Rannsóknasvið félaga í Málvísindastofnun eru margvísleg, s.s. annarsmálsfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, bragfræði, félagsleg málvísindi og breytileiki í máli, gagnamálfræði (e. corpus linguistics), hljóð- og hljóðkerfisfræði, hugræn málvísindi, mál og kyn, málstefna og málrækt, málstol (afasía), máltaka, máltækni, merkingarfræði, orðræðugreining og samskiptamálfræði, sálfræði tungumáls, setningafræði, söguleg málvísindi og málbreytingar og táknmálsfræði. Sjá nánar sérsvið félaga Málvísindastofnunar.