Háskóli Íslands

Málvísindi fjalla um tungumálið, eðli þess og breytingar. Málvísindamenn fást við lýsingu einstakra tungumála og samanburð þeirra, rekja málbreytingar og skýra þær, gera grein fyrir því hvernig við tileinkum okkur málið eða glötum því, lýsa því að hvaða leyti tungumál heimsins eru lík og hvað greinir þau að o.s.frv.

Táknmálsfræðiráðstefna 2017

Sjötta ráðstefnan í ráðstefnuröðinni  “Formal and Experimental Advances in Sign Language Theory” (FEAST) verður haldin við Háskóla Íslands 21.-22. júní 2017. Ráðstefnan er á vegum rannsóknarverkefnisins “The Sign Hub: Preserving, Researching and Fostering the Linguistic, Historical and Cultural Heritage of European Deaf Signing Communities with an Integral Resource” (2016-2020), sem fjármagnað er af Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins.

Boðsfyrirlesarar eru:
Chiara Branchini, University of Venice
Joanna Atkinson, University College London

Frestur til að skila útdráttum er til 15. janúar 2017.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðstefnunnar

https://sites.google.com/site/feastconference/home/conferences/feast_reykjavik_2017

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is