Rannsóknaverkefni

Félagar í Málvísindastofnun standa fyrir eða taka þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum, iðulega í samvinnu við aðra innlenda og erlenda fræðimenn. Hér má finna upplýsingar um bæði verkefni sem standa yfir og verkefni sem er lokið.

Nýleg verkefni

Modeling the linguistic consequences of digital language contact

Öndvegisstyrkur frá Rannsóknasjóði 2016-2019.

Verkefnisstjórar: Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson.

Aðrir þátttakendur: Anton Karl Ingason (Málvísindastofnun), Ari Páll Kristinsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Ásgrímur Angantýsson (Menntavísindasviði), Ásrún Jóhannsdóttir (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum), Birna Arnbjörnsdóttir (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum), Einar Freyr Sigurðsson (Málvísindastofnun), Elín Þöll Þórðardóttir (McGill University), Guðbjörg Andrea Jónsdóttir (Félagsvísindastofnun), Laurel McKenzie (New York University), Noel P. Ó Murchadha (Trinity College Dublin), Joel Wallenberg (Newcastle University) og Charles Yang (University of Pennsylvania).

Doktorsnemar: Iris Edda Nowenstein, Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Um verkefnið

Verkefnið gengur út á að rannsaka áhrif eins tungumáls á annað í gegnum stafræna miðla og í prófunarskyni er sjónum beint að notkun ensku í íslensku málsamfélagi. Lýsandi markmið rannsóknarinnar er að kortleggja dreifingu og eðli ensks og íslensks ílags í íslensku málsamfélagi og fá yfirlit yfir máltilbrigði sem kunna að tengjast nánu sambýli íslensku og ensku. Fræðilega markmiðið er að tengja félagslega þætti og tvítyngi við nýlegar hugmyndir og líkön fræðimanna sem gera ráð fyrir að innri málkunnátta málnotenda sé leidd af magni og dreifingu ílags á máltökuskeiði og takmarkist af tilteknum hömlum sem gilda um það hvernig tungumál geta verið. Í því sambandi verður einkum byggt á breytileikalíkani Yangs (2002) um máltöku og þær hugmyndir þróaðar áfram.

Ítarlegum málgögnum verður safnað frá 400 íslenskum málhöfum sem valdir verða með lagskiptu handahófsúrtaki. Ílag hvers málhafa verður greint og metið og tilteknir þættir málkunnáttunnar kannaðir með viðtölum og prófum. Auk ítargagnanna verður lögð fyrir viðamikil netkönnun sem nær til 5000 þátttakenda og er ætlað að veita megindlegt yfirlit um notkun íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi. Rannsóknin mun fela í sér mikilvægt framlag á sviði fræðikenninga um máltöku og málbreytingar, líf og dauða tungumála og breytileika og þróun í máli einstaklinga.

Project summary

The project aims to investigate and model the linguistic consequences of digital language contact, using the rise of English in the Icelandic language community as a test case. The main empirical goal of the project is to construct a nationwide profile of the distribution and nature of English and Icelandic input in the Icelandic language community and the differences in linguistic knowledge which arise as a result of novel types of intense encounters with English. The main theoretical goal is to integrate sociological factors and bilingualism into the evolving field of models which derive the linguistic knowledge of speakers from the quantified distribution of input in acquisition as well as from hypothesized constraints on possible languages. In particular, our work will extend Yang’s (2002) Variational Model (VM) of Language Acquisition.

The implementation of the project will include a detailed profile of a stratified random sample of 400 speakers of Icelandic. The study will evaluate the input they are exposed to and selected aspects of their linguistic knowledge. An online survey, administered to 5000 speakers, will complement the detailed profile constructed in the interviews in order to assess the same variables within a much larger cohort of participants. The proposed study of the digital minoritization of Icelandic will have important implications for theories on language acquisition and change, language vitality, and lifespan change of individuals.

 

Þátttaka í verkefnum á vegum annarra stofnana

Heili og tungumál: taugamálfræði og samspil setningagerðar og merkingar í íslensku (Brain and language: neurolinguistics and the syntax-semantics interface in Icelandic)

Styrkur frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2016-2018.

Verkefnisstjórar: Matthew Whelpton & Alan Beretta (Michigan State University)

Aðrir umsækendur: Þórhallur Eyþórsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Ómar Ingi Jóhannesson, (Psychology, HÍ), Þór Eysteinsson (Medicine, HÍ), Einar Jón Einarsson (Medicine, HÍ), Joe Jalbert (Linguistics, MSU; original co-applicant Andrew Trotter).

Alþjóðaráðgjafar: Joan Maling (Brandeis), Colin Phillips (Maryland)

Aðrir þátttakendur í verkefninu: Þórhalla Guðmundsdóttir Beck, Íris Edda Nowenstein, Bjarni Bjarkarson

Um verkefnið:

Stórstígar framfarir hafa orðið síðustu ár í óhlutbundinni greiningu á íslensku á sviði kennilegra málvísinda. Á hinn bóginn hefur lítið verið fjallað um taugafræðileg vinnsluferli málfræðiupplýsinga í heilbrigðum íslenskumælandi einstaklingum. Verkefninu er ætlað að bæta úr þessum skorti með því að rannsaka sjaldgæft fyrirbæri í íslensku sem gerir kleift að aðskilja vinnslu upplýsinga í beygingum og setningargerð annars vegar og merkingu hins vegar. Ef beðið er um „annan kaffi“ á íslensku er í raun beðið um annan kaffibolla: ákvarðarinn „annan“ sýnir ekki beygingarsamræmi við nafnorðið „kaffi“ heldur undanskilið nafnorð, „bolla“. Ef beðið er um „annað kaffi“, þar sem samræmi er á milli „annað“ og „kaffi“, er átt við aðra kaffitegund. Forkönnun á þessari orðskipan sýndi að hún felur í sér formgerð þar sem eitthvert ílát er undanskilið og ekki aðeins misræmi milli setningagerðar og merkingar. Í þessu verkefni er forkönnunin útvíkkuð til hliðstæðra orðskipana þar sem beyging og setningagerð fara ekki saman við merkingu. Þannig er t.d. unnt að panta „sterkan kaffibolla“, þar sem beygingarsamræmi er milli „sterkan“ og „bolla“ þótt merkingarlega sé átt við „kaffi“. Verkefnið er nýlunda enda er hér um að ræða fyrstu stóru könnunina á taugafræðilegri vinnslu málfræðiupplýsinga í íslensku í heilbrigðum einstaklingum. Enn fremur er verkefnið mikilvægt framlag til ákafra deilumála í nútímamálvísindum um rétta greiningu á samspili setningagerðar og merkingar.

Explain the multi/inter/trans nature of the project:

Neurolinguistics is a fundamentally interdisciplinary field of research. It non-invasively investigates brain responses to linguistic stimuli. This project uses electroencephalography (EEG) to record the electrical activity of neurons in real time during the processing of linguistic stimuli. One strand therefore draws on neuroscience. Such electrophysiological data are supplemented with a range of techniques from psychology (e.g. self- paced reading and semantic priming) which investigate other reflexes of processing load on the mind under linguistic stimuli. Psychology is therefore a second essential strand in neurolinguistic work. Finally, there would be nothing to investigate without an understanding of the linguistic phenomena that constitute the experimental stimuli. Linguistics is therefore essential for formulating the questions to be asked and understanding their significance. Broadly put, neurolinguistics as a discipline sits at the crux of research into brain, mind and language. 

Heritage language, linguistic change and cultural identity

Styrkur frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2013-2015.

Verkefnisstjórar: Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum)

Aðrir umsækjendur: Ásta Svavarsdóttir, Daisy Neijmann, Kristján Árnason, Matthew Whelpton og Úlfar Bragason

Aðrir þátttakendur í verkefninu og ráðgjafar: Birna Bjarnadóttir (Winnipeg), Eiríkur Rögnvaldsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Gunnar Ólafur Hansson (UBC, Vancouver), Haraldur Bernharðsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Viðar Hreinsson, Jón Karl Helgason, Helgi Skúli Kjartansson, Vesturfarasetrnið á Hofsósi

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kristín M. Jóhannsdóttir nýdoktor, Elma Óladóttir MA, Iris Edda Nowenstein MA, Sigríður Mjöll Björnsdóttir MA, Gísli Valgeirsson meistaranemi, Katrín María Víðisdóttir meistaranemi, Margrét Lára Höskuldsdóttir MA, Þórhalla Guðmundsdóttir Beck MA, Sigrún Gunnarsdóttir MA, Kristján Friðbjörn Sigurðsson MA, Valdís Valgeirsdóttir ...

Um verkefnið:

Aðalmarkmið þessa verkefnis er að rannsaka vesturíslensku og þróun hennar og bera hana saman við þróun íslensku á Íslandi frá 19. öld til dagsins í dag. Í þessari rannsókn verður litið á vesturíslensku sem upprunamál (eða erfðarmál, e. heritage language), en sú nafngift hefur verið notuð um tungumál sem eru töluð heima við en eru minnihlutamál í viðkomandi málsamfélagi. Í þessu sambandi verður m.a. skoðað hvaða hlutverki tungumálið hefur gegnt í því að þróa og viðhalda menningarlegri sjálfsmynd Vestur-Íslendinga. Félagsleg og menningarleg staða íslensku á Íslandi hefur augljóslega verið allt önnur en sú sem vesturíslenska hefur búið við og með því að bera saman þróun þessara tveggja afbrigða íslenskunnar ætti að vera hægt að öðlast aukinn skilning á því hvaða hlutverki málfræðilegir þættir annars vegar og félagslegir og menningarlegir þættir hins vegar gegna í málbreytingum. Í verkefninu verður byggt á niðurstöðum rannsókna sem hafa verið gerðar áður eða verið er að vinna að núna, bæði málfræðilegra og menningar- eða bókmenntalegra. Verkefnið á þannig að varpa nýju ljósi á eðli málbreytinga almennt og á eðli máltileinkunar eða máltöku í tvítyngdu (eða fleirtyngdu) samfélagi. Um leið ætti verkefnið að auka skilning okkar á samspili máls og menningar og geta haft áhrif á kennslu upprunamála almennt.

Helstu samstarfsaðilar erlendis:

Janne Bondi Johannessen (Osló), Helge Sandøy (Bergen), Maia Andréasson (Gautaborg), Kurt Braunmüller (Hamborg), Mike Putnam (Penn State U.), Joe Salmons (U. of Wisconsin, Madison), Nelson Gerrard (Manitoba)

Birt efni:

Ritið 1/2014: Þemahefti um "Vesturheimsferðir í nýju ljósi." Gestaritstjórar Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson. Í heftinu eru t.d. eftirtaldar greinar:

Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson: Ímyndir, sjálfsmyndir og þvermenningarleg yfirfærsla.

Dagný Kristjánsdóttir: "Við hérna í vestrinu". Um bernsku og barnaefni í íslenskum barnablöðum í Vesturheimi.

Úlfar Bragason: "Syng, frjálsa land þinn frelsissöng".

MA-ritgerðir:

Elma Óladóttir: Daisy stundum talar íslensku - Sagnfærsla í vesturíslensku. MA-ritgerð í íslenskri málfræði. Leiðbeinandi Birna Arnbjörnsdóttir. September 2013. Iris Edda Nowenstein:
Tilbrigði í frumlagsfalli á máltökuskeiði. Þágufallshneigð og innri breytileiki. [Nokkur samanburður við vesturíslensku.] MA-ritgerð í almennum málvísindum. Leiðbeinendur Sigríður Sigurjónsdóttir og Höskuldur Þráinsson. Maí 2014. Sigríður Mjöll Björnsdóttir: "Hún er svo montin af að vera íslenskt" - Fallmörkun og samræmi í vesturíslensku erfðarmáli. MA-ritgerð í almennum málvísindum. Leiðbeinandi Höskuldur Þráinsson.

Ráðstefnur og fyrirlestrar:

Íslenskt mál og menning í Vesturheimi. Málstofa á Hugvísindaþingi 14. mars 2014. Málstofustjórar Daisy Neijmann og Ásta Svavarsdóttir. Dagskrá má sjá hér.

Kristín M. Jóhannsdóttir: Tímatáknun í vesturíslensku

Daisy Neijmann: Upprunamál og menningarleg sjálfsmynd: Samspil máls og menningar í vestur-íslensku samhengi

Matthew Whelpton og Þórhalla Guðmundsdóttir Beck: Fætur ofan á diski. Um merkingarlega könnun á vesturíslensku og kanadískri ensku.

Iris Edda Nowenstein og Sigríður Sigurjónsdóttir: Sýki eða ekki sýki. Um málvernd og máltilbrigði á Íslandi og vestanhafs

Höskuldur Þráinsson og Sigríður Mjöll Björnsdóttir: Hvernig falla föll í gleymsku? Um andlagsfall og önnur föll í vesturíslensku og í málstoli

4th Annual Workshop on Immigrant Languages in the Americas, Reykjavík 19.-21. september. Aðalskipuleggjandi Birna Arnbjörnsdóttir. Dagskrá má sjá hér.

Fyrirlestrar tengdir verkefninu sem voru fluttir á 4th Annual Workshop...

Birna Arnbjörnsdóttir og Elma Óladóttir: „Icelandic as a Heritage Language : Some Thoughts About V2 and Incomplete Acquisition“

Jóhannes Gísli Jónsson: „Preserving Innovative Forms: Strong Masculine -ia stems in North American Icelandic“

Sigríður Mjöll Björnsdóttir: „Case Assignment by Verbs in North American Icelandic“

Iris Edda Nowenstein: „North American Icelandic and Intra Speaker Variation in Subject Case“

Kristín M. Jóhannsdóttir: „Changes in the Aspectual System and North American Icelandic“

Höskuldur Þráinsson: „North American Icelandic: Some Elicitation Techniques“

Matthew Whelpton, Kristín M. Jóhannsdóttir og Þórhalla Guðmundsdóttir Beck: A Semantic Elicitation Experiment on North American Icelandic“

Margrét Lára Höskuldsdóttir, Katrín Víðisdóttir and Gísli Valgeirsson: „The Preservation and Change of Some Phonological Variants in North American Icelandic“

 

Hugvísindaþing Háskóla Íslands, 15.-16. mars 2013

Veggspjald: "Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd. Rannsókn á vesturíslensku." Veggspjaldið sjálft og dreifiblað sem fylgdi því má sjá hér fyrir neðan.

Þátttaka í nýlegum verkefnum á vegum annarra stofnana

Indo-European case and argument structure in a typological perspective (IECASTP)/The Emergence of Non-Canonical Case Marking in Indo-European (NonCanCase).

Verkefnið er styrkt af Háskólanum í Bergen (Noregi), 2008-2015.

Verkefnisstjóri: Jóhanna Barðdal, Research Associate Professor.

Meðstjórnandi: Þórhallur Eyþórsson.

Interlinear Edition of the Gothic Bible Text

Verkefnisstjóri: Carla Falluomini, prófessor við háskólann í Sassari.

Magnús Snædal kemur að frágangi gotneska textans.

Um er að ræða „interlinear“ útgáfu gotneska biblíutextans, þ.e. gotneski textinn verður prentaður milli gríska og latneska textans, sem næst orð á móti orði.

Styrkur frá Evrópusambandinu (7. rammaáætlun og ICT Policy support programme), 2011-2013.

Verkefnisstjóri: Andrejs Vasiljevs, Tilde, Lettlandi.

Íslenskur verkefnisstjóri: Eiríkur Rögnvaldsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Bolette Sandford Petersen, Kaupmannahafnarháskóla; Tiit Roosma, Háskólanum í Tartu; Koenraad de Smedt, Háskólanum í Bergen; Lars Borin, Háskólanum í Helsinki og Jolanta Zabarskaitė, Institute of the Lithuanian Language.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kristín M. Jóhannsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Steinþór Steingrímsson.

Um verkefnið:

META-NORD er tveggja ára verkefni Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsþjóða sem hófst 1. febrúar 2011. Þetta er hluti af stærra verkefni, META-NET, sem tekur til allra ríkja Evrópusambandsins og tengdra ríkja. Verkefnin eru styrkt af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og stefnumótunaráætlun sambandsins á sviði upplýsingatækni (ICT Policy Programme), en hlutur Máltækniseturs af styrknum er um 202 þúsund evrur. META-NET og útvíkkun þess, tengslanetið META (Multilingual Europe Technology Alliance), hafa það að markmiði að skapa tæknilegar forsendur fyrir margmála upplýsingasamfélagi í Evrópu þar sem allir geti notað móðurmál sitt við öflun og úrvinnslu hvers kyns upplýsinga. Þetta á að gera með því að efla máltækni fyrir allar þjóðtungur álfunnar og auðvelda tengsl milli þeirra með uppbyggingu margmála málgagna (language resources) og máltækja (language tools) sem nýst geti í margvíslegum máltækniverkefnum. Ekki er ætlunin að koma slíkum auðlindum upp frá grunni, heldur ljúka við verk sem eru í vinnslu, staðla þau og gera aðgengileg í gagnabrunninum META-SHARE. Með því að greiða leið milli tungumála og auðvelda mönnum að nota móðurmál sitt í fjölþjóðlegum samskiptum má koma í veg fyrir að enskan þrengi sér smátt og smátt inn á fleiri svið á kostnað þjóðtungna en varðveita þess í stað margmála evrópskt samfélag.

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

Stefnumót – á mörkum málfræði og tölvutækni. Málstofa á Hugvísindaþingi 2011. 

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. „META-NORD og META-NET: Brýr milli tungumála“. Hugvísindaþing 2011, Háskóla Íslands, 26. mars.

de Smedt, Koenraad, og Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. „The META-NORD language reports“. Workshop on the Visibility and Availability of Language Resources, NODALIDA 2011, Riga, 11. maí.

Vasiljevs, Andrejs, Bolette Sandford Pedersen, Koenraad De Smedt, Lars Borin, og Inguna Skadina. 2011. „META-NORD: Baltic and Nordic Branch of the European Open Linguistic Infrastructure“. Workshop on the Visibility and Availability of Language Resources, NODALIDA 2011, Riga, 11. maí.

Unraveling the grammars of European sign languages: pathways to full citizenship of deaf signers and to the protection of their linguistic heritage

Styrkveitandi og styrktímabil: COST Action Is1006, 2011-2015.

Verkefnisstjóri: Josep Quer.

Rannveig Sverrisdóttir og Jóhannes Gísli Jónsson sitja í stjórn verkefnisins fyrir hönd Íslands ásamt því að taka þátt í vinnuhópum um einstök atriði þess.

11 Evrópulönd taka þátt í rannsókninni.

Um verkefnið:

Stefnumörkun í málefnum heyrnarlausra táknmálsnotenda í Evrópu krefst áreiðanlegra lýsinga á táknmálum í Evrópu. Slíkar mállýsingar eru annaðhvort ekki til eða hafa takmarkað gildi en þær eru samt undirstaðan fyrir kennslu og þjálfun í táknmáli. Þar að auki eru mállýsingar nauðsynlegar til að hægt sé að gera mun betri grein fyrir evrópskum mál- og menningararfi en hingað til hefur verið gert. Með því að gera málfræði táknmála aðgengilega fyrir táknmálsnotendur, stjórnmálamenn og embættismenn, málfræðinga og samfélagið almennt mun staða táknmála styrkjast og táknmálsnotendur eiga auðveldara með að taka fullan þátt í samfélaginu. Samhliða þessu mun aukin þekking á málkerfi táknmála með kennilega málgerðarfræði að leiðarljósi leggja sitt af mörkun við greiningu á málkunnáttu mannsins en rannsóknir á henni hafa nær eingöngu miðast við raddmál. Á þennan hátt munu niðurstöður rannsókna á táknmálum hafa mikil áhrif á mörgum sviðum innan hugrænna fræða eins og þau eru stunduð nú á dögum. Þessu COST-verkefni er ætlað að þróa fyrsta evrópska samstarfsnetið sem á að gera drög að mállýsingum fyrir táknmál en þær eru algjörlega ómissandi eins og áður var nefnt.

Language policies for signing deaf Europeans require reliable reference grammars of their sign languages (SLs), which are generally lacking or of limited validity if they exist. They constitute the basis for teaching and training purposes. In addition, descriptive grammars are essential for the documentation of a European linguistic and cultural heritage which is largely unrecognized to date. Making SL grammars available to signing communities, policy makers, linguists and to civil society in general will strengthen the status of SLs and support full participation of their users in society. In parallel, deepening the knowledge on SL grammars with a theoretically informed comparative approach will contribute to the characterization of the human faculty of language, whose study is severely biased towards spoken languages. In this way, empirical and theoretical results from SLs will have an impact on several domains of the current agenda of Cognitive Sciences. This COST Action aims to develop the first European network to design a blueprint for those reference grammars, which are indispensable tools.

Eldri verkefni

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) árið 2008.

Verkefnisstjóri: Kristján Árnason.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Þórhallur Eyþórsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Bjarki M. Karlsson, Þórhallur Eyþórsson.

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins: Greinir skáldskapar; haldið í Reykholti sumarið 2008. 

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

2009. „On Craigie’s Law and Kuhn’s law in Nordic poetry”. Tonya Kim Dewey og Frog (ritstj.): Vestatility in Versification. Multidisciplinary Approaches to Metrics. Berkeley Insights in Linguistics and Semiotics 74, bls. 39-60. Peter Lang, New York.

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2001-2002.

Verkefnisstjórar: Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Ásgrímur Angantýsson (fyrirlögn málkannana í öllum landsfjórðungum).

Viable language technology beyond English

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2009-2011.

Verkefnisstjóri: Eiríkur Rögnvaldsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Hrafn Loftsson, Sigrún Helgadóttir, Kristín Bjarnadóttir, Matthew Whelpton (Co-ordinator for Workpackage on Database of Semantic Relations), Joel Wallenberg, Anthony Kroch og Michel Forcada.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Anna Björk Nikulásdóttir, Anton Karl Ingason, Einar Freyr Sigurðsson og Martha Dís Brandt.

Vefslóð verkefnisins.

Um verkefnið:

Verkefnið hefur að meginmarkmiði að þróa vísindalegar máltækniaðferðir sem henta auðlindalitlum tungumálum, einkum beyg­ingamálum. Að því verður unnið með því að endurbæta rannsóknaraðferðir og laga þær að ís­lensku; nýta sérkenni íslenskunnar til að þróa nýjar hagkvæmar aðferðir sem gera kleift að byggja upp tól og gögn á einfaldari hátt en áður; og nýta þverfaglega þekkingu rannsóknar­hópsins, reynslu hans úr fyrri verkefnum og samstarf við framúrskarandi erlenda vísindamenn til að tengja á frjóan hátt aðferðir ólíkra fræðigreina.

Innan verkefnisins verður unnið að þróun rannsóknaraðferða og gagna á þremur sviðum; merkingarnáms og merkingarneta, vélrænna grófþýðinga, og þáttunaraðferða og uppbygg­ingar trjábanka. Lögð verður áhersla á að tefla saman málvísindalegum og tölfræðilegum að­ferðum og láta þær vinna saman til að skapa nýja þekkingu og opna nýja möguleika.

Helstu samstarfsaðilar:

Michel L. Forcada, Universitat d'Alacant og Anthony S. Kroch, University of Pennsylvania.

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

Máltækni í mótun. Málstofa á Hugvísindaþingi, Háskóla Íslands, 2009.

Tekið út úr trjábanka: Nýir möguleikar í megindlegum setningafræðirannsóknum. Málstofa á Hugvísindaþingi, Háskóla Íslands, 2011.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Anna Björk Nikulásdóttir og Matthew Whelpton. 2010. „Lexicon Acquisition through Noun Clustering“. LexicoNordica 17:141-161.

Anna Björk Nikulásdóttir og Matthew Whelpton. 2009. „Automatic Extraction of Semantic Relations for Less-­Resourced Languages“. Pedersen, Bolette Sandford, Anna Braasch, Sanni Nimb and Ruth Vatvedt Fjeld (ritstj.): Proceedings of the NODALIDA 2009 workshop WordNets and other Lexical Semantic Resources — between Lexical Semantics, Lexicography, Terminology and Formal Ontologies, bls. 1-6. NEALT Proceedings Series, Vol. 7 (2009), 1-6. Northern European Association for Language Technology (NEALT), Tartu University Library. Sjá hér.

Anna Björk Nikulásdóttir og Matthew Whelpton. 2010. „Extraction of Semantic Relations as a Basis for a Future Semantic Database for Icelandic“. Proceedings of 7th SaLTMiL Workshop on Creation and Use of Basic Lexical Resources for Less-Resourced Languages, bls. 33-39. Valletta, Möltu.

Eiríkur Rögnvaldsson, Anton Karl Ingason og Einar Freyr Sigurðsson. 2011. „Coping with Variation in the Icelandic Diachronic Treebank“. Johannessen, Janne Bondi (ritstj.): Language Variation Infrastructure. Papers on selected projects, bls. 97-111. Oslo Studies in Language 3.2. University of Oslo, Osló.

Eiríkur Rögnvaldsson og Sigrún Helgadóttir. 2011. „Morphosyntactic Tagging of Old Icelandic Texts and Its Use in Studying Syntactic Variation and Change“. Sporleder, Caroline, Antal P.J. van den Bosch og Kalliopi A. Zervanou (ritstj.): Language Technology for Cultural Heritage: Selected Papers from the LaTeCH Workshop Series, bls. 63-76. Springer, Berlín.

Martha Dís Brandt, Hrafn Loftsson, Hlynur Sigurþórsson and Francis M. Tyers. „Apertium-IceNLP: A rule-based Icelandic to English machine translation system“. Proceedings of the 15th Annual Conference of the European Association for Machine Translation (EAMT-2011). Leuven, Belgíu. Sjá hér.

Wallenberg, Joel, Anton Karl Ingason, Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. Icelandic Parsed Historical Corpus (IcePaHC). Version 0.4. Sjá hér.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Anna Björk Nikulásdóttir. 2010. „A Semantic Database for Icelandic Language Technology“. Leksikografi og sprogteknologi i Norden, Schæffergården, Danmörku, 30. janúar.

Martha Dís Brandt og Francis M. Tyers. 2010. „Icelandic Machine Translation: Recent Progress“. Íslensk máltækni 2010, Háskólanum í Reykjavík, 15. apríl.

Wallenberg, Joel C., Einar Freyr Sigurðsson og Anton Karl Ingason. 2010. „Extending the Comparative Dimension of Diachronic Syntax. A Parsed Corpus of Icelandic from the 12th Century to Modern Times“. Erindi flutt í UMass, Amherst, 11. maí, og NYU, New York, 15. maí.

Wallenberg, Joel C., Einar Freyr Sigurðsson og Anton Karl Ingason. 2010. „12th Century Homilies - the Cutting Edge in Parsing“. Íslensk máltækni 2010, Háskólinn í Reykjavík, 15. apríl.

Wallenberg, Joel C., Anton Karl Ingason, Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2010. „Icelandic Parsed Historical Corpus: Description and some preliminary results“. Nordic Language Variation: Grammatical, Sociolinguistic and Infrastructural Perspectives. Reykjavík, 9. október.

Verkefnið haut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2006.

Verkefnisstjóri: Eiríkur Rögnvaldsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Hrafn Loftsson.

Um verkefnið:

Markmið verkefnisins var að rannsaka og þróa vélrænar aðferðir við hlutaþáttun (e. shallow/ partial parsing) íslensks texta og smíða þáttara (greiningarforrits) sem gæti greint helstu setningarliði og setningafræðileg hlutverk og nýta mætti við ýmiss konar verkefni á sviði máltækni og rannsókna á íslensku máli.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Hrafn Loftsson. 2007. Tagging and parsing Icelandic text. Doktorsritgerð, University of Sheffield. 

Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2006. „A Shallow Syntactic Annotation Scheme for Icelandic Text”. Technical Report RUTR-SSE06004, Department of Computer Science, Reykjavik University, Reykjavík. Sjá hér.

Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2007. „IceParser: An Incremental Finite-State Parser for Icelandic”. Nivre, Joakim, Heiki-Jaan Kaalep, Kadri Muischnek og Mare Koit (ritstj.): NODALIDA 2007 Conference Proceedings, bls. 128–135. University of Tartu, Tartu. Sjá hér.

Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2007. „IceNLP: a Natural Language Processing Toolkit for Icelandic”. INTERSPEECH-2007, bls. 1533-1536. 

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2007. „IceParser: An Incremental Finite-State Parser for Icelandic”. NODALIDA 2007, Tartu, 25. maí.

Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2007. „Hlutaþáttun íslensks texta”. 21. Rask-ráðstefnan. Íslenska málfræði­félagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 27. janúar. Sjá hér.

Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2006. „Hlutaþáttari fyrir íslensku”. Íslensk tungutækni 2006. Tungutæknisetur, Reykjavík, 23. maí. Sjá hér.

Real-time linguistic change in Icelandic phonology and syntax

Styrkir frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) og Þjóðhátíðarsjóði 2010-2012.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Aðrir umsækendur: Kristján Árnason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Matthew Whelpton og Þórhallur Eyþórsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn) hafa verið doktorsnemarnir Margrét Guðmundsdóttir, Gísli Rúnar Harðarson og Einar Freyr Sigurðsson og meistara- og BA-nemarnir Ásbjörg Benediktsdóttir, Bjarni Gunnar Ásgeirsson, Díana Rós Rivera, Gísli Valgeirsson, Gunnhildur Jónatansdótir, Helga Jónsdóttir, Katrín María Víðisdóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir, Nanna Kristjánsdóttir og Védís Ragnheiðardóttir.

Um verkefnið:

Í þessu rannsóknarverkefni er leitað svara við eftirtöldum aðalspurningum:

  • Að hvaða marki breytir fullorðið fólk máli sínu smám saman í áranna rás?
  • Eru einhverjir þættir málsins líklegri en aðrir til þess að breytast smám saman?
  • Hvaða áhrif hafa búferlaflutningar á framburðareinkenni?

Í sumum kenningum um eðli málbreytinga er lögð megináhersla á að skýra hvernig nýjungar koma upp í máli. Í því sambandi er þá einkum horft til þess hvernig börn tileinka sér málið en að mestu litið framhjá þeim möguleika að mál fullorðins fólks geti breyst smám saman. Í öðrum kenningum er kappkostað að útskýra hvernig málbreytingar breiðast út og lítill gaumur gefinn að því hvernig þær kunna að hafa kviknað. Í þessu verkefni er m.a. verið að prófa sannleiksgildi þeirrar tilgátu að sumir þættir málsins geti breyst smám saman en aðrir ekki (eða a.m.k. síður). Tilgátan er með öðrum orðum sú að sumir þættir í máli séu líklegri til að breytast í rauntíma en aðrir. Við höfum einstakt tækifæri til að prófa þessa tilgátu með því að bera saman þróun valinna breyta í íslensku hljóðkerfi og setningagerð. Í hljóðkerfisfræðilega hlutanum er þróun valinna mállýskuatriða könnuð með viðtölum við um 200 einstaklinga í þriðja skipti á 65 ára tímabili og um 400 einstaklinga í annað skipti á 25 árum. Auk þess verður sérstaklega skoðað hvaða áhrif það hefur haft á framburð um 200 einstaklinga að flytjast utan af landi til Reykjavíkur. Í setningafræðilega hlutanum verða um 250 einstaklingar prófaðir í annað sinn, en í viðamikilli yfirlitsrannsókn fyrir 10 árum kom fram að þeir höfðu tileinkað sér ákveðna nýjung í íslenskri setningagerð. Niðurstöður úr annarri rannsókn benda til þess að þessi setningagerð breiðist ekki út frá einni kynslóð til annarrar, en því hefur einnig verið haldið fram að hún eldist af fólki. Nú er tækifæri til að prófa þá staðhæfingu og um leið varpa nýju ljósi á eðli þessarar áhugaverðu nýjungar.

Helstu samstarfsaðilar:

Sá erlendi fræðimaður sem við höfum ráðfært okkur hvað mest við er Frans Gregersen, prófessor í Kaupmannahöfn og stjórnandi rannsóknaverkefnisins LANCHART (Language Change in Real Time) við Kaupmannahafnarháskóla (sjá líka Acta Linguistica Hafniensia 41,1,2009). Við höfum einnig tekið upp samstarf við Helge Sandøy sem stýrir verkefninu Dialect Change Processes (Dialektendringsprosessar) við Bergenháskóla, en það er líka nokkurs konar systurverkefni. Ýmsir aðrir erlendir fræðimenn hafa tengst RAUN-verkefninu á óformlegri hátt, svo sem Anthony Kroch við Pennsylvaníuháskóla og Joan Maling, fyrrverandi prófessor við Brandeisháskóla í Bandaríkjunum.

Birt rit um niðurstöður úr verkefninu:

Katrín María Víðisdóttir. 2011. Þá og nú. Um einstaklingsþróun á mállýskum á Norðurlandi frá níunda áratugnum þar til nú. BA-ritgerð, Háskóla Íslands.

Margrét Lára Höskuldsdóttir. 2012. Ertu nokkuð búin(n) að [tha:pha] þér? Framburður Norðlendinga á Norðausturlandi og í Reykjavík á árunum 1940–2011. BA-ritgerð, Háskóla Íslands.

Margrét Lára Höskuldsdóttir. 2013. Breytingar á norðlenskum framburði 1940-2011 og áhrif búferlaflutninga. Íslenskt mál 35:129-152.

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

Hvernig breytast tungumál? Málstofa á Hugvísindaþingi, Háskóla Íslands, 25. mars 2011. 

Language Change in Real Time. Málstofa á 25th Conference of Scandinavian Linguistics, Reykjavík 13.-15. júní. Skipulögð í samvinnu við Frans Gregersen (Kaupmannahöfn) og Helge Sandøy (Bergen). 

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Höskuldur Þráinsson. 2014.  "The New Impersonal/Passive in Icelandic: Development in Real Time and Predictions for the Future.“ Nordisk syntaxhistoria, Stockholm. 

Höskuldur Þráinsson. 2012. "How Do Languages Change?" Fyrirlestur í Linguistic Colloquium við University of California í San Diego 15. október. (Þriðja gerð af fyrirlestri með sama nafni.) 

Höskuldur Þráinsson. 2012. "How Do Languages Change?" Boðsfyrirlestur, Lundarháskóla, 6. september. (Endurskoðuð og breytt gerð af fyrirlestri sem var fluttur við Bostonháskóla 23. apríl.) 

Höskuldur Þráinsson. 2012. "On Quantity and Quality in Variation Studies". Boðsfyrirlestur, N’CLAV Grand Meeting, Osló (Lysebu). 

Höskuldur Þráinsson. 2012. "How Do Languages Change?" Boðsfyrirlestur, Boston University, 23. apríl. 

2012. Katrín María Víðisdóttir og Margrét Lára Höskuldsdóttir. Tvær BA-ritgerðir um málbreytingar í rauntíma. Málvísindakaffi, Háskóla íslands, 16. mars.

Margrét Guðmundsdóttir. 2011. "Phonology and Syntax of Icelandic - A Real Time Project." N'CLAV Grand Meeting, Gottskär, Svíþjóð, 22.-25. ágúst. 

Ásbjörg Benediktsdóttir. 2011. „Það var hrint mér aftur”. Málstofan Hvernig breytast tungumál?Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25. mars. 

Höskuldur Þráinsson. 2011. „Málbreytingar í sýndartíma og rauntíma”. Málstofan Hvernig breytast tungumál?Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25. mars. 

Höskuldur Þráinsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og Þórhallur Eyþórsson. 2010. „RAUN – Linguistic Change in Real Time in the Phonology and Syntax of Icelandic”. Veggspjald á ráðstefnunni Nordic Language Variation í Reykjavík, 8. október. 

Margrét Guðmundsdóttir. 2011. „Af framburði og flugnaskít”. Málstofan Hvernig breytast tungumál?Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 25. mars.

Grammatical categories and functional projections from a cross-modality perspective

Styrkur frá Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) 2010-2012.

Verkefnisstjóri: Jóhannes Gísli Jónsson.

Meðumsækjendur: Matthew Whelpton, Rannveig Sverrisdóttir (umsjón með táknmálshluta) og Þórhallur Eyþórsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir (íslenskt táknmál), Gísli Rúnar Harðarson (íslenska), Helga Jónsdóttir (íslenska), Íris Edda Nowenstein Mathey (færeyska), Kristín Þóra Pétursdóttir (íslenska) og Kristín Lena Þorvaldsdóttir (íslenskt táknmál).

Um verkefnið:

Markmið þessa verkefnis er að rannsaka málfræðilegar formdeildir og hlutverksvarpanir með tilliti til miðlunarháttar. Þetta verður gert með samanburði á tveimur raddmálum, íslensku og færeysku, og einu táknmáli, íslensku táknmáli. Í verkefninu verður byggt á fyrri rannsóknum umsækjenda á íslensku og færeysku en þar sem rannsóknir á íslensku táknmáli eru mjög skammt á veg komnar ætti verkefnið að skila umtalsverðri nýrri þekkingu á málfræði íslensks táknmáls.

Helstu samstarfsaðilar:

Erlendir samstarfsaðilar eru fyrst og fremst þeir fræðimenn sem taka þátt í COST-verkefninu IS1006 – Rannsókn á málfræði táknmála í Evrópu: Leiðir til fullrar samfélagsþátttöku heyrnarlausra táknmálsnotenda og varðveislu tungumálaarfs þeirra (Unraveling the grammars of European sign languages: pathways to full citizenship of deaf signers and to the protection of their linguistic heritage). Þetta verkefni er til fjögurra ára (2011-2014) og það er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnisstjóri er Josep Quer, ICREA rannsóknaprófessor í Universitat Pompeu Fabra (UPF).

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) 1999-2001.

Verkefnisstjóri: Sigríður Sigurjónsdóttir.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Joan Maling, prófessor við Brandeis háskóla í Bandaríkjunum.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Halldóra Björt Ewen, Herdís Sigurðardóttir og Laufey Leifsdóttir.

Um verkefnið:

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna setningafræðileg einkenni og útbreiðslu hinnar svokölluðu nýju þolmyndar í íslensku, þ.e. þegar sagt er „Það var lamið mig“ í stað „Ég var lamin(n)“ sem kalla má hefðbundna þolmynd. Nýja þolmyndin er setningafræðileg málbreyting sem virðist samkvæmt niðurstöðum frumrannsóknar okkar vera orðin algeng í íslensku nútímamáli, einkum meðal barna og unglinga.  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að (i) kanna hvort sú tilgáta eigi við rök að styðjast að nýja þolmyndin sé í raun ekki ný gerð þolmyndar í íslensku heldur ný ópersónuleg formgerð í germynd, (ii) kanna setningafræðilega hegðun nýju þolmyndarinnar, t.d. með afturbeygðum fornöfnum og (iii) kanna útbreiðslu þessarar málbreytingar um land allt. Farið verður í um 60 grunnskóla um land allt og prófblað lagt fyrir nemendur í 10. bekk. Með þessari rannsókn gefst einstakt tækifæri til þess að fylgjast með setningafræðilegri breytingu sem er að eiga sér stað í máli. Ljóst er að nýja þolmyndin mun hafa mikil áhrif á málkerfið ef hún nær fram að ganga, enda nær hún til allra sagna (sem taka [+mannlegt] frumlag) en ekki aðeins til nokkurra afmarkaðra sagna eins og t.d. þágufallssýkin. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu því að höfða bæði til málfræðinga og málvöndunarmanna. 

The purpose of this study is to investigate the status of the so-called "new passive" in Icelandic, an on-going syntactic development characterized by the appearance of accusative case on the object, e.g. „Það var lamið mig“, instead of the standard „Ég var lamin(n)“. A pilot study has documented that this construction is already widespread among younger speakers, especially outside Reykjavík. The goals of the study are (i) to test the hypothesis that the "new passive" involves a reanalysis of the morphological passive as a syntactically active construction, (ii) to determine how the construction is developing syntactically, e.g. with respect to the binding of reflexives, and (iii) to determine the geographical spread of this construction throughout Iceland. Questionnaires will be distributed to tenth-grade classes (age 14-15) in every school in the country. Our study represents a unique opportunity to document a syntactic change in progress at a relatively early stage. Unlike Dative Sickness, the "new passive" is not limited to a handful of lexical items; hence this change has the potential for triggering a major upheaval in the grammatical system. The results should therefore be of interest for both linguistic theory and language preservation.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Maling, Joan og Sigríður Sigurjónsdóttir. Í prentun. „From Passive to Active: stages in the Icelandic „New Impersonal““. Biberauer T. og G. Walkden (ritstj.): Syntax over Time. Lexical, Morphological and Information-Structural Interactions. Studies in Diachronic and Historical Linguistics. OUP, Cambridge. Proceedings of DiGS XII (The 12th International Diachronic Generative Syntax Conference), Cambridge, Bretlandi.

Maling, Joan og Sigríður Sigurjónsdóttir. Í prentun. „Syntactic Change in Progress: the Icelandic „New Construction“ as an Active Impersonal“. Ackema, Alcorn, Heycock, Jaspers, van Craenenbroeck og Vanden Wyngaerd (ritstj.): Comparative Germanic Syntax. The State of the Art. John Benjamins, Amsterdam.

Sigríður Sigurjónsdóttir. Í prentun. „Nýja setningagerðin nú og þá: Samanburður tveggja kannana“. Höskuldur Þráinsson (ritstj. og aðalhöf.): Tilbrigði í íslenskri setningagerð. Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2002. „En syntaktisk endring i islandsk ungdomsspråk“. Henrik Holmberg o.fl. (ritstj.): Språk i Norden, bls. 115-136. Novus  Forlag, Ósló.

Maling, Joan og Sigríður Sigurjónsdóttir. 2002. „The „New Impersonal“ Construction in Icelandic“. Journal of Comparative Germanic Linguistics 5/1: 97-142.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2002. „Hin svokallaða „nýja þolmynd“ í íslensku“. Skíma 25 (1):5-11.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2001. „Það var hrint mér á leiðinni í skólann: Þolmynd eða ekki þolmynd“. Íslenskt mál 23:123-180.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2001. „Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu „nýju þolmynd“ í íslensku“. Málfregnir 11:31-42.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2011. „Nýja ópersónulega setningagerðin í íslensku“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík, mars.

Joan Maling, Anthony Kroch og Sigríður Sigurjónsdóttir. 2011. „Nothing personal? A system-internal syntactic change in Icelandic“. DGfS 33 (33. Jahrestagung der Deutschen Gesellschaft für Sprachwissenschaft), workshop AG 10: Comparative Germanic Syntax and the Challenge from Icelandic. Göttingen, Þýskalandi, 24. febrúar.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. [Flytjandi Joan Maling] 2011. „Nothing personal? The emergence of a new syntactic construction in Icelandic“. 85th Annual Meeting of the Linguistic Society of America (LSA), Pittsburgh, Pennsylvania, 8. janúar.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2010. „Ný setningagerð í íslensku“. Erindi flutt í Málstofunni á rás 1 í ríkisútvarpinu 19. október.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. 2010. „From Passive to Active: stages in the Icelandic „New Impersonal””. DiGS XII (The 12th International Diachronic Generative Syntax Conference), Cambridge, Bretlandi, júlí.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. [Flytjandi: Joan Maling] 2004. „From Passive to Active: Syntactic Change in Progress in Icelandic“. Fyrirlestur fluttur í boði málfræðideildar University of Hawaii, Manoa, desember.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. [Flytjandi: Joan Maling] 2004. „From Passive to Active: Syntactic change in progress in Icelandic“. Workshop on Demoting the Agent: Passive and other Voice-Related Phenomena. Háskólinn í Ósló, Noregi, nóvember.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. [Flytjandi: Joan Maling] 2002. „From Passive to Active: syntactic change in progress in Icelandic“. Plenum-fyrirlestur á ráðstefnunni GLAC 8, Indiana University, apríl.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. [Flytjandi: Joan Maling] 2002. „From Passive to Active: syntactic change in progress in Icelandic“. Fyrirlestur fluttur í boði málfræðideildar Illinois University, Illinois, apríl.

Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir. [Flytjandi: Joan Maling] 2002. „From Passive to Active: syntactic change in progress in Icelandic“. Fyrirlestur fluttur í boði málfræðideildar University of California, San Diego, mars.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2001. „Syntaktiske endringer i islandsk ungdomsspråk“. Fyrirlestur fluttur á norræna málnefndarþinginu í Klitterbyn, Svíþjóð, september.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. [Flytjandi: Sigríður Sigurjónsdóttir] 2001. „Það var hrint mér fyrir framan blokkina. Um setningafræðilega hegðun hinnar svokölluðu „nýju þolmyndar“ í íslensku“. Fyrirlestur fluttur í boði Íslenska málfræðifélagsins, Reykjavík, maí.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. [Flytjandi: Sigríður Sigurjónsdóttir] 2001. „The „New Passive” Construction in Icelandic”. The 16th Comparative Germanic Syntax Workshop, McGill háskóla, Kanada, maí.

Styrkir frá Vísindasjóði og fleiri sjóðum á árunum milli 1980 og 1990.

Verkefnisstjórar: Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðbrandur Ísberg, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Halldór Ármann Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Veturliði Óskarsson, Zóphonías Torfason, Þóra Björk Hjartardóttir og Þórunn Blöndal (háskólanemar).

Um verkefnið:

Meginmarkmiðið var að fá yfirlit yfir stöðu íslenskra framburðarmállýskna á síðari hluta 20. aldar, ekki síst með samanburði við niðurstöður úr rannsóknum Björns Guðfinnssonar á árunum upp úr 1940.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. „Fáein orð um framgómun“. Íslenskt mál 5:173–175.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. 1983. Skaftfellski einhljóðaframburðurinn: Varðveisla og breytingar. BA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Halldór Ármann Sigurðsson. 1982. „Smásaga vestan af fjördum“. Íslenskt mál 4:284–292.

Höskuldur Þráinsson. 1980. „Sonorant Devoicing at Lake Mývatn: A Change in Progress“. Even Hovdhaugen (ritstj.): The Nordic Languages and Modern Linguistics [4]:355–364. Universitetsforlaget, Osló.

Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason. 1984. „Um reykvísku“. Íslenskt mál 6:113–134.

Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason. 1986. „Um skagfirsku“. Íslenskt mál 8:31–62.

Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason. 1992. „Phonological Variation in 20th Century Icelandic“. Íslenskt mál 14:89–128.

Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason. 2001. „Mállýskur“. Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson (ritstj.): Alfræði íslenskrar tungu (geisladiskur). Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson. 1993. Handbók um íslenskan framburð. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík.

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir. 1991. Athugun á rödduðum framburði í Ólafsfirði. BA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Kristján Árnason. 1980. „Some Processes in Icelandic Connected Speech“. Even Hovdhaugen (ritstj.): The Nordic Languages and Modern Linguistics [4]:212–222. Universitetsforlaget, Osló.

Kristján Árnason. 1987. „Icelandic Dialects Forty Years Later: The (Non-)Survival of Some Northern and South-Eastern Features“. Pirkko Lilius og Mirja Saari (ritstj.): The Nordic Languages and Modern Linguistics 6:79–92. Helsinki University Press, Helsinki.

Kristján Árnason. 2005. Hljóð. Handbók um hljóðkerfisfræði. Meðhöfundur Jörgen Pind. Íslensk tunga III. Almenna bókafélagið, Reykjavík.

Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson. 1983. „Um málfar Vestur-Skaftfellinga“. Íslenskt mál 5:81–103.

Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson. 2003. „Fonologiske dialekttræk på Island“. Gunnstein Akselberg, Anne Marit Bødal og Helge Sandøy (ritstj.): Nordisk dialektologi, bls. 151–196. Novus forlag, Osló.

Margrét Guðmundsdóttir. 2000. Rannsóknir málbreytinga: Markmið og leiðir. MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Margrét Guðmundsdóttir. 2002. Málbreytingar og málkunnáttufræði. Endurskoðuð útgáfa af MA-ritgerð höfundar. Reykjavík.

Sigurður Jónsson, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Höskuldur Þráinsson. 1984. Mállýskudæmi. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Þórunn Blöndal. 1984. Flámæli. Nokkrar athuganir á framburði Reykvíkinga fyrr og nú. BA-ritgerð, Háskóla Íslands.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Á styrktímabilinu fluttu verkefnisstjórarnir ýmsa ráðstefnufyrirlestra tengda verkefninu. Þeir verða ekki taldir hér, enda hafa þeir sumir hverjir birst sem greinar eða bókarkaflar. Hér eru aðeins talin nýleg veggspjöld sem tengjast áformum um að gera sumt af gögnum og niðurstöðum verkefnisins aðgengileg á Netinu og taka ný skref í þessum rannsóknum.

Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason. 2005. „RÍN: Niðurstöður, nýting, næstu skref“. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar, Reykjavík, janúar.

Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Bjarki M. Karlsson. 2009. „Íslenskar framburðarmállýskur: Sögulegt yfirlit yfir verkefnið“. Veggspjald á vísindavöku RANNÍS  í september. 

Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Bjarki M. Karlsson. 2009. „Íslenskar framburðarmállýskur: Almennt yfirlit og vestfirska“. Veggspjald á vísindavöku RANNÍS  í september. 

Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Bjarki M. Karlsson. 2009. „Íslenskar framburðarmállýskur: Norðlenska“. Veggspjald á vísindavöku RANNÍS í september.

Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Bjarki M. Karlsson. 2009. „Íslenskar framburðarmállýskur: Suður- og suðausturland“. Veggspjald á vísindavöku RANNÍS  í september. 

Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson. 2010. „RÍN in the 1980s: Phonological Variation in Icelandic“. Veggspjald á NLVN-ráðstefnunni Grammatical, Sociolinguistic and Infrastructural Perspectives í Reykjavík 8. október. 

Verkefnið hlaut Rannís-styrk til þriggja ára, 2007-2009.

Verkefnisstjóri: Jóhannes Gísli Jónsson.

Meðumsækjandi: Matthew Whelpton.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Bjarki Már Karlsson, Díana Rós Rivera, Gísli Rúnar Harðarson, Gyða Erlingsdóttir, Hlíf Árnadóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir.

Um verkefnið:

Markmið þessa verkefnis var að búa til ítarlegan gagnagrunn um íslenskar sagnir og þær setningafræðilegu formgerðir sem þær koma fyrir í og nota upplýsingarnar í grunninum til athugana á samband merkingar og setningafræði í íslensku.

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2007-2008.

Verkefnisstjóri: Eiríkur Rögnvaldsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Hrafn Loftsson og Sigrún Helgadóttir.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson.

Um verkefnið:

Markmið verkefnisins var að rannsaka og þróa aðferðir við samhengisháða ritvilluleit í íslenskum texta. Flest villuleitarforrit, þ.á.m. Púki Friðriks Skúlasonar, skoða aðeins einstök orð og meta hvort þau séu rétt rituð. Verulegur hluti stafsetningarvillna felst þó ekki í því að notaðar séu rangt ritaðar orðmyndir, heldur í því að nota leyfilegar orðmyndir á óleyfilegum stöðum í setningu. Slíkar villur er ekki hægt að greina nema skoða orðamynstur, málfræðimynstur og orðastæður, nýta tíðniupplýsingar og tölfræðileg líkön. Takmarkið var að til yrði annars vegar ítarleg greining og lýsing á þeim aðferðum sem unnt er að beita í þessum tilgangi, og hins vegar hugbúnaður sem nýtir þessa greiningu í villuleit.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Anton Karl Ingason, Sigrún Helgadóttir, Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2008. „A Mixed Method Lemmatization Algorithm Using a Hierarchy of Linguistic Identities (HOLI)”. Bengt Nordström og Aarne Ranta (ritstj.): Advances in Natural Language Processing (Lecture Notes in Computer Science, Vol. 5221), bls. 205-216. Springer, Berlín.

Anton Karl Ingason, Skúli Bernhard Jóhannsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Hrafn Loftsson og Sigrún Helgadóttir. 2009. „Context-Sensitive Spelling Correction and Rich Morphology”. Jokinen, Kristiina, og Eckhard Bick (ritstj.): Proceedings of the 17th Nordic Conference of Computational Linguistics NODALIDA 2009. NEALT Proceeding Series 4. Northern European Association for Language Technology (NEALT), bls. 231-234. Tartu University Library. Sjá grein og um bókina.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Anton Karl Ingason, Skúli Bernhard Jóhannsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Sigrún Helgadóttir og Hrafn Loftsson. 2009. „Context-Sensitive Spelling Correction and Rich Morphology”. Nodalida 17, Óðinsvéum, 16. maí.

Anton Karl Ingason. 2009. „Eyríki finnst málfræði skemmtileg”. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík, 14. mars.

Anton Karl Ingason, Sigrún Helgadóttir, Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2008. „A Mixed Method Lemmatization Algorithm Using a Hierarchy of Linguistic Identities (HOLI)”. GoTAL, Gautaborg, 25. ágúst.

Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson. 2008. „Samhengisháð ritvilluleit. Tækni á næsta leyti?". Íslensk tungutækni 2008. Tungutæknisetur, Reykjavík, 18. apríl.

Anton Karl Ingason. 2008. „Lemmald: Nýtt lemmunarforrit fyrir íslensku". Íslensk tungutækni 2008. Tungutæknisetur, Reykjavík, 18. apríl.

Interfaces of Metrics, Phonology and Syntax

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Rannís 2009-2011.

Verkefnisstjóri: Þórhallur Eyþórsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Kristján Árnason, Bergljót Kristjánsdóttir, Dag Haug, Bert-Øyvind Thorvaldsen, Michael Schulte.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Bjarki M. Karlsson (kerfisfræðingur), Haukur Þorgerisson (doktorsnemi), Eiríkur G. Kristjánsson, Gunnhildur Jónatansdóttir, Sigríður Sæunn Sigurðardóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Halldóra Kristinsdóttir.

Gestgjafastofnun:

Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Styrkir frá Vinnumálastofnum sumar 2010 og 2011 og Þjóðhátíðarsjóði 2011.

Verkefnisstjóri: Rannveig Sverrisdóttir.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Árni Ingi Jóhannesson, Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðný Björk Þorvaldsdóttir, Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Nedelina Stoyanova og Steinunn Þorvaldsdóttir.

Um verkefnið:

Markmið verkefnisins er að safna gögnum um íslenskt táknmál og skrá þau nákvæmlega þannig að þau verði annars vegar mikilvægt heimildasafn um mál og menningu heyrnarlausra og hins vegar grunnur að rannsóknum og orðabókagerð.

Helstu samstarfsaðilar:

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2008, 2009 og 2011.

Verkefnisstjóri: Jón Axel Harðarson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Linda Ösp Heimisdóttir, Aðalsteinn Hákonarson, Einar Freyr Sigurðsson og Jón Símon Markússon.

Um verkefnið:

Markmiðið er að setja saman ítarlegt rit um sögulega hljóðkerfis- og beygingarfræði forníslenzku.

Variation in Faroese Syntax

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2008–2009.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Tania E. Strahan (nýdoktor), Ásgrímur Angantýsson og Theódóra Torfadóttir (doktorsnemar), Ásbjörg Benediktsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson, Gísli Rúnar Harðarson, Helena á Løgmansbø, Hlíf Árnadóttir, Lena Reinert, Margrét Lára Höskuldsdóttir,  Mona Breckmann, Paula Gaard, Per Jacobsen, Petra Eliasen, Rakul Napóleonsdóttir Joensen, Steintóra Gleðisheygg Joensen og Tóta Árnadóttir (meistara- og BA-nemar).

Um verkefnið:

Þetta var ítarleg rannsókn á tilbrigðum í færeyskri setningagerð með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Meginmarkmiðið var að öðlast betri skilning á eðli málbreytinga og tilbrigða, m.a. á þeirri staðreynd að stundum þróast náskyld mál og mállýskur í ólíkar áttir en stundum svipaðan hátt án þess að um sé að ræða gagnkvæm áhrif. Byggt var á þeim grunni sem fyrri rannsóknir umsækjenda höfðu lagt, einkum á þeirri forrannsókn sem gerð var sem hluti af öndvegisverkefninu Tilbrigði í setningagerð er naut styrks úr Rannsóknasjóði 2005–2007. Gerðar voru tvær skriflegar yfirlitsrannsóknir sem náðu til um 20 ólíkra staða í Færeyjum og var stefnt að því að ná í um 30 einstaklinga úr fjórum aldurshópum á hverjum stað. Auk þessa voru tekin viðtöl við valda þátttakendur úr yfirlitskönnuninni og þeir spurðir nánar um tiltekin atriði.

Helstu samstarfsaðilar:

Í Færeyjum: Jógvan í Lon Jacobsen, Zakaris S. Hansen, Hjalmar P. Petersen og Eivind Weyhe.

Annars staðar: Caroline Heycock í Edinborg, Peter Svenonius og Øystein Vangsnes í Tromsø (stjórnendur norrænu rannsóknanetanna ScanDiaSyn (Scandinavian Dialect Syntax) og NORMS (Nordic Center of Excellence in Microcomparative Syntax) sem þetta verkefni tengdist).

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

2010. Tilbrigði í færeysku máli, málstofa haldin í tengslum við Frændafund 7, Reykjavík, 23. ágúst. 

2009. Tilbrigði í færeyskum framburði, beygingum og setningagerð. Málstofa á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, Reykjavík, 13.–14. mars.

2008. Málstofan The 3rd NLVN Training Seminar and the 5th NORMS Dialect Workshop, 8.–15. ágúst, Þórshöfn, Færeyjum. 

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Ásgrímur Angantýsson. 2011. The Syntax of Embedded Clauses in Icelandic and Related Languages. Doktorsritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Freyr Sigurðsson og Hlíf Árnadóttir. Væntanl. „Case in Disguise“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Höskuldur Þráinsson. 2009. „Looking for Parametric Correlations within Faroese“. Nordlyd 36,2:1–24.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Predictable and Unpredictable Sources of Variable Verb and Adverb Placement in Scandinavian“. Lingua 120,5:1062–1088. Aðgengileg hér.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Variation and parametric correlations in Faroese“. Handrit, Háskóla Íslands. [Endurskoðuð gerð af grein HÞ 2009, í ritrýningu.]

Höskuldur Thráinsson. Væntanl. „Ideal Speakers and Other Speakers. The Case of Dative and some other cases“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Höskuldur Þráinsson, Hjalmar P. Petersen, Jógvan í Lon Jacobsen og Zakaris Svabo Hansen. 2011. Faroese: An Overview and Reference Grammar. 2. útgáfa með leiðréttingum og nýrri ritaskrá. Fróðskapur, Tórshavn.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Covert Nominative and Dative Subjects in Faroese“. Nordlyd 36,2:142–164.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Verb classes and dative objects in Insular Scandinavian“. Jóhanna Barðdal og Shobhana Chelliah (ritstj.): The Role of Semantic, Pragmatic and Discourse Factors in the Development of Case, bls. 203–224. John Benjamins, Amsterdam.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Covert Nominative and Dative Subjects in Faroese“. Handrit, Háskóla Íslands. [Endurskoðuð gerð af JGJ 2009a. Í ritrýningu.]

Jóhannes Gísli Jónsson. Væntanl. „Dative vs. Accusative and the Nature of Non-Structural Case“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Tania Strahan. 2009. „Faroese Long-distance Reflexives Face Off against Icelandic Long-distance Reflexives“. Nordlyd 36,2:114–141.

Tania Strahan. 2009. „Outside-in Binding of Reflexives in Insular Scandinavian“. Miriam Butt og Tracy Holloway King (ritstj.): Proceedings of LFG09, bls. 541–561. CSLI Publications, Stanford. Sjá hér.

Þórhallur Eyþórsson. 2009. „Stöðugleiki og breytingar í færeysku og íslensku: Beygingar og setningagerð“. Turið Sigurðardóttir og Magnús Snædal (ritstj.): Frændafundur 6:75-93. Fróðskapur, Tórshavn.

Þórhallur Eyþórsson. 2010. „Dative Case in Icelandic, Faroese and Norwegian: Preservation and non-preservation“. [Meðhöf.: Janne Bondi Johannessen (Osló), Signe Laake (Osló) og Tor A. Åfarli (Þrándheimoi).] Handrit. [Bíður birtingar í Nordic Journal of Linguistics.]

Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Structured Exceptions and Case Selection in Insular Scandinavian“. Heike Wiese og Horst Simon (ritstj.): Expecting the unexpected: Exceptions in grammar, bls. 231-241. Mouton de Gruyer, Berlín.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Ásgrímur Angantýsson. 2009. „Framfærslur og formgerð aukasetninga“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Einar Freyr Sigurðsson. 2009. „Eignarfall og eignarliðir í færeysku“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Hjalmar P. Petersen. 2010. „K8 databasan í Hamborg og føroyskt-danskt málamót“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst.

Höskuldur Þráinsson og Zakaris Svabo Hansen. 2008. „A Comparative Overview of Faroese Syntax“. The 3rd NLVN Training Seminar and the 5th NORMS Dialect Workshop, Þórshöfn, ágúst.

Höskuldur Þráinsson. 2009. „Um tengsl á milli tilbrigða í framburði, beygingum og setningagerð“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands í mars.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „How Can V2 Vary?“. NORMS-ráðstefnan Verb Movement: Its Nature, Triggers and Effects, Amsterdam, 12. desember.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Tilbrigði í færeyskri setningagerð - yfirlit“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund í Reykjavík 23. ágúst.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2008. „Object Case Variation in Insular Scandinavian“. The Glory of Babel, Reykjavík, desember.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Þágufallið og væntanleg örlög þess í færeysku“.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Frumlagsfall og frumlagssætið í færeysku“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2009. „Trøllagentan sá at Jerry vaskaði sær: Afturbeyging í máli færeyskra barna“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2010. „"Minnie sá at Jerry vaskaði sær": Hvernig túlka færeysk börn fornöfn í aukasetningum?“ Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund í Reykjavík 23. ágúst.

Tania E. Strahan. 2008. „Celebrating Diversity in Scandinavian Reflexives“. The Glory of Babel, Reykjavík, desember.

Tania Strahan. 2009. „Antecedent-based approach to binding in Icelandic and Faroese“. Workshop on reflexivisation and related matters , Reykjavík, 23. apríl.

Tania Strahan. 2009. „Tilbrigði í notkun afturbeygðra fornafna“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands í mars.

Tania Strahan. 2010. „Rannsóknir mínar á færeysku - yfirlit og framtíðaráform“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst. 

Victoria Absalonsen. 2010. „Nýtslan av afturbendum fornøvnum í føroyskum“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík, 23. ágúst.

Zakaris S. Hansen. 2010. „Føroyskir tekstagrunnar“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund, Reykjavík 23. ágúst.

Þórhallur Eyþórsson. 2009. „Gömul og ný þolmynd í færeysku“. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, mars.

Þórhallur Eyþórsson. 2010. „Tilbrigði í þolmynd í færeysku“. Fyrirlestur fluttur á málstofu í tengslum við Frændafund í Reykjavík 23. ágúst.

Variation in Syntax

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði (RANNÍS) 2004 (undirbúningsstyrk) og Öndvegisstyrk frá sama sjóði 2005–2008.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Eiríkur Rögnvaldsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Ásta Svavarsdóttir og Þórunn Blöndal.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Matthew Whelpton (dósent), Þórhallur Eyþórsson (sérfræðingur), Tania Strahan (nýdoktor), Ásgrímur Angantýsson og Theódóra Anna Torfadóttir (doktorsnemar), Ásbjörg Benediktsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson, Elva Díana Davíðsdóttir, Eyrún Lóa Eiríksdóttir, Guðlaugur Jón Árnason, Guðrún Þórðardóttir, Gunnhildur Ottósdóttir, Halldóra Björt Ewen, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Salbjörg Óskarsdóttir og Sigrún Steingrímsdóttir (meistara- og BA-nemar).

Fjölmargir aðrir háskólanemar og rannsóknamenn komu að verkinu, eða alls um 40, auk aðstoðarmanna á vettvangi og erlendra samstarfsmanna og ráðgjafa.

Um verkefnið:

Markmið verkefnisins var, eins og nafnið bendir til, að skoða tilbrigði í setningagerð. Lýsandi markmiðið var þá einkum að fá yfirlit yfir tilbrigði í íslenskri setningagerð, með nokkrum samanburði við tilbrigði í norrænu nágrannamálunum. Fræðilega markmiðið var í fyrsta lagi að öðlast skilning á því hvernig tilbrigði geta lifað hlið við hlið og hvernig eða að hvaða marki dreifing þeirra tengist landshlutum, aldurshópum eða öðrum félagslegum breytum. Í öðru lagi var markmiðið að skilja betur hvernig ólík tilbrigði geta komið upp í náskyldum tungumálum. Þetta síðara markmið tengdist því að um svipað leyti var verið að gera hliðstæðar rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum, en þau tengdust í gegnum norrænu rannsóknanetin ScanDiaSyn (Scandinavian Dialect Syntax, sjá hér) og NORMS (Nordic Center of Excellence in Microcomparative Syntax, sjá hér) og NLVN (Nordic Language Variation Network, sjá hér). Í rannsókninni voru valin setningafræðileg viðfangsefni og þau rannsökuð í stórum yfirlitskönnunum sem voru lagðar fyrir hópa fólks víðs vegar á landinu. Í kjölfarið voru síðan tekin viðtöl við hluta þátttakenda til þess að varpa skýrara ljósi á tiltekin atriði og til þess að rannsaka þætti sem erfitt er að kanna skriflega. Auk þess var safnað textum úr talmáli og búið um þá þannig að efniviðurinn nýtist til margvíslegra rannsókna, m.a. til samanburðar við niðurstöður úr yfirlitskönnununum.

Helstu samstarfsaðilar:

Þátttakendur í norrænu rannsóknanetunum ScanDiaSyn, NORMS og NLVN en þeir komu einkum frá háskólum á Norðurlöndum. Þátttakendur í ScanDiaSyn voru frá norsku háskólunum í Tromsø, Þrándheimi og Osló, sænsku háskólunum í Lundi og Gautaborg, dönsku háskólunum í Kaupmannahöfn og Árósum, háskólanum í Helsinki og Fróðskaparsetri Færeyja, auk Háskóla Íslands. Auk þess voru setningafræðingar við Edinborgarháskóla, háskólann í Padova á Ítalíu, Meertens Institut í Amsterdam og finnska setningafræðinetinu FinDiaSyn tengdir verkefninu (sjá nánar hér). Þátttakendur í NORMS voru frá norsku háskólunum í Tromsø, Þrándheimi og Osló og síðan frá Lundi, Árósum og Helsinki (sjá hér). Þátttakendur í NLVN voru frá öndvegissetrinu CASTL í Tromsø, danska rannsóknaverkefninu LANCHART í Kaupmannahöfn, norsku rannsóknaverkefnunum UPUS í Þrándheimi og víðar og FORSE í Bergen og loks frá sænska verkefninu GRIMM í Lundi, auk íslenska tilbrigðaverkefnisins (sjá nánar hér).

Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:

2009. NORMS-ráðstefnan Relating to Reflexives í Reykjavík 24.–25. apríl (skipuleggjendur: Tania Strahan og Jóhannes Gísli Jónsson). Sjá hér

2008. Málstofan Íslenskan öll? á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 4.–5. apríl (skipuleggjandi: Höskuldur Þráinsson). Þessi málstofa var nokkurs konar uppskeruhátíð verkefnisins og þar voru fluttir 14 fyrirlestrar og endurskoðaðar gerðir af flestum þeirra munu birtast í bók um verkefnið. Sjá hér.

2007. NORMS-ráðstefna um fornöfn og eðli þeirra 8.–9. desember í Reykjavík (skipuleggjendur: Höskuldur Þráinsson og Þórhallur Eyþórsson). Sjá hér

2007. Þriðji stórfundur ScanDiaSyn í Reynihlíð í Mývatnssveit 16.–19. ágúst. Sjá hér.

2007. NORMS-ráðstefna um stöðu sagnar, Háskóla Íslands, Reykjavík, 26.–27. janúar (skipuleggjendur: Höskuldur Þráinsson og Þórhallur Eyþórsson).

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Yfirlitsrit um verkefnið:

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). 2013. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. I. Markmið, aðferðir og efniviður. Aðrir höfundar Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Þórhallur Eyþórsson, Þórunn Blöndal. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). Væntanl. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. II. Helstu niðurstöður. Tölfræðilegt yfirlit. Aðrir höfundar Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Þórðardóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Matthew J. Whelpton, Sigríður Sigurjónsdóttir, Tania E. Strahan, Theódóra A. Torfadóttir, Þórhallur Eyþórsson, Þórunn Blöndal.  Væntanl. hjá Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). 2013. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. III. Sérathuganir. Aðrir höfundar Guðrún Þórðardóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Matthew J. Whelpton, Salbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Tania E. Strahan, Theódóra A. Torfadóttir, Þórhallur Eyþórsson.  Væntanl. hjá Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Árnadóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Matthew J. Whelpton, Salbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Tania E. Strahan, Theódóra A. Torfadóttir, Þórhallur Eyþórsson og Þórunn Blöndal. Væntanlegt hjá Háskólaútgáfunni, Reykjavík.

Önnur rit:

Ásbjörg Benediktsdóttir. 2008. Nýja þolmyndin: fyrsta þolmyndun barna? B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Ásgrímur Angantýsson. 2007. Embedded Fronting Constructions in Icelandic. Meistaraprófsritgerð, Cornell University, Ithaca.

Ásgrímur Angantýsson. 2007. „Verb-third in Embedded Clauses in Icelandic“. Studia Linguistica 61(3):237–260.

Ásgrímur Angantýsson. 2011. The Syntax of Embedded Clauses in Icelandic and Related Languages. Doktorsritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Ásta Svavarsdóttir. 2007. „Talmál og málheildir — talmál og orðabækur“. Orð og tunga 9:25–50.

Einar Freyr Sigurðsson. 2006. Tölvan hjá mér er biluð. Notkun forsetningarinnar hjá í eignarmerkingu. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Freyr Sigurðsson og Hlíf Árnadóttir. Væntanl. „Case in Disguise. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Eiríkur Rögnvaldsson. 2007. „Textasöfn og setningagerð: Greining og leit“. Orð og tunga 9:57–81.

Elva Díana Davíðsdóttir. 2008. Mér leiðast bókmenntatímarnir: könnun á samræmi sagnar við nefnifallsandlag á Húsavík. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Guðlaugur Jón Árnason. 2007. Miðgildi. Könnun á áhrifum mismargra svarmöguleika í málfarsrannsóknum. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Gunnhildur Ottósdóttir. 2006. „Ólafsfjarðareignarfallið“. Eignarsambönd í íslensku með áherslu á eitt lítið mállýskuafbrigði. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Höskuldur Þráinsson. 2007. The Syntax of Icelandic. Cambridge University Press, Cambridge.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „Predictable and Unpredictable Sources of Variable Verb and Adverb Placement in Scandinavian“. Lingua 120, 5:1062–1088.

Höskuldur Thráinsson. Væntanl. „Ideal Speakers and Other Speakers. The Case of Dative and some other cases“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson, Ásta Svavarsdóttir, Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2007. „The Icelandic (Pilot) Project in ScanDiaSyn“. Nordlyd 34(1):87–12.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2008. „Preposition Reduplication in Icelandic“. Sjef Barbiers, Olaf Koeneman, Marika Lekakou og Margreet van der Ham (ritstj.): Microvariation in Syntactic Doubling, bls. 403–418. Emerald Group Publishing, Bingley.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2009. „Verb classes and dative objects in Insular Scandinavian“. Jóhanna Barðdal og Shobhana Chelliah (ritstj.): The Role of Semantic, Pragmatic and Discourse Factors in the Development of Case, bls. 203–224. John Benjamins, Amsterdam.

Jóhannes Gísli Jónsson. Væntanl. „Dative vs. Accusative and the Nature of Non-Structural Case“. Beatriz Fernández og Ricardo Etxepare (ritstj.): Variation in Datives: A Micro-Comparative Perspective. Oxford Studies in Comparative Syntax. Oxford University Press, Oxford.

Salbjörg Óskarsdóttir. 2008. Hann þótti gott í staupinu. B.A.-ritgerð, Háskóla Íslands.

Sigríður Sigurjónsdóttir og Höskuldur Þráinsson. 2007. „Regional variation in Icelandic syntax?“. Proceedings from the 8. Nordiske Dialektologkonference, Aarhus Universitet, Denmark.

Tania Strahan. 2009. „Faroese Long-distance Reflexives Face Off against Icelandic Long-distance Reflexives“. Nordlyd 36,2:114–141.

Tania Strahan. 2009. „Outside-in Binding of Reflexives in Insular Scandinavian“. Miriam Butt og Tracy Holloway King (ritstj.): Proceedings of LFG09, bls. 541–561. CSLI Publications, Stanford. Sjá hér.

Þórhallur Eyþórsson. 2009. „Stöðugleiki og breytingar í færeysku og íslensku: Beygingar og setningagerð“. Turið Sigurðardóttir og Magnús Snædal (ritstj.): Frændafundur 6: 75-93. Fróðskapur, Tórshavn.

Þórhallur Eyþórsson. 2008. The New Passive in Icelandic Really Is a Passive. Þórhallur Eyþórsson (ritstj.), bls. 173–219.

Þórhallur Eyþórsson. 2010. „Dative Case in Icelandic, Faroese and Norwegian: Preservation and non-preservation“. [Meðhöf.: Janne Bondi Johannessen (Osló), Signe Laake (Osló) og Tor A. Åfarli (Þrándheimi).] Handrit. [Bíður birtingar í Nordic Journal of Linguistics.]

Þórhallur Eyþórsson (ritstj.). 2008. Grammatical Change and Linguistic Theory: The Rosendal Papers. Benjamins, Amsterdam.

Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2010. „Structured Exceptions and Case Selection in Insular Scandinavian“. Heike Wiese og Horst Simon (ritstj.): Expecting the unexpected: Exceptions in grammar, bls. 231-241. Mouton de Gruyer, Berlín.

 

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Meðan þetta verkefni var í gangi héldu þátttakendur í því yfir 100 fyrirlestra tengda viðfangsefninu. Hér hafa aðeins verið valdir fáeinir til að gefa hugmynd um breiddina, einkum fyrstu árin.. Margir fyrirlestrar tengdir verkefninu hafa bæst við síðan og væntanlega mun slíkt halda áfram í allmörg ár. Fyrirlestrum sem hafa birst sem greinar eða bókarkaflar er yfirleitt sleppt, svo og fyrirlestrum sem voru haldnir á „uppskeruhátíð“ verkefnisins á Hugvísindaþingi 2009. Þeir eru væntanlegir í yfirlitsriti um verkefnið.

Ásgrímur Angantýsson. 2006. „The CP-domain in Icelandic“. Stórfundur ScanDiaSyn í Solf, Finnlandi.

Ásgrímur Angantýsson. 2007. „Mainland Scandinavian word order in embedded clauses in Icelandic“. NORMS-ráðstefna um stöðu sagnar, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Ásta Svavarsdóttir. 2006. „Textar, tal og tilraunir. Um efnivið og aðferðir í tilbrigðarannsókn-um“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Freyr Sigurðsson. 2007. „The Possessive hjá-construction in Icelandic“. Upphafsfundur NLVN-netsins, Tromsø, Noregi.

Höskuldur Þráinsson. 2008. „Parameters and the Statistics of Variation“. NORMS-ráðstefnan Revisiting Parameters: Holmberg and Platzack (1995) Reloaded, Háskólanum í Lundi.

Höskuldur Þráinsson. 2009. „Variation: Facts and Figures“. Boðsfyrirlestur á Comparative Germanic Syntax Workshop 24 í Brüssel.

Höskuldur Þráinsson. 2010. „An Overview of Icelandic Variation Projects“. Veggspjald á NLVN-ráðstefnunni Grammatical, Sociolinguistic and Infrastructural Perspectives, Reykjavík, 8. október. Sjá hér.

Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson, Ásta Svavarsdóttir, Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson. 2005. „The Icelandic (Pilot) Project in ScanDiaSyn“. Stórfundur ScanDiaSyn, Leikanger, Noregi.

Höskuldur Þráinsson og Theódóra A. Torfadóttir. 2010. „The Extended Progressive“. Veggspjald á NLVN-ráðstefnunni Grammatical, Sociolinguistic and Infrastructural Perspectives, Reykjavík, 8. október.

Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson. 2006. „Syntactic Variation in Icelandic from a Parametric Perspective“. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar, Reykjavík.

Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson. 2006. „Syntactic Variation without Regional Dialects“. DGfS (Deutsche Gesellschaft für Sprachwissenschaft), Bielefeld, Þýskalandi.

Jóhannes Gísli Jónsson. 2007. „Variation in Morphosyntax: Some Lessons from Insular Scandinavian“. Fyrirlestur á ráðstefnunni Formal Approaches to Variation in Syntax, York University, Englandi.

Matthew Whelpton. 2006. „Hvernig á að öskra sig hásan á íslensku? – What the Resultative Can Tell us about Verb Syntax and Variation“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2006. „Listin að læra að tala: Tilbrigði og máltaka barna“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Tania E. Strahan. 2008. „Celebrating Diversity in Scandinavian Reflexives“. The Glory of Babel: Celebrating Diversity in Languages and Linguistics, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Theódóra Anna Torfadóttir. 2006. „The Progressive in Progress: Changes in the Icelandic Aspect System“. Stórfundur ScanDiaSyn, Solf, Finnlandi.

Theódóra Anna Torfadóttir. „A Study of a Change: the Icelandic Progressive“. Second Scandinavian Ph.D. Conference in Linguistics and Philology, Bergen, Noregi.

Þórhallur Eyþórsson. 2006. „Goðsögnin um óbreytanleika íslensku“. Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, Reykjavík.

Þórhallur Eyþórsson. 2007. „Verbs and Objects in Older Scandinavian Languages“. NORMS-ráðstefna um stöðu sagnar, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Þórhallur Eyþórsson. 2008. „The New Passive in Icelandic: Variation and Diachrony“. Comparative Germanic Syntax Workshop 24, Edinborgarháskóli, Edinborg.

Digitalization and Adaptation of Dialect Material

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands 2004–2007 og aftur frá 2009.

Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Ari Hauksson, Bjarki M. Karlsson, Eva Lára Logadóttir, Gísli Valgeirsson, Sigrún Tómasdóttir og Steinar Höskuldsson.

Um verkefnið:

Markmið þessa verkefnis var í fyrsta lagi að færa íslensk mállýskugögn (úr rannsóknaverkefninu Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN)) af spólum og yfir í stafrænt form og í öðru lagi að gera þau nýtilegri til rannsókna og að einhverju leyti aðgengileg á Netinu.

Helstu fræðirit og greinar sem spruttu/hafa sprottið upp úr verkefninu:

Engin fræðirit eru beinlínis byggð á þessu verkefni, en hluti af efninu sem hefur verið fært yfir í stafrænt form.

Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:

Þar sem hér er ekki beinlínis um fræðilegt rannsóknaverkefni að ræða hafa ekki verið fluttir margir fyrirlestrar tengdir því. Það hefur þó verið kynnt almenningi og fræðimönum.

Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Bjarki M. Karlsson. 2009. „Íslenskar framburðarmállýskur: Sögulegt yfirlit“. Veggspjald á vísindavöku RANNÍS  í september. 

Changes in case marking in Insular Scandinavian

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Rannís 2004-2006.

Verkefnisstjóri: Þórhallur Eyþórsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Jóhannes Gísli Jónsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir.

Gestgjafastofnun: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Þáttaka í eldri verkefnum á vegum annarra stofnana

Verkefnið er styrkt af Rannís auk fleiri sjóða.

Verkefnisstjórar: Auður Hauksdóttir og Guðmundur Jónsson.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Íris Ellenberger (doktorsnemi í sagnfræði) Christina Folke Ax (rannsóknarmaður).

Þóra Björk Hjartardóttir rannsakar tiltekna þætti í málnotkun Dananna auk eigin viðhorfa til notkunar á íslensku og dönsku.

Um verkefnið: Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að vanræktum hópi í danskri og íslenskri sögu; hópi Dana sem bjó á Íslandi á tímabilinu 1900-1970, á tíma þegar stjórnmálalegt forræði Dana yfir Íslandi leið smám saman undir lok. Rannsóknarverkefnið sameinar krafta danskra og íslenskra tungumálasérfræðinga og sagnfræðinga sem munu takast á við spurningar varðandi tungutak Dananna, sjálfsmynd, menningarleg sérkenni, samfélagslega og efnahagslega stöðu í íslensku samfélagi ásamt tengslum þeirra við Danmörku.

Helstu samstarfsaðilar: Kaupmannahafnarháskóli.

Verkefnið hlaut styrk frá British Academy (“Large Grant”), 2001-2002.

Verkefnisstjóri: Þórhallur Eyþórsson.

Gestgjafastofnun: Department of Linguistics, University of Manchester.

Verkefnið fékk styrk frá British Academy (“Small Grant”), 2003-2004.

Verkefnisstjóri: Þórhallur Eyþórsson.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Jóhannes Gísli Jónsson.

Gestgjafastofnun: Department of Linguistics, University of Manchester.

Digitalisering af Codex argenteus

Verkefnið hlaut styrk frá Riksbankens Jubileumsfond.

Verkefnisstjóri: Lars Munkhammar, bókavörður við Háskólabókasafnið í Uppsölum.

Aðrir starfsmenn: Magnús Snædal (gotneskt mál og textafræði) o.fl.

Um verkefnið: Um er að ræða að gera ofangreint handrit og útgáfur þess, sem eru eldri en 1927, aðgengilegar á netinu. Verkefninu er lokið og vefurinn hefur verið formlega opnaður.

DIALANG er evrópskt samstarfsverkefni, styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins DG XXII innan SOCRATES-áætlunarinnar, LINGUA Action D.

Verkefnisstjórar á Íslandi: María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir (1997-2003).

Auk verkefnisstjórnar sáu María og Sigríður um samningu prófverkefna, yfirlestur prófverkefna, innslátt prófverkefna, umsjón og yfirlestur þýðinga, innslátt þýðinga, annan yfirlestur prófverkefna, umsjón með tilraunaprófi (Pilot). Fólk hér á Íslandi var fengið til að taka prófin í öllum tungumálum. Prófverkefnin voru svo lagfærð í samræmi við niðurstöður úr tilraunaprófi.

Um verkefnið:

Verkefnið gekk út á að semja stöðupróf/sjálfsmat í 14 Evrópumálum fyrir þá sem eru að læra þessi mál sem erlent/annað mál. Þessi próf hafa verið aðgengileg á Netinu fyrir alla frá 2003.

Helstu samstarfsaðilar:

Háskóli Íslands var samstarfsaðili frá hausti 1997.

Ýmsir erlendir sjóðir styrktu verkefnið, einkum Socrates-Lingua. Einnig Rannís og kennslumálasjóður HÍ. 2000-2002.

Verkefnisstjóri: Birna Arnbjörnsdóttir

Þóra Björk Hjartardóttir tók þátt í verkefninu á upphafsstigum og fólst hennar vinna einkum í hugmyndafræðilegri uppbyggingu vefsins svo og skipulagningu námseininganna hvað varðar útfærslu og niðurröðun málfræðiatriða.

Vefslóð Icelandic Online.

Um verkefnið: Gerð viðamikils kennsluvefs í íslensku máli og menningu fyrir erlenda háskólastúdenta. Opinn sjálfsnámsvefur.

Verkefnið er styrkt af Rannís auk fleiri sjóða, 1999-2001.

Verkefnisstjóri: Þórunn Blöndal.

Verkefnisstjórn: Þóra Björk Hjartardóttir.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kolbrún Eggertsdóttir (starfsmaður).

Um verkefnið: Samvinnuverkefni sjö fræðimanna frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Orðabókar Háskólans um gerð gagnabanka (e. corpus) með íslensku talmáli til nota fyrir margs kyns rannsóknir á íslensku talmáli og sem grunn til þróunar verkefna á sviði tungutækni. Tekin voru upp 31 sjálfsprottin samtöl, alls um 20 klukkustundir og þau öll skráð á tölvutæku formi samkvæmt sérstöku umritunarkerfi. Síðan hafa gögnin verið greind og mörkuð (e. tagged) til notkunar við máltækniverkefni ýmiss konar. Gagnabankinn er aðgengilegur á netinu í Textasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Verkefnið hlaut styrk frá Senter for grunnforskning / Centre for Advanced Study, Oslo, 2004-2005.

Verkefnisstjóri: Jan Terje Faarlund.

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Henning Andersen, John Ole Askedal, Elly van Gelderen, Alice Harris, Kjartan Ottósson, Lene Schøsler og Þórhallur Eyþórsson.

Language Development of Children who grow up Bilingually in Icelandic Sign Language and Icelandic

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) 2006-2009.

Verkefnisstjóri: Dr. Valdís I. Jónsdóttir.

Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Valgerður Stefánsdóttir, Rannveig Sverrisdóttir (leiðbeindi starfsfólki sem skoðaði og greindi málfræðiatriði táknmálsins og samloðun í texta).

Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Júlía Hreinsdóttir, Svava Jóhannesdóttir auk nokkurra annarra starfsmanna Samskiptamiðstöðar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Um verkefnið: Markmið rannsóknarinnar er að þróa mælitæki til þess að meta málþroska á táknmáli og afla þekkingar á máltöku og málþróun tvítyngdra barna með bakgrunn íslensks táknmáls og íslensku. Börnin sem um ræðir eru börn sem fæðast heyrnarlaus eða heyrnarskert og heyrandi börn sem alast upp hjá táknmálstalandi foreldri/foreldrum. Ennfremur er ætlunin að leita eftir rannsóknarsamstarfi við önnur Norðurlönd á þessu sviði. Nýmæli rannsóknarinnar er að horfa á þátttakendur hennar sem heildstæðan hóp tvítyngdra barna og ætla má að það geti varpað ljósi á stöðu fleiri hópa tvítyngdra barna sérstaklega þeirra sem alast upp við minnihlutamálstvítyngi. Gert er ráð fyrir að um 50 börn taki þátt í rannsókninni á aldrinum 2 – 16 ára. Beitt verður bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum; þátttökuathugunum, myndbandsgreingum og málþroskaprófunum.

Helstu samstarfsaðilar: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, HÍ.