Háskóli Íslands

Styrkir

Á síðu Hugvísindastofnunar er að finna upplýsingar um ýmsa styrki á sviði hugvísinda og einnig sérstakt styrkjadagatal þar sem umsóknarfrestir á næstunni eru sýndir. 

Málvísindastofnun veitir meistara- og doktorsnemum ferðastyrki á ráðstefnur og námskeið samkvæmt sérstökum reglum (sjá hér til hliðar). Að auki hefur stofnunin stundum greitt mótframlög með styrkjum sem félagar hafa fengið frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun. Einnig hefur stofnunin stundum veitt félögum sérstaka verkefnastyrki.

Málvísindastofnun býður fræðimönnum til landsins, að jafnaði einum á ári, og greiðir kostnað við ferðina - fargjald, gistingu og dagpeninga. Um heimsóknir slíkra boðsfyrirlesara gilda sérstakar reglur (sjá hér til hliðar).

Einnig getur stofnunin, rannsóknastofur innan hennar og einstakir félagar sótt um styrki úr Rannsóknasjóði Hugvísindastofnunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is