiningu á málvistkerfi”. Ritið. Tímarit Hugvísindastofnunar 2/2005:99-140. [Mál og samfélag, málpólitík]

2004. „Á vora tungu” – íslenskt mál og erlend hugsun. Skírnir, 178 ár (haust 2004):375-404. [Félagsmálfræði, söguleg málfræði, saga íslenskrar tungu]

2003. [Ritstjóri] Útnorður: West Nordic Standardisation and Variation. Háskólaútgáfan, Reykjavík. [Mál og samfélag, félagsleg málfræði, söguleg málfræði, stöðlun tungumála, vestnorræn samanburðarmálfræði]

2002. Kuhn’s Laws in Old Icelandic Prose and Poetry. Journal of Germanic Linguistics 14, bls. 201-241. [Bragfræði, hljóðkerfisfræði, setningafræði, söguleg málvísindi]

1991 [2. útgáfa 2000]. The rhythms of dróttkvætt and other Old Icelandic Metres. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Sjá hér. [Bragfræði, söguleg hljóðkerfisfræði]

1980 [2. útgáfa 1982]. Íslensk málfræði I-II. Kennslubók handa framhaldsskólum. Iðunn, Reykjavík. [Íslensk málfræði, setningafræði, orðhluta- og beygingarfræði, hljóðfræði, íslenskukennsla]

1980. Quantity in historical phonology: Icelandic and related cases. Cambridge Studies in Linguistics 30. Cambridge University Press, Cambridge. [Söguleg hljóðkerfisfræði]

Úrval ráðstefnufyrirlestra:

2010. „Varieties and standards in West-Nordic”. Nionde nordiska dialektologkonferensen, Uppsala 18.-20. ágúst. [Samanburðarmálfræði, mállýskur og breytileiki, hljóðkerfisfræði, málstöðlun, mál og samfélag]

2007. „Phonological domains in Modern Icelandic”. Deutsche Gesellschaft für Sprachwissenschaft. Jahrestagung. Siegen. [Hljóðkerfisfræði, samband setningagerðar og hljóðgerðar]

2007. „Að bera sér orð í munn: Hvenær verður orðið íslenskt?”. Erindi á ráðstefnu í minningu Jakobs Benediktssonar, Reykholti 1. desember. [Hljóðkerfisfræði, orðhluta- og beygingarfræði]

2003. „The Scandinavian Consonant Shift: A View from the West”. Materialij meshdunarodnoij konferentsij posvjatsjennoj 100-letiju so dnja roshdenija professora M. I. Stjeblin-Kamjenskogo. Háskólinn í St. Pétursborg, september. [Söguleg hljóðkerfisfræði]

2001. „Language Planning and the Structure of Icelandic”. West Nordic Standardisation and Variation. Stokkhólmi. [Mál og samfélag, málpólitík, málstöðlun]

2001. „Nordic Poetry: Alliteration, Stanzaic Structure, and Kuhn´s Laws”. Germanc Linguistics Annual Conference 7, 21. apríl. [Bragfræði, söguleg málvísindi]

2000. „Idealer og realitet i standardisering af islandsk udtale”. Nordisk sprogmøde. Nuuk, Grænlandi. [Málstefna, stöðlun, breytileiki]

1999. „The rise of the quatrain in Germanic: musicality and word based rhythm in eddic metres”. Formal Approaches to Poetry. Recent Developments in Metrics. Toronto. [Bragfræði]

1997. „Vowel shortness in Icelandic”. Phonology and Morphology of the Germanic Languages. Marburg. [Hljóðkerfisfræði]

1996. „Toward an analysis of Icelandic Intonation”. Nordic Prosody VII, Joensuu. [Hljóðkerfisfræði, samband setningagerðar og hljóðgerðar]

1996. „How to meet the European Standard”. Workshop on Comparative Germanic Phonology. Tromsø. [Söguleg hljóðkerfisfræði, orðhluta- og beygingarfræði]

1988. „Problems in the Lexical Phonology of Icelandic”. The 6th International Phonology Meeting. Krems, Austurríki. [Hljóðkerfisfræði, orðhluta- og beygingarfræði]

1987. „Conflicting Teleologies: Drift and Normalisation in the History of Icelandic Phonology”. Historical Linguistics, Lille. [Söguleg málvísindi, félagsleg málvísindi, hljóðkerfisfræði]

1987. „Form, Structure, Composition and Performance in Old and Modern Icelandic Poetry”. Från fornyrðislag til fri vers. Centrum för Metriska Studier. Göteborg. [Bragfræði, hljóðkerfisfræði, bókmenntasaga]

1986. „Icelandic Dialects Forty Years Later: the (non)survival of some northern and south-eastern features”. The Nordic Languages and Modern Linguistics 6. Helsinki, ágúst. [Íslenskar mállýskur, breytileiki máls, hljóðkerfisfræði]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is