Háskóli Íslands

Nýleg rit

Tímaritið Íslenskt mál og almenn málfræði, 41.-42. árgangur, er komið út. Hér má finna greinar um hljóðferli í barnamáli, þróun /r/ í máltöku Fíu, kveðjuna "Haf góðan dag", stytting langra samhljóða í bakstöðu, hömlur á kynningarsetningum í íslensku og sænsku og stafrænt málsambýli íslensku og ensku.

Bókin Faroese: An Overview and Reference Grammar er komin út í nýrri prentun og smærra broti en 2. útgáfa frá 2012. Þetta er ýtarleg handbók um færeyska málfræði sem fjallar um ólík svið færeyskrar málfræði en einnig um málsögu, stafsetningu, málstefnu og mállýskur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is