Háskóli Íslands

Rannveig Sverrisdóttir

Í rannsóknum mínum einblíni ég á grundvallar málfræðiatriði í íslensku táknmáli og sérstöðu íslenska táknmálssamfélagins. Ég vinn náið með starfsfólki á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (þar á meðal málhöfum úr íslenska táknmálssamfélaginu) og Jóhannesi Gísla Jónssyni við HÍ. Er ásamt Jóhannesi fulltrúi Íslands í stjórn verkefnisins „Rannsókn á málfræði táknmála í Evrópu: Leiðir til fullrar samfélagsþátttöku heyrnarlaustra táknmálsnotenda og varðveislu tungumálaarfs þeirra“ sem styrkt er af COST til fjögurra ára. Verkefnið er undir stjórn Josep Quer prófessors við Háskólann Pompeu Fabra og má lesa nánar um það hér.

Upplýsingar um Rannveigu í starfsmannaskrá Háskóla Íslands.

Úrval greina og fræðirita:

2014. „Why is the SKY BLUE? On Colour Signs in Icelandic Sign Language. [Væntanlegt]. Meðhöfundur Kristín Lena Þorvaldsdóttir. Í Ulrike Zeshan og Keiko Sagara (ritstj.). Semantic fields in sign languages. Mouton de Guyter and Nijmegen: Ishara Press, Berlín.

2012. „Málfræði íslenska táknmálsins.“ Íslenskt mál og almenn málfræði 34:9-52. Meðhöfundar Elísa G. Brynjólfsdóttir, Jóhannes G. Jónsson, Kristín L. Þorvaldsdóttir.

2011. „Íslenskt táknmál fest í lög“. Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs, 1. júlí 2011, sjá hér.

2010. „Islandsk tegnsprogs status”. Guðrún Kvaran (ritstj.): Fra kalveskinn til „tölva”, bls. 89-97. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavík. Sjá hér. [Staða íslenska táknmálsins, málstefna og málpólitík í táknmálssamfélaginu]

2007. „Hann var bæði mál- og heyrnarlaus. Um viðhorf til táknmála”. Ritið 2007(1):83-105. [Íslenska táknmálssamfélagið]

2005. „Orð eða mynd. Um myndrænan orðaforða táknmála”. Ritið 2005(1). [Myndrænn orðaforði táknmála, orðhlutafræði, merkingarfræði]

2005. „Táknmál – tungumál heyrnarlausra”. Málfríður 2005(1). [Almennt um málfræði táknmála]

Úrval ráðstefnufyrirlestra:

2014. „Gulur, rauður, grænn og blár. Breytileiki í litatáknum í ÍTM.“ Ásamt Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, málstofan „Ekki er öll vitleysan eins - Rýnt í málbrigði“, 14.mars 2014, Háskóla Íslands, Reykjavík.

2014. „Negative non-manuals in ÍTM.“ Ásamt Jóhannesi Gísla Jónssyni og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur. Veggspjald á 3rd FEAST Conference (Formal and Experimental Advances in Sign Language Theory), Ca' Foscari Háskólanum, Feneyjum, 9.-11. júní 2014.

2013. „Why is the SKY BLUE? On Colour Signs in Icelandic Sign Language“. Ásamt Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur. 25th Scandinavian Conference of Linguistics, Reykjavík 14. maí.

2013. „Áhrif íslensku á íslenskt táknmál“. Ásamt Elísu G. Brynjólfsdóttur, Jóhannesi G. Jónssyni og Kristínu L. Þorvaldsdóttur, 27. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ, 26. janúar 2013.

2013. „Orðmyndunarleiðir í ÍTM og táknmálum almennt.“ Hugvísindaþing Háskóla Íslands, málstofan „Íslenskt táknmál: Myndir úr málsamfélaginu“, 15. mars 2013.

2012. „Gagnagrunnur íslenska táknmálsins.“ Hugvísindaþing Háskóla Íslands, málstofan „Gagnagrunnar í málfræði“, 10. mars 2012.

2012. „Venjulegar sagnir og áttbeygðar sagnir. Um kerfisbundna eiginleika sagna í íslenska táknmálinu“. Ásamt Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur, 26. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ, 28.janúar 2012. [Málfræði íslenska táknmálsins]

2011. „Er gagn af gögnum? Gagnasöfnun og skráning í táknmálsrannsóknum. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, málstofan „Íslenskt táknmál: Málfræðirannsóknir“, 26. mars 2011. [Gagnagrunnar í táknmálum]

2010. A short introduction to Icelandic Sign Language and the SL society”. Varðveisla til framtíðar. Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru. Ráðstefna í tilefni af áttræðisafmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur. 16. apríl. [Almennt um íslenskt táknmál og málsamfélagið]

2010. „Fyrsta mál - móðurmál”. Málstofan Táknmál sem fyrsta mál á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands, 22. september. [Um sérstöðu málhafa táknmálssamfélagsins þegar kemur að fyrsta máli]

2009. „Islandsk tegnsprogs status”. Fra kalveskinn til „tölva”, ráðstefna um tungumál smærri málsvæða haldin af Menntamálaráðuneyti Íslands, Reykholti, 2.-3. október. [Staða íslenska táknmálsins, málstefna og málpólitík í táknmálssamfélaginu hér á landi].

2008. „Það er töff að vera döff. Um aðkomuorðið „döff” í íslensku”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands 4.-5. apríl. [Málsamfélag]

2008. „Málstefna-málstöðnun. Hverju breytir það?” Hádegisspjall Bandalags þýðenda og túlka í samvinnu við Þýðingasetur: Táknmál á tímamótum. Lögverndun, málstefna og orðabækur, 7. maí. [Málsamfélag]

2008. „Táknmál – raddmál. Ólíkar aðferðir í rannsóknum á málþroska”. Ráðstefna um tal- og málmein, 8. nóvember. [Málsamfélag]

2005. „Falinn hópur tvítyngdra barna. Nauðsyn rannsókna á tvítyngi íslensku og táknmáls”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, málstofa um máltöku, talmein og tvítyngi, 18. nóvember. [Málsamfélag]

2004. „Snerting raddmáls og táknmáls. Íslenska og íslenskt táknmál hlið við hlið”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, málstofan Á mótum tungumála: Íslenska, táknmál og erlend mál, 22. október. [Málsamfélag]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is