Rannsóknarverkefnið „Greining á málfræðilegum áhrifum stafræns málsambýlis“ fékk öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs árið 2016.

Verkefnið felst í því að rannsaka áhrif eins tungumáls á annað í gegnum stafræna miðla og í prófunarskyni er sjónum beint að notkun ensku í íslensku málsamfélagi. Lýsandi markmið rannsóknarinnar er að kortleggja dreifingu og eðli ensks og íslensks ílags í íslensku málsamfélagi og fá yfirlit yfir máltilbrigði sem kunna að tengjast nánu sambýli íslensku og ensku. Fræðilega markmiðið er að tengja félagslega þætti og tvítyngi við nýlegar hugmyndir og líkön fræðimanna sem gera ráð fyrir að innri málkunnátta málnotenda sé leidd af magni og dreifingu ílags á máltökuskeiði og takmarkist af tilteknum hömlum sem gilda um það hvernig tungumál geta verið. Í því sambandi verður einkum byggt á breytileikalíkani Yangs um máltöku og þær hugmyndir þróaðar áfram.

Verkefnisstjórar eru Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson

Tengill á heimasíðu verkefnisins: https://molicodilaco.hi.is/islenska/

Image
""