Rannsóknastofur
Rannsóknastofa í táknmálsfræðum er rannsóknastofa sem starfar innan vébanda Málvísindastofnunar. Hún er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra í samræmi við starfsreglur sem stjórn Málvísindastofnunar hefur samþykkt.
Máltæknisetur er rannsóknastofa sem starfar innan vébanda Málvísindastofnunar. Setrið er samstarfsvettvangur Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um rannsóknir og þróunarstarf á sviði máltækni
Rannsóknastofa í máltileinkun byggir á samstarfi Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Rannsóknarstofan Mál og tækni vinnur að ýmsum verkefnum sem varða málvísindi, máltækni, samfélag og samspilið þar á milli. Rannsóknarstofan hefur meðal annars unnið að verkefnum á sviði málheilda, sjálfvirkrar málfarsráðgjafar, félagslegra málvísinda og setningafræðilegrar þáttunar. Lögð er áhersla á verkefni sem tengjast íslensku málsamfélagi en þó með aðferðum sem almennt eru óháðar einstökum tungumálum.