Bitabox: Leiðin að B2: Hvernig má undirbúa annarsmálshafa undir háskólanám á íslensku?
Bitabox: Leiðin að B2: Hvernig má undirbúa annarsmálshafa undir háskólanám á íslensku?
Kári Páll Óskarsson og Kolfinna Jónatansdóttir, aðjunktar í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, flytja erindi í Bitaboxi Rannsóknarstofu í máltileinkun – RÍM sem nefnist „Leiðin að B2: Hvernig má undirbúa annarsmálshafa undir háskólanám á íslensku?“ Haldið á heimasvæði tungumálanna í Veröld 20. febrúar kl. 15:00.
Við erum þátttakendur í samstarfsverkefni með Háskólanum á Akureyri sem hefur það að markmiði að gera fleiri nemendum sem hafa íslensku sem annað mál kleift að stunda háskólanám á íslensku. Okkar hlutverk í verkefninu hefur verið að þróa sex tíu eininga námskeið í íslensku sem eiga að brúa bilið milli grunnþekkingar í málinu og þess að nemendur séu komnir á stig B2, samkvæmt Evrópurammanum, sem er það stig sem málnemar þurfa að ná til að geta stundað háskólanám á markmálinu.
Í þessu erindi munum við tala um forsendur verkefnisins og samfélagslegt gildi þess, sem og þá þætti sem við höfum haft í huga við þróun á þessum nýju námskeiðum.