Málvísindastofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun. Meðal hlutverka hennar er að vera vettvangur rannsókna í málvísindum, standa fyrir útgáfu, ráðstefnum, fyrirlestrum og annarri starfsemi og veita ungum fræðimönnum og framhaldsnemum í málvísindum aðstöðu og tækifæri til rannsóknastarfa. Auk þess á hún að efla tengsl rannsókna og kennslu og  sinna verkefnum á sviði málvísinda sem miða að þjónustu og fræðslu.