Fundargerð ársfundar 2009

Ársfundur 2009

Fundargerð ársfundar Málvísindastofnunar

3. apríl 2009 kl. 13-14:30

Fundurinn var haldinn á kennarastofu á 4.hæð í Árnagarði. 12 félagar mættu á fundinn.

 Dagskrá:

  1. Ársskýrsla 2008
  2. Rekstraryfirlit stofnunarinnar 2008
  3. Kosning tveggja meðstjórnenda í stjórn stofnunarinnar til eins árs
  4. Rekstrarhorfur árið 2009
  5. Önnur mál

1. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, flutti ársskýrslu 2008.

 2. Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar, gerði grein fyrir rekstri stofnunarinnar árið 2008. Starf framkvæmdastjóra var lagt niður 1. desember sl. og hann var fluttur til í starfi innan Háskólans. Við þetta léttir á rekstri stofnunarinnar en fjárhagsstaða stofnunarinnar er enn slæm.

3. Kosnir voru tveir meðstjórnendur í stjórn stofnunarinnar til eins árs. Jóhannes Gísli Jónsson, sem verið hefur meðstjórnandi undanfarin þrjú ár, lét af störfum og var Höskuldur Þráinsson kosinn í hans stað. Solveig Brynja Grétarsdóttir, sem kosin var fulltrúi framhaldsnema í málvísindum á síðasta ársfundi, verður áfram meðstjórnandi.

4. Margrét Guðmundsdóttir ræddi um rekstrarhorfur stofnunarinnar árið 2009. Lögð var áhersla á að óvissuþættir í henni væru mjög margir. Útlit er fyrir að prentkostnaður verði mikill á árinu. Í því sambandi var rætt um að fela Háskólaútgáfunni að sjá um prentun bóka stofnunarinnar en hún fær endurgreiddan virðisaukaskatt af prentun bóka.

5. Rætt var um ýmis mál sem þarf að endurskoða nú þegar stofnunin hefur ekki fastan starfsmann lengur. M.a. var varpað fram þeirri hugmynd að bókum stofnunarinnar yrði komið í vörslu Háskólabókasafns þar sem þær yrðu málfræðingum aðgengilegar á bókastofunni í Árnagarði. Einnig var rætt um mögulega ljósprentun á doktorsritgerð Kjartans Ottóssonar, prófessors í Ósló. Forstöðumaður lagði áherslu á að bág fjárhagsstaða stofnunarinnar kæmi ekki í veg fyrir að hún tæki þátt í ráðstefnuhaldi o.fl.

Fleira gerðist ekki. 

Fundargerð ritaði Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður.