Háskóli Íslands

Sigríður Þorvaldsdóttir

Rannsóknir mínar undanfarin ár, í samstarfi við Maríu Garðarsdóttur, hafa verið í annarsmálsfræðum með áherslu á þróun málfræðikerfis í íslensku millimáli. Útgangspunktur í rannsóknunum er úrvinnslukenning Manfreds Pienemanns frá 1998 en hún fæst við þróunarvandamálið, þ.e. um það hvernig tungumál þróast hjá málnema sem er að læra annað tungumál en sitt eigið móðurmál. Kenningin gerir ráð fyrir hugrænum úrvinnslubúnaði og gert er ráð fyrir að úrvinnslugeta málnemans felist í því að vinna úr málfræðilegum formum nýja málsins. Úrvinnslukenningin byggir á gerð úrvinnslubúnaðarins (e. language processor) og gengur út frá því að verkefni máltileinkunar sé að tileinka sér þann búnað eða þá aðgerðarfærni sem er nauðsynleg til að vinna úr tungumálinu.

Ég hef setið í undirbúningsnefnd fyrir NORDAND 5 sem var haldin árið 2001 og NORDAND 10 sem var haldin árið 2011. NORDAND er norræn ráðstefna um rannsóknir á norrænum málum sem annað mál.

Upplýsingar um Sigríði í starfsmannaskrá Háskólan Íslands.

Úrval greina og fræðirita:

2007. [Meðhöf. María Garðarsdóttir.] „V2 in Icelandic as A Second Language”. Carlsen, Cecilie og Eli Moe (ritstj.): A Human Touch to Language Testing. A collection of essays in honour of Reidun Oanæs Andersen on the occasion of her retirement June 2007, bls. 209-220. Novus Press, Oslo. [Annarsmálsfræði]

Úrval ráðstefnufyrirlestra:

2010. [Meðhöf. og -flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Kasus i processabilitetsteoriens perspektiv: Kasushierarki i islandsk som andetsprog”. Nordic Seminar on CALL and Corpora. Haldið á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Radisson BLU Hotel Saga, Reykjavík, 24.-25. september. [Annarsmálsfræði]

2010. [Meðhöf.: María Garðarsdóttir. Flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Orðaforði í íslensku millimáli”. Málstofan Rannsóknir í máltileinkun - RÍM, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 5.-6. mars. [Annarsmálsfræði]

2010. [Meðhöf.: María Garðarsdóttir. Flytjandi: Sigríður Þorvaldsdóttir.] „Tilgátusviðið”. Málstofan Rannsóknir í máltileinkun - RÍM, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 5.-6. mars. [Annarsmálsfræði]

2010. [Meðhöf. og -flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Stigveldi máltileinkunar”. 24. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og málvísindastofnunnar HÍ. Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands, 30. janúar. [Annarsmálsfræði]

2009. „Yfirlit yfir mismunandi námsaðferðir”. Málstofan Námsstíll – námsaðferðir – námsárangur, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 13.-14. mars. 

2008. [Meðhöf. og -flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Allt annað mál! Nokkur orð um annarsmálsfræði”. Hátíðardagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu, Háskóla Íslands, 16. nóvember. Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum og ritlist, stóð fyrir dagskránni. [Annarsmálsfræði]

2008. [Meðhöf.: María Garðarsdóttir. Flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Beygingar og setningagerð í íslensku sem öðru máli. Tileinkunarröð valinna beygingar- og setningarlegra atriða í ljósi kenningar Pienemanns, Processability Theory”. Málstofan Annarsmálsfræði - Ný fræðigrein á Íslandi, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 4.-5. apríl. [Annarsmálsfræði]

2008. [Meðhöf.: María Garðarsdóttir. Flytjandi: Sigríður Þorvaldsdóttir.] „Tileinkunarkenning Pienemanns, Processability Theory. Niðurstöður rannsókna á tileinkunarröð beygingar- og setningarlegra atriða í skandinavísku málunum og finnsku”. Málstofan Annarsmálsfræði - Ný fræðigrein á Íslandi, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 4.-5. apríl. [Annarsmálsfræði]

2007. [Meðhöf.: María Garðarsdóttir. Flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Könnun á viðhorfum nemenda til kennslu og náms í töluðu máli”. Málstofan Annað mál Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 9.-10. mars. [Annarsmálsfræði]

2007. [Meðhöf.: María Garðarsdóttir. Flytjandi: Sigríður Þorvaldsdóttir.] „Kennsla í töluðu máli. Aðferðir og árangur”. Málstofan Annað mál, Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 9.-10. mars. [Annarsmálsfræði]

2006. „Sögn í öðru sæti í íslensku sem öðru máli”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 3.-4. nóvember. [Annarsmálsfræði]

2006. „Sögn í öðru sæti í íslensku sem öðru máli”. Ráðstefna um íslensku sem annað og erlent mál, Háskóla Íslands, 17.–19. ágúst. Ráðstefnan var á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals. [Annarsmálsfræði]

2001. [Meðhöf. og -flytjandi: María Garðarsdóttir.] „Tilegnelse af verbbøjning i islandsk”. Konference om nordiske sprog som andet- og fremmedsprog. Háskóla Íslands, 23.-25. maí. [Annarsmálsfræði]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is