Ráðstefnur
Málvísindastofnun stendur fyrir ráðstefnum, málþingum og fyrirlestrum á fagsviði sínu. Mikil samvinna er við Íslenska málfræðifélagið, meðal annars um hina árlegu Rask-ráðstefnu, staka fyrirlestra og Málvísindakaffi sem haldið er vikulega yfir veturinn. Ólafsþing, ráðstefna á vegum Máls og sögu, er einnig haldið í samstarfi við Málvísindastofnun.
Viðburðir á vegum Málvísindastofnunar eru kynntir hér á malvis.hi.is og í viðburðadagatali hi.is.
Málvísindakaffi
Yfir vetrarmánuðina stendur Íslenska málfræðifélagið fyrir Málvísindakaffi í samvinnu við Málvísindastofnun, flesta föstudaga kl. 12-13 í stofu 303 í Árnagarði. Erindi eru auglýst á heimasíðu Íslenska málfræðifélagsins jafnóðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna viðfangsefni á þessum vettvangi geta haft samband við formann Málfræðifélagsins, Heimi F. Viðarsson (heimirfreyr@hi.is).
