Háskóli Íslands

Málvísindastofnun er starfsvettvangur þeirra sem fást við rannsóknir í málvísindum við Háskóla Íslands. Hún gefur út fræðirit og kennslubækur um málvísindi, stendur fyrir ráðstefnum og styður við rannsóknaverkefni af ýmsu tagi.

Málvísindi fjalla um tungumálið, eðli þess og breytingar. Málvísindamenn fást við lýsingu einstakra tungumála og samanburð þeirra, rekja málbreytingar og skýra þær, gera grein fyrir því hvernig við tileinkum okkur málið eða glötum því, lýsa því að hvaða leyti tungumál heimsins eru lík og hvað greinir þau að o.s.frv.

Konráðsþing

Málþing um Konráð Gíslason
í Kakalaskála í Skagafirði
laugardaginn 3. september 2016

14:00 Hjalti Pálsson: „Konráð Gíslason! – Hvaða maður er það?“
14:30 Eiríkur Rögnvaldsson: Fræðimaðurinn Konráð og íslenskan
15:00 Svanhildur Óskarsdóttir: Hrærivél Konráðs og Njáluútgáfan 1875–89
15:30–16:00 Kaffihlé
16:00 Páll Valsson: „Hér er allt svo dauft og sem í draumi“ – Var Konráð Gíslason skáld?
16:30 Sveinn Yngvi Egilsson: „…þó maður sje aldrei nema nokkurneginn einlægur, eins og jeg er“: Bréfritarinn Konráð Gíslason
17:00 Pílagrímsför að minnisvarðanum um Konráð Gíslason

Málþingsstjóri verður Guðrún Ingólfsdóttir

Kakalaskáli stendur að þinginu í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, með styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is