Félagar

Fastir kennarar í íslenskri málfræði, almennum málvísindum og táknmálsfræði innan Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands eru félagar í Málvísindastofnun, nema þeir óski eftir og fái aðild að annarri grunnstofnun. Stundakennarar, sérfræðingar og styrkþegar stofnunarinnar, doktorsnemar á fagsviði stofnunarinnar og aðrir kennarar við Háskóla Íslands sem starfa á fræðasviðinu geta sótt um og fengið aðild að stofnuninni með samþykki stjórnar á meðan þeir eru í námi eða starfa við Háskólann. Einungis fastir kennarar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands hafa atkvæðisrétt á ársfundi. 

Hægt er að sækja um aðild að stofnuninni með tölvupósti til stjórnarformanns stofnunarinnar.

Félagar í Málvísindastofnun eru nú:

Nýdoktorar

Nýdoktor

Nýdoktor

Doktorsnemar

Ég er doktorsnemi í samtímalegri hljóðkerfisfræði nútímaíslensku sem er að hefja rannsókn á þáttum sem tengjast prósódískri uppbyggingu málsins. Aðalleiðbeinandi er Kristján Árnason. Á fyrri stigum náms hef ég fengist við íslenska málsögu, einkum þróun sérhljóðakerfisins í miðíslensku, undir leiðsögn Jóns Axels Harðarsonar.

Doktorsnemi

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.

Ég er doktorsnemi í íslenskri málfræði undir leiðsögn Kristjáns Árnasonar. Rannsóknin mín beinist að félagslegum og málfélagslegum þáttum nýs fjölmenningarlegs samfélags og hefur það að markmiði að kanna viðhorf Íslendinga til málnotkunar innflytjenda. Aðalspurningin snýr því að viðbrögðum Íslendinga, jákvæðum eða neikvæðum, við óhefðbundinni málnotkun og einkum erlendum hreim. Í þessu samhengi er sjónum beint að afstöðu Íslendinga í ljósi íslenskrar málstefnu sem mótað hefur íslenskt málsamfélag í gegnum tíðina.

Rannsóknin er eigindleg og rætt verður við valda hópa Íslendinga eftir aldri, kyni, menntun og búsetu. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða mállegir þættir skipta Íslendinga máli í sambandi við breytt íslenskt (mál)samfélag nútímans og stöðu íslenskrar málstefnu á tímum æ vaxandi fjölbreytileika hér á landi.

Doktorsnemi.

Doktorsnemi.