Háskóli Íslands

Stefanie Bade

Ég er doktorsnemi í íslenskri málfræði undir leiðsögn Kristjáns Árnasonar. Rannsóknin mín beinist að félagslegum og málfélagslegum þáttum nýs fjölmenningarlegs samfélags og hefur það að markmiði að kanna viðhorf Íslendinga til málnotkunar innflytjenda. Aðalspurningin snýr því að viðbrögðum Íslendinga, jákvæðum eða neikvæðum, við óhefðbundinni málnotkun og einkum erlendum hreim. Í þessu samhengi er sjónum beint að afstöðu Íslendinga í ljósi íslenskrar málstefnu sem mótað hefur íslenskt málsamfélag í gegnum tíðina.

Rannsóknin er eigindleg og rætt verður við valda hópa Íslendinga eftir aldri, kyni, menntun og búsetu. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða mállegir þættir skipta Íslendinga máli í sambandi við breytt íslenskt (mál)samfélag nútímans og stöðu íslenskrar málstefnu á tímum æ vaxandi fjölbreytileika hér á landi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is