Háskóli Íslands

Ráðstefnur

Málvísindastofnun stendur fyrir ráðstefnum, málþingum og fyrirlestrum á fagsviði sínu. Mikil samvinna er við Íslenska málfræðifélagið, meðal annars um hina árlegu Rask-ráðstefnu, staka fyrirlestra og spjallfundi sem haldnir eru vikulega yfir veturinn. Viðburðir á vegum Málvísindastofnunar eru kynntir í viðburðadagatali hér á síðunni og á vefsíðu Hugvísindasviðs (www.hug.hi.is).

Málvísindakaffi

Yfir vetrarmánuðina stendur Íslenska málfræðifélagið fyrir Málvísindakaffi í samvinnu við Málvísindastofnun, flesta föstudaga kl. 12-13 í stofu 303 í Árnagarði. Erindi eru auglýst á heimasíðu Íslenska málfræðifélagsins jafnóðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna viðfangsefni á þessum vettvangi geta haft samband við formann Málfræðifélagsins, Eirík Rögnvaldsson (eirikur@hi.is).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is